Bandaríkjamenn slökktu á „Tröllaverksmiðjunni“ fyrir þingkosningarnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. febrúar 2019 23:15 Höfuðstöðvar fyrirtækisins Internet Research Agency, eða Tröllaverksmiðjunnar, í Pétursborg. Vísir/AP Bandaríski herinn kom í veg fyrir að starfsmenn „Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu í St. Pétursborg í Rússlandi hefðu aðgang að internetinu í aðdraganda bandarísku þingkosninganna í vetur. Aðgerðin markar þáttaskil í tölvuvörnum Bandaríkjahers. Aðgerðirnar voru á vegum Miðstöðvar tölvuvarna Bandaríkjahers (US Cyber Command) en ráðist var gegn Internet Research Agency (IRA), sem nefnd hefur verið Tröllaverksmiðja Rússlands með vísun til nettrölla. Líkt og komið hefur fram í ákærum Robert Mueller, sérstaks saksóknara, er markmið starfsmanna IRA að hafa áhrif á stjórnmál annarra ríkja og kosningar. Þar á meðal í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgWashington Post hefur eftir fjölmörgum embættismönnum innan bandaríska stjórnkerfisins að markmið netárásar Bandaríkjahers á stofnunina hafi verið að koma í veg fyrir að starfsmönnum hennar tækist að hafa áhrif á þingkosningarnar í Bandaríkjunum.Stofnunin virðist hafa verið umfangsmikil í aðgerðum sínum til að hafa áhrif á bandarísku forsetakosningarnar árið 2016 en í aðdraganda og kjölfar þeirra kosninga keypti stofnunin rúmlega 3,500 auglýsingar á Facebook. Stærstum hluta þessa auglýsinga var ætlað að ýta undir kynþáttaólgu í Bandaríkjunum.„IRA var í raun bara fjarlægt af netinu,“ sagði einn heimildarmanna Washington Post. „Þeir lokuðu bara á þá.“Er þetta í fyrsta sinn sem Miðstöð tölvuvarna ræðst í slíkar aðgerðir frá því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, undirritaði lög sem veitir bandaríska hernum leyfi til þess að ráðast í umfangsmeiri tölvuárásir en áður hefur tíðkast.Sjá einnig: Rússnesk „tröll“ ýttu undir kynþáttaólgu í BandaríkjunumÁrásin var gerð á kjördag og dagana eftir kjördag til þess að koma í veg fyrir að stofnunin gæti hafi herferð til þess að sá efasemdarfræjum um úrslit kosninganna.Rússnesku nettröllin beittu sér á samfélagsmiðlumVísir/Getty.Óvíst er hvort aðgerðin muni hafa mikil áhrif til langs tíma að sögn sérfræðinga sem Post ræðir við en engu að síður sé ljóst að aðgerðir Bandaríkjahers hafi farið verulega í taugarnar á forvarsmönnum IRA, sem og starfsmönnum sem gátu lítið annað gert en að kvarta til tölvudeildar vegna netleysis. Bandarískar njósnastofnanir telja fullvíst að stofnunin starfi á vegum rússneskra yfirvalda, en Yevgeniy Viktorovich Prigozhin sem sagður er fjármagna starfsemi stofnunarinnar, er náin samverkamaður Vladimír Pútín Rússlandsforseta.Sjá einnig:Nota falsfréttir til að grafa undan vestrænu lýðræðiÞetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Miðstöð tölvuvarna Bandaríkjahers herjar á Tröllaverksmiðjunni.Í október á síðasta ári hófst herferðþar sem starfsmönnum IRA voru send skilaboð, tölvupóstar, smáskilaboð og ýmislegt fleira um að bandarískar njósnastofnanir hefðu upplýsingar um raunveruleg nöfn þeirra og að þeir ættu að halda sig fjarri því að blanda sér í málefni annarra ríkja.Er það sagt hafa orðið til þess að starfsmenn stofnunarinnar hafi farið fram á að framkvæmd yrði rannsókn á því innan stofnunarinnar hvort verið væri að leka persónulegum upplýsingum um starfsmenn hennar. Bandaríkin Rússarannsóknin Rússland Samfélagsmiðlar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Bandaríski herinn kom í veg fyrir að starfsmenn „Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu í St. Pétursborg í Rússlandi hefðu aðgang að internetinu í aðdraganda bandarísku þingkosninganna í vetur. Aðgerðin markar þáttaskil í tölvuvörnum Bandaríkjahers. Aðgerðirnar voru á vegum Miðstöðvar tölvuvarna Bandaríkjahers (US Cyber Command) en ráðist var gegn Internet Research Agency (IRA), sem nefnd hefur verið Tröllaverksmiðja Rússlands með vísun til nettrölla. Líkt og komið hefur fram í ákærum Robert Mueller, sérstaks saksóknara, er markmið starfsmanna IRA að hafa áhrif á stjórnmál annarra ríkja og kosningar. Þar á meðal í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgWashington Post hefur eftir fjölmörgum embættismönnum innan bandaríska stjórnkerfisins að markmið netárásar Bandaríkjahers á stofnunina hafi verið að koma í veg fyrir að starfsmönnum hennar tækist að hafa áhrif á þingkosningarnar í Bandaríkjunum.Stofnunin virðist hafa verið umfangsmikil í aðgerðum sínum til að hafa áhrif á bandarísku forsetakosningarnar árið 2016 en í aðdraganda og kjölfar þeirra kosninga keypti stofnunin rúmlega 3,500 auglýsingar á Facebook. Stærstum hluta þessa auglýsinga var ætlað að ýta undir kynþáttaólgu í Bandaríkjunum.„IRA var í raun bara fjarlægt af netinu,“ sagði einn heimildarmanna Washington Post. „Þeir lokuðu bara á þá.“Er þetta í fyrsta sinn sem Miðstöð tölvuvarna ræðst í slíkar aðgerðir frá því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, undirritaði lög sem veitir bandaríska hernum leyfi til þess að ráðast í umfangsmeiri tölvuárásir en áður hefur tíðkast.Sjá einnig: Rússnesk „tröll“ ýttu undir kynþáttaólgu í BandaríkjunumÁrásin var gerð á kjördag og dagana eftir kjördag til þess að koma í veg fyrir að stofnunin gæti hafi herferð til þess að sá efasemdarfræjum um úrslit kosninganna.Rússnesku nettröllin beittu sér á samfélagsmiðlumVísir/Getty.Óvíst er hvort aðgerðin muni hafa mikil áhrif til langs tíma að sögn sérfræðinga sem Post ræðir við en engu að síður sé ljóst að aðgerðir Bandaríkjahers hafi farið verulega í taugarnar á forvarsmönnum IRA, sem og starfsmönnum sem gátu lítið annað gert en að kvarta til tölvudeildar vegna netleysis. Bandarískar njósnastofnanir telja fullvíst að stofnunin starfi á vegum rússneskra yfirvalda, en Yevgeniy Viktorovich Prigozhin sem sagður er fjármagna starfsemi stofnunarinnar, er náin samverkamaður Vladimír Pútín Rússlandsforseta.Sjá einnig:Nota falsfréttir til að grafa undan vestrænu lýðræðiÞetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Miðstöð tölvuvarna Bandaríkjahers herjar á Tröllaverksmiðjunni.Í október á síðasta ári hófst herferðþar sem starfsmönnum IRA voru send skilaboð, tölvupóstar, smáskilaboð og ýmislegt fleira um að bandarískar njósnastofnanir hefðu upplýsingar um raunveruleg nöfn þeirra og að þeir ættu að halda sig fjarri því að blanda sér í málefni annarra ríkja.Er það sagt hafa orðið til þess að starfsmenn stofnunarinnar hafi farið fram á að framkvæmd yrði rannsókn á því innan stofnunarinnar hvort verið væri að leka persónulegum upplýsingum um starfsmenn hennar.
Bandaríkin Rússarannsóknin Rússland Samfélagsmiðlar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira