Ráðast í aðgerðir eftir svik Procar Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. febrúar 2019 10:38 Frá samstarfsfundinum í húsakynnum FÍB. Frá vinstri: Björn Kristjánsson og Runólfur Ólafsson frá FÍB, Breki Karlsson frá Neytendasamtökunum, Óðinn Valdimarsson og Þórir Skarphéðinsson frá Bílgreinasambandinu, Jóhannes Þór Skúlason frá SAF, Þórhildur Elín Elínarsdóttir, Guðmundur Helgason og Þórólfur Árnason frá Samgöngustofu. Aðsend Bílgreinasambandið mun innan tíðar opna fyrir aðgang að ökutækjaskrá þar sem hægt verður að kanna hvort tiltekinn bíll hafi verið til umráða hjá bílaleigu en í eigu fjármögnunarfyrirtækis. Skráin verður aðgengileg á vefsíðu sambandsins en auk hennar verður hægt að sjá skoðunarferil bílsins á síðunni, en upplýsingar um umráðamenn eru alla jafna ekki sýnilegar almenningi. Þetta er meðal niðurstaðna fundar Félags íslenskra bifreiðaeigenda, Samtaka ferðaþjónustunnar, Neytendasamtakanna, Bílgreinasambandsins og Samgöngustofu sem fram fór fyrir helgi. Í tilkynningu sem send var út vegna fundarins kemur fram að á efnisskránni hafi verið umræður um hvernig megi bregðast við því óöryggi og tjóni sem hefur skapast vegna ólögmætrar sölu bílaleigubíla með falsaðri kílómetrastöðu. Auk þess ræddu fulltrúar fyrrnefndra félaga um leiðir til að endurheimta traust almennings og vinna að úrbótum til framtíðar. Fram á að hafa komið hjá fulltrúum Samgöngustofu á fundinum að í þessari viku verði bréf sent til allra 140 skráðra bílaleiga. Í því verði óskað eftir upplýsingum um fyrirkomulag skráninga á kílómetrastöðu og hvernig best sé að koma í veg fyrir svik af því tagi sem hér um ræðir.Ökutækjaskrá breytt „Samgöngustofa ítrekar að opinbert eftirlit geti aldrei komið að fullu í veg fyrir brotastarfsemi. Aftur á móti geti verið ástæða til að gera úttektir með stikkprufum,“ segir í tilkynningunni og bætt við að Samgöngustofa muni jafnframt ráðast í breytingar á ökutækjaskrá þannig að ef kílómetrastaða er skráð lægri við skoðun en áður, þá verði sérstök athygli vakin á því. Fundarmenn eru sagðir hafa verið sammála um að hvetja lögreglu til að hraða rannsókn á þeim svikamálum sem upp hafa komið. Sem fyrst þyrfti að komast til botns í því við hvaða bíla hefði verið átt og hvort slík vinnubrögð hefðu verið stunduð víðar en hjá Procar. Með því væri hægt að ganga úr skugga um umfang svikanna að mati fundarmanna og aðstoða fólk við að leita réttar síns. Á fundinum á einhver viðstaddra að hafa bent á að hér á landi væru um 25 þúsund skráðir bílaleigubílar en grunur um falsaða kílómetrastöðu beindist aðeins að nokkur hundruð þeirra. „Ákveðið var að hittast aftur fljótlega til að meta framvinduna. Vonast er til að þetta samstarf marki upphaf að vinnu til framtíðar til að tryggja sem best hag neytenda á markaði með alla notaða bíla,“ segir auk þess í tilkynningunni. Bílaleigur Ferðamennska á Íslandi Procar Tengdar fréttir Skora á stjórnvöld að bregðast við mælasvindlinu af fullri hörku Neytendasamtökin segja að aðgerðir eins aðila hafi rúið heila atvinnugrein trausti. 20. febrúar 2019 21:31 Grunaði Procar aldrei og telur sig illa svikinn Jóhann Lövdal, eigandi bílasölunnar Bílamarkaðarins, segir tíðindin af áralöngu svindli Procar þar sem stöðu á kílómetramæli bílaleigubíla var breytt, áfall fyrir stétt bílasala. 14. febrúar 2019 15:15 Ekkert eftirlit með kílómetrastöðu bíla Samgöngustofa segir koma til greina að svipta bílaleigur rekstrarleyfi sem ekki geta veitt fullnægjandi skýringar á misræmi upplýsinga um kílómetrastöðu bíla. Skoðun fréttastofu leiðir í ljós að mikill munur getur verið á stöðu mæla í bílum á milli skoðana. 20. febrúar 2019 21:15 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Sjá meira
Bílgreinasambandið mun innan tíðar opna fyrir aðgang að ökutækjaskrá þar sem hægt verður að kanna hvort tiltekinn bíll hafi verið til umráða hjá bílaleigu en í eigu fjármögnunarfyrirtækis. Skráin verður aðgengileg á vefsíðu sambandsins en auk hennar verður hægt að sjá skoðunarferil bílsins á síðunni, en upplýsingar um umráðamenn eru alla jafna ekki sýnilegar almenningi. Þetta er meðal niðurstaðna fundar Félags íslenskra bifreiðaeigenda, Samtaka ferðaþjónustunnar, Neytendasamtakanna, Bílgreinasambandsins og Samgöngustofu sem fram fór fyrir helgi. Í tilkynningu sem send var út vegna fundarins kemur fram að á efnisskránni hafi verið umræður um hvernig megi bregðast við því óöryggi og tjóni sem hefur skapast vegna ólögmætrar sölu bílaleigubíla með falsaðri kílómetrastöðu. Auk þess ræddu fulltrúar fyrrnefndra félaga um leiðir til að endurheimta traust almennings og vinna að úrbótum til framtíðar. Fram á að hafa komið hjá fulltrúum Samgöngustofu á fundinum að í þessari viku verði bréf sent til allra 140 skráðra bílaleiga. Í því verði óskað eftir upplýsingum um fyrirkomulag skráninga á kílómetrastöðu og hvernig best sé að koma í veg fyrir svik af því tagi sem hér um ræðir.Ökutækjaskrá breytt „Samgöngustofa ítrekar að opinbert eftirlit geti aldrei komið að fullu í veg fyrir brotastarfsemi. Aftur á móti geti verið ástæða til að gera úttektir með stikkprufum,“ segir í tilkynningunni og bætt við að Samgöngustofa muni jafnframt ráðast í breytingar á ökutækjaskrá þannig að ef kílómetrastaða er skráð lægri við skoðun en áður, þá verði sérstök athygli vakin á því. Fundarmenn eru sagðir hafa verið sammála um að hvetja lögreglu til að hraða rannsókn á þeim svikamálum sem upp hafa komið. Sem fyrst þyrfti að komast til botns í því við hvaða bíla hefði verið átt og hvort slík vinnubrögð hefðu verið stunduð víðar en hjá Procar. Með því væri hægt að ganga úr skugga um umfang svikanna að mati fundarmanna og aðstoða fólk við að leita réttar síns. Á fundinum á einhver viðstaddra að hafa bent á að hér á landi væru um 25 þúsund skráðir bílaleigubílar en grunur um falsaða kílómetrastöðu beindist aðeins að nokkur hundruð þeirra. „Ákveðið var að hittast aftur fljótlega til að meta framvinduna. Vonast er til að þetta samstarf marki upphaf að vinnu til framtíðar til að tryggja sem best hag neytenda á markaði með alla notaða bíla,“ segir auk þess í tilkynningunni.
Bílaleigur Ferðamennska á Íslandi Procar Tengdar fréttir Skora á stjórnvöld að bregðast við mælasvindlinu af fullri hörku Neytendasamtökin segja að aðgerðir eins aðila hafi rúið heila atvinnugrein trausti. 20. febrúar 2019 21:31 Grunaði Procar aldrei og telur sig illa svikinn Jóhann Lövdal, eigandi bílasölunnar Bílamarkaðarins, segir tíðindin af áralöngu svindli Procar þar sem stöðu á kílómetramæli bílaleigubíla var breytt, áfall fyrir stétt bílasala. 14. febrúar 2019 15:15 Ekkert eftirlit með kílómetrastöðu bíla Samgöngustofa segir koma til greina að svipta bílaleigur rekstrarleyfi sem ekki geta veitt fullnægjandi skýringar á misræmi upplýsinga um kílómetrastöðu bíla. Skoðun fréttastofu leiðir í ljós að mikill munur getur verið á stöðu mæla í bílum á milli skoðana. 20. febrúar 2019 21:15 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Sjá meira
Skora á stjórnvöld að bregðast við mælasvindlinu af fullri hörku Neytendasamtökin segja að aðgerðir eins aðila hafi rúið heila atvinnugrein trausti. 20. febrúar 2019 21:31
Grunaði Procar aldrei og telur sig illa svikinn Jóhann Lövdal, eigandi bílasölunnar Bílamarkaðarins, segir tíðindin af áralöngu svindli Procar þar sem stöðu á kílómetramæli bílaleigubíla var breytt, áfall fyrir stétt bílasala. 14. febrúar 2019 15:15
Ekkert eftirlit með kílómetrastöðu bíla Samgöngustofa segir koma til greina að svipta bílaleigur rekstrarleyfi sem ekki geta veitt fullnægjandi skýringar á misræmi upplýsinga um kílómetrastöðu bíla. Skoðun fréttastofu leiðir í ljós að mikill munur getur verið á stöðu mæla í bílum á milli skoðana. 20. febrúar 2019 21:15