Veðurtepptir ljósmyndarar láta veðrið ekki á sig fá Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. febrúar 2019 12:15 Það er töluvert hvassviðri í Mývatnssveit. Mynd/Yngvi Ragnar Kristjánsson Stór hópur erlendra ljósmyndara bíður nú af sér óveðrið sem gengur yfir landið á Sel Hóteli við Mývatn. Bálhvasst er í Mývatnssveit en ferðamennirnir eru hinir rólegustu að sögn hótelstjórans. Líkt og komið hefur fram er er appelsínugul viðvörun í gildi fyrir stóran hluta landsins í dag vegna mikils hvassviðris sem gengur nú yfir landið. Þar er Mývatnssveit engin undantekning. „Það er býsna sterkur vindur, suðvestanvindur og ég er að horfa hérna á flaggstöng fyrir utan hótelið og hún svignar nú ágætlega. Eins sér maður hérna upp þar þar sem ekki er frosið á vatninu að það rýkur alveg af vatninu. Þannig að það er býsna mikill vindur,“ segir Yngvi Ragnar Kristjánsson hótelstjóri Sels Hótels.Sjá einnig:Óveður gengur yfir landið Um fimmtíu manns bíða nú á hótelinu eftir að veðrinu slotar, þar á meðal tveir hópar áhugaljósmyndara sem nýta tímann í annað á meðan veðrið geisar.Ferðamennirnir eru hinir rólegustu yfir veðurofsanum.Mynd/Yngvi Ragnar Kristjánsson„Við ráðlögðum flestum eða öllum sem eru á hótelinu hjá okkur að doka fram eftir degi og leyfa mesta vindinum að fara yfir. Það eru allir bara rólegir hérna. Það eru tveir myndatökuhópar og þeir fóru báðir bara í innivinnu,“ segir Yngvi Ragnar. Sumir hafa þó ákveðið að halda af stað en helstu vegir á Norðurlandi eru nokkuð greiðfærir ef frá er talið hvassviðrið. „Það eru nokkrir sem hafa farið og við höfum bara farið yfir það með þeim á staðkunnugan hátt hvar eru sviptivindar og annað og beðið fólk um að fara varlega. Flestir eru nú bara rólegir og bíða fram yfir hádegi og sjá hvernig veðrið gengur yfir,“ segir Yngvi Ragnar. Á þessum árstíma eru Mývetningar þó vanari snjókomu og frosti, fremur en hlýindum og hvassviðri. „Það koma alls konar veður í Mývatnssveit. Við erum miklu vanari miklum frostum og snjóum en þetta veður er eiginlega hiti og hlýindi og er að taka allan snjóinn þannig að þetta er svona öfugsnúið veður fyrir okkar.“ Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Veður Tengdar fréttir Rétt að vera við öllu búin í óveðrinu Nú er skollið á óveður á ríflega helmingi landsins og segir veðurfræðingur að það megi „nánast draga línu frá Suðurlandi til norðausturs af Tröllaskaga. 26. febrúar 2019 06:55 Skólahald fellur niður í Hlíðarskóla á Akureyri Skólahald fellur niður í Hlíðarskóla í Skjaldarvík á Akureyri í dag vegna veðurs. 26. febrúar 2019 07:43 Vaktin: Óveður gengur yfir landið Appelsínugul viðvörun í gildi fyrir Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Suðausturland og Miðhálendi. 26. febrúar 2019 08:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Stór hópur erlendra ljósmyndara bíður nú af sér óveðrið sem gengur yfir landið á Sel Hóteli við Mývatn. Bálhvasst er í Mývatnssveit en ferðamennirnir eru hinir rólegustu að sögn hótelstjórans. Líkt og komið hefur fram er er appelsínugul viðvörun í gildi fyrir stóran hluta landsins í dag vegna mikils hvassviðris sem gengur nú yfir landið. Þar er Mývatnssveit engin undantekning. „Það er býsna sterkur vindur, suðvestanvindur og ég er að horfa hérna á flaggstöng fyrir utan hótelið og hún svignar nú ágætlega. Eins sér maður hérna upp þar þar sem ekki er frosið á vatninu að það rýkur alveg af vatninu. Þannig að það er býsna mikill vindur,“ segir Yngvi Ragnar Kristjánsson hótelstjóri Sels Hótels.Sjá einnig:Óveður gengur yfir landið Um fimmtíu manns bíða nú á hótelinu eftir að veðrinu slotar, þar á meðal tveir hópar áhugaljósmyndara sem nýta tímann í annað á meðan veðrið geisar.Ferðamennirnir eru hinir rólegustu yfir veðurofsanum.Mynd/Yngvi Ragnar Kristjánsson„Við ráðlögðum flestum eða öllum sem eru á hótelinu hjá okkur að doka fram eftir degi og leyfa mesta vindinum að fara yfir. Það eru allir bara rólegir hérna. Það eru tveir myndatökuhópar og þeir fóru báðir bara í innivinnu,“ segir Yngvi Ragnar. Sumir hafa þó ákveðið að halda af stað en helstu vegir á Norðurlandi eru nokkuð greiðfærir ef frá er talið hvassviðrið. „Það eru nokkrir sem hafa farið og við höfum bara farið yfir það með þeim á staðkunnugan hátt hvar eru sviptivindar og annað og beðið fólk um að fara varlega. Flestir eru nú bara rólegir og bíða fram yfir hádegi og sjá hvernig veðrið gengur yfir,“ segir Yngvi Ragnar. Á þessum árstíma eru Mývetningar þó vanari snjókomu og frosti, fremur en hlýindum og hvassviðri. „Það koma alls konar veður í Mývatnssveit. Við erum miklu vanari miklum frostum og snjóum en þetta veður er eiginlega hiti og hlýindi og er að taka allan snjóinn þannig að þetta er svona öfugsnúið veður fyrir okkar.“
Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Veður Tengdar fréttir Rétt að vera við öllu búin í óveðrinu Nú er skollið á óveður á ríflega helmingi landsins og segir veðurfræðingur að það megi „nánast draga línu frá Suðurlandi til norðausturs af Tröllaskaga. 26. febrúar 2019 06:55 Skólahald fellur niður í Hlíðarskóla á Akureyri Skólahald fellur niður í Hlíðarskóla í Skjaldarvík á Akureyri í dag vegna veðurs. 26. febrúar 2019 07:43 Vaktin: Óveður gengur yfir landið Appelsínugul viðvörun í gildi fyrir Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Suðausturland og Miðhálendi. 26. febrúar 2019 08:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Rétt að vera við öllu búin í óveðrinu Nú er skollið á óveður á ríflega helmingi landsins og segir veðurfræðingur að það megi „nánast draga línu frá Suðurlandi til norðausturs af Tröllaskaga. 26. febrúar 2019 06:55
Skólahald fellur niður í Hlíðarskóla á Akureyri Skólahald fellur niður í Hlíðarskóla í Skjaldarvík á Akureyri í dag vegna veðurs. 26. febrúar 2019 07:43
Vaktin: Óveður gengur yfir landið Appelsínugul viðvörun í gildi fyrir Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Suðausturland og Miðhálendi. 26. febrúar 2019 08:00
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent