Stöðugleikaskattur, sáttamöguleiki í kjaradeilu? Þórólfur Matthíasson skrifar 27. febrúar 2019 08:00 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kynnti umfangsmiklar tillögur í skattamálum þriðjudaginn nítjánda febrúar. Í tillögunum felst stefnubreyting hvað varðar uppbyggingu tekjuskattskerfisins: Skattþrepum er fjölgað og stefnt að nokkurri lækkun persónuafsláttar. Þeim fjármunum er varið til frekari lækkunar lægsta skattþrepsins en ella hefði orðið. Jafnframt er dregið úr umfangi samsköttunar hjóna/sambýlisfólks þar sem ekki er lengur hægt að samnýta skattþrep. Persónuafsláttur er þó áfram 100% yfirfæranlegur sem getur dregið mjög úr ávinningi tekjulágs maka að fara út á vinnumarkaðinn. Síðast en ekki síst eru ætlunin að lögfesta að viðmiðunartölur hækki í takt við verðlag og framleiðniþróun. Öll þessi atriði flytja tekjuskattskerfið íslenska í átt að tekjuskattskerfum nágranna okkar á Norðurlöndum. Breytingarnar eru því „ágætis byrjun“. Kostnaður ríkissjóðs vegna aðgerðanna er í samræmi við áform sem kynnt voru í fjárlagaáætlun og fjárlögum fyrir alllöngu síðan. Tillögunum var mætt með hurðaskellum og ókvæðisorðum af hálfu róttækasta hluta verkalýðshreyfingarinnar. Svo virðist sem aðiljar hafi átt von á að frásagnir í sjónvarpsauglýsingum af bágum kjörum láglaunafólks myndu fá ríkisstjórnina til að sprengja 2ja mánaða gamlan fjárlagaramma í tætlur án frekari umræðu. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að ríkisbankastjórar, forstjórar oháeffa og háeffa auk alþingismanna og ráðherra hafa notið drjúgra hækkana á gildistíma þeirra kjarasamninga sem nú eru útrunnir. Fyrir utanaðkomandi virðist sem þessar launahækkanir forstjóranna lúti lögmálum bræðranna Einbjörns, Tvíbjörns og Þríbjörns. Oháeff forstjóri situr kannski í stjórn háeffs og hækkar laun kollega síns sem síðan launar greiðann á næsta stjórnarfundi oháeffsins. Síðan eru laun alþingismanna hækkuð með vísan til hækkunar hinna. Hugtök eins og stöðugleiki eða framleiðni eða framleiðniaukning koma hvergi við sögu í þessari hringekju ástarinnar í stjórnarherbergjum atvinnulífsins. Fyrrverandi fjármálaráðherra reyndi að hægja á hringekjunni með eindregnum tilmælum. Það hafði svipuð áhrif og að biðja íþróttaálfinn að hætta að borða grænmeti. Sé ásetningur hins opinbera sá að hafa áhrif á launasetningu toppanna í atvinnulífinu duga bænarbréfin skammt. Því vakti það undirrituðum nokkra undrun að í skattatillögunum frá því á þriðjudag skyldi ekki settur á einhvers konar stöðugleikaskattur, til dæmis í því formi að á launatekjur umfram 30 milljónir króna á ári (2,5 milljónir á mánuði) legðist sérstakt stöðugleikaþrep á bilinu 55-70%. Þá kæmi einnig til álita að fara í smiðju til skattayfirvalda í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Þar er reglan sú að launakostnaður umfram 1 milljón dollara á ári hjá helstu stjórnendum fyrirtækja er ekki frádráttarbær frá skatti fyrirtækjanna (sjá https://www.stanfordlawreview.org/online/hidden-tax-cost-executive-compensation/). Slík regla, sem mætti kalla stöðugleikaframlag stórfyrirtækja, aðlöguð að íslenskum aðstæðum með lækkun viðmiðunarfjárhæða, ætti að geta minnkað vilja eigenda fyrirtækja til að greiða forstjórum ofurlaun og gæti þannig dregið úr hraðanum á launahringekjunni í stjórnarherbergjunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Skattar og tollar Þórólfur Matthíasson Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kynnti umfangsmiklar tillögur í skattamálum þriðjudaginn nítjánda febrúar. Í tillögunum felst stefnubreyting hvað varðar uppbyggingu tekjuskattskerfisins: Skattþrepum er fjölgað og stefnt að nokkurri lækkun persónuafsláttar. Þeim fjármunum er varið til frekari lækkunar lægsta skattþrepsins en ella hefði orðið. Jafnframt er dregið úr umfangi samsköttunar hjóna/sambýlisfólks þar sem ekki er lengur hægt að samnýta skattþrep. Persónuafsláttur er þó áfram 100% yfirfæranlegur sem getur dregið mjög úr ávinningi tekjulágs maka að fara út á vinnumarkaðinn. Síðast en ekki síst eru ætlunin að lögfesta að viðmiðunartölur hækki í takt við verðlag og framleiðniþróun. Öll þessi atriði flytja tekjuskattskerfið íslenska í átt að tekjuskattskerfum nágranna okkar á Norðurlöndum. Breytingarnar eru því „ágætis byrjun“. Kostnaður ríkissjóðs vegna aðgerðanna er í samræmi við áform sem kynnt voru í fjárlagaáætlun og fjárlögum fyrir alllöngu síðan. Tillögunum var mætt með hurðaskellum og ókvæðisorðum af hálfu róttækasta hluta verkalýðshreyfingarinnar. Svo virðist sem aðiljar hafi átt von á að frásagnir í sjónvarpsauglýsingum af bágum kjörum láglaunafólks myndu fá ríkisstjórnina til að sprengja 2ja mánaða gamlan fjárlagaramma í tætlur án frekari umræðu. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að ríkisbankastjórar, forstjórar oháeffa og háeffa auk alþingismanna og ráðherra hafa notið drjúgra hækkana á gildistíma þeirra kjarasamninga sem nú eru útrunnir. Fyrir utanaðkomandi virðist sem þessar launahækkanir forstjóranna lúti lögmálum bræðranna Einbjörns, Tvíbjörns og Þríbjörns. Oháeff forstjóri situr kannski í stjórn háeffs og hækkar laun kollega síns sem síðan launar greiðann á næsta stjórnarfundi oháeffsins. Síðan eru laun alþingismanna hækkuð með vísan til hækkunar hinna. Hugtök eins og stöðugleiki eða framleiðni eða framleiðniaukning koma hvergi við sögu í þessari hringekju ástarinnar í stjórnarherbergjum atvinnulífsins. Fyrrverandi fjármálaráðherra reyndi að hægja á hringekjunni með eindregnum tilmælum. Það hafði svipuð áhrif og að biðja íþróttaálfinn að hætta að borða grænmeti. Sé ásetningur hins opinbera sá að hafa áhrif á launasetningu toppanna í atvinnulífinu duga bænarbréfin skammt. Því vakti það undirrituðum nokkra undrun að í skattatillögunum frá því á þriðjudag skyldi ekki settur á einhvers konar stöðugleikaskattur, til dæmis í því formi að á launatekjur umfram 30 milljónir króna á ári (2,5 milljónir á mánuði) legðist sérstakt stöðugleikaþrep á bilinu 55-70%. Þá kæmi einnig til álita að fara í smiðju til skattayfirvalda í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Þar er reglan sú að launakostnaður umfram 1 milljón dollara á ári hjá helstu stjórnendum fyrirtækja er ekki frádráttarbær frá skatti fyrirtækjanna (sjá https://www.stanfordlawreview.org/online/hidden-tax-cost-executive-compensation/). Slík regla, sem mætti kalla stöðugleikaframlag stórfyrirtækja, aðlöguð að íslenskum aðstæðum með lækkun viðmiðunarfjárhæða, ætti að geta minnkað vilja eigenda fyrirtækja til að greiða forstjórum ofurlaun og gæti þannig dregið úr hraðanum á launahringekjunni í stjórnarherbergjunum.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun