Dómur Heiðveigu í vil kom Bergi „verulega á óvart“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. febrúar 2019 21:03 Heiðveig María Einarsdóttir í Félagsdómi við meðferð málsins. Hún var ánægð með niðurstöðu Félagsdóms í dag. Vísir/vilhelm Bergur Þorkelsson gjaldkeri Sjómannafélags Íslands, SÍ, og sjálfkjörinn formaður félagsins segir dóm Félagsdóms í máli Heiðveigar Maríu Einarsdóttur á hendur SÍ vonbrigði. Sjómannafélagið var í Félagsdómi í dag dæmt til að greiða eina og hálfa milljón í sektargreiðslur vegna þess hvernig þeir stóðu að málum þeim sem sneru að framboði Heiðveigar Maríu. Stjórn félagsins fundar á morgun vegna málsins. Heiðveig María kærði félagið meðal annars fyrir ólögmætan brottrekstur og reglur sem kveða á um að ekki megi bjóða sig fram til trúnaðarstarfa innan félagsins án þess að hafa greitt félagsgjöld í þrjú ár. Hún hafði jafnframt ætlað að bjóða sig fram til formanns félagsins en það endaði með því að hún var rekin úr félaginu.Stjórn kemur saman á morgunBergur Þorkelsson er sjálfskipaður formaður SÍ en hann hefur verið gjaldkeri félagsins.skjáskot/kastljósBergur var nýbúinn að fá dóminn í hendurnar þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. Aðspurður um viðbrögð stjórnar Sjómannafélagsins við dómnum segir Bergur að ekki sé tímabært að segja nokkuð til um þau. Hann hafi þó boðað stjórnina á fund á morgun vegna málsins.En hvernig líst þér á dóminn við fyrstu sýn?„Niðurstaða dómsins kemur mér verulega á óvart og veldur mér vonbrigðum. En eins og ég segi, stjórn kemur saman á morgun.“Verulegrar tiltektar þörf Heiðveig María sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að í ljósi dómsniðurstöðunnar ætti að kjósa aftur í stjórn Sjómannafélagsins. „Þeir bæði brutu gegn sínum eigin lögum og gegn lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Að mínu mati er það mjög afgerandi. Svo fyrir utan þessa sektargreiðslu þá ætti að sjálfsögðu að fara í gegnum þetta ferli aftur.“Hvað segir þetta um félagið í þínum huga?„Dómurinn tekur mjög sterkt á því að það eru ólög í gangi, það er ósamræmi í lögunum. Gagnrýnin mín í upphafi er réttmæt og stenst. Það þarf verulega að taka til og menn þurfa bara að fara að vanda sig betur við þessi trúnaðarstörf, þ.e.a.s. að geta komið þessum lögum rétt frá sér og að það þurfi hreinlega bara að hreinsa til, kannski.“Viðtalið við Heiðveigu Maríu í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Félagar í SÍ búa sig til brottfarar Sýður á keipum í Sjómannafélagi Íslands. 3. janúar 2019 10:37 Þurfti að kalla Berg sérstaklega í réttarsalinn Aðalmeðferð í Sjómannafélags-málinu í Félagsdómi í gær. 30. janúar 2019 12:34 Sjómannafélagið dæmt til hárra sektargreiðslna Heiðveig María hrósar sigri í Félagsdómi. 26. febrúar 2019 15:46 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Sjá meira
Bergur Þorkelsson gjaldkeri Sjómannafélags Íslands, SÍ, og sjálfkjörinn formaður félagsins segir dóm Félagsdóms í máli Heiðveigar Maríu Einarsdóttur á hendur SÍ vonbrigði. Sjómannafélagið var í Félagsdómi í dag dæmt til að greiða eina og hálfa milljón í sektargreiðslur vegna þess hvernig þeir stóðu að málum þeim sem sneru að framboði Heiðveigar Maríu. Stjórn félagsins fundar á morgun vegna málsins. Heiðveig María kærði félagið meðal annars fyrir ólögmætan brottrekstur og reglur sem kveða á um að ekki megi bjóða sig fram til trúnaðarstarfa innan félagsins án þess að hafa greitt félagsgjöld í þrjú ár. Hún hafði jafnframt ætlað að bjóða sig fram til formanns félagsins en það endaði með því að hún var rekin úr félaginu.Stjórn kemur saman á morgunBergur Þorkelsson er sjálfskipaður formaður SÍ en hann hefur verið gjaldkeri félagsins.skjáskot/kastljósBergur var nýbúinn að fá dóminn í hendurnar þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. Aðspurður um viðbrögð stjórnar Sjómannafélagsins við dómnum segir Bergur að ekki sé tímabært að segja nokkuð til um þau. Hann hafi þó boðað stjórnina á fund á morgun vegna málsins.En hvernig líst þér á dóminn við fyrstu sýn?„Niðurstaða dómsins kemur mér verulega á óvart og veldur mér vonbrigðum. En eins og ég segi, stjórn kemur saman á morgun.“Verulegrar tiltektar þörf Heiðveig María sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að í ljósi dómsniðurstöðunnar ætti að kjósa aftur í stjórn Sjómannafélagsins. „Þeir bæði brutu gegn sínum eigin lögum og gegn lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Að mínu mati er það mjög afgerandi. Svo fyrir utan þessa sektargreiðslu þá ætti að sjálfsögðu að fara í gegnum þetta ferli aftur.“Hvað segir þetta um félagið í þínum huga?„Dómurinn tekur mjög sterkt á því að það eru ólög í gangi, það er ósamræmi í lögunum. Gagnrýnin mín í upphafi er réttmæt og stenst. Það þarf verulega að taka til og menn þurfa bara að fara að vanda sig betur við þessi trúnaðarstörf, þ.e.a.s. að geta komið þessum lögum rétt frá sér og að það þurfi hreinlega bara að hreinsa til, kannski.“Viðtalið við Heiðveigu Maríu í heild má sjá í spilaranum hér að neðan.
Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Félagar í SÍ búa sig til brottfarar Sýður á keipum í Sjómannafélagi Íslands. 3. janúar 2019 10:37 Þurfti að kalla Berg sérstaklega í réttarsalinn Aðalmeðferð í Sjómannafélags-málinu í Félagsdómi í gær. 30. janúar 2019 12:34 Sjómannafélagið dæmt til hárra sektargreiðslna Heiðveig María hrósar sigri í Félagsdómi. 26. febrúar 2019 15:46 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Sjá meira
Þurfti að kalla Berg sérstaklega í réttarsalinn Aðalmeðferð í Sjómannafélags-málinu í Félagsdómi í gær. 30. janúar 2019 12:34
Sjómannafélagið dæmt til hárra sektargreiðslna Heiðveig María hrósar sigri í Félagsdómi. 26. febrúar 2019 15:46