Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. febrúar 2019 19:49 Jeremy Corbyn er leiðtogi Verkamannaflokksins. Vísir/Getty Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram.Breskir fjölmiðlar greina frá og vísa í yfirlýsingu frá Verkamannaflokknum. Þar segir að markmið flokksins sé að koma í veg fyrir að Bretland yfirgefi Evrópusambandið án samnings við ESB auk þess sem flokkurinn hafi ekki mikla trú á að Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, takist að landa viðunandi samningi sem njóti stuðnings þingmanna. Aðeins er rúmlega mánuður þangað til Bretland mun yfirgefa Evrópusambandið og hefur May staðið í ströngu við að reyna að semja við ESB um breytingar á samningi um skilmála útgöngu Bretlands úr ESB, án árangurs.Guardian greinir frá því að fyrst um sinn muni forysta Verkamnnaflokksins beita sér fyrir því að breytingartillögur flokksins við Brexit-samningi forsætisráðherrans verði samþykktar, en þær fela meðal annars í sér að dagsetningu Brexit verði frestað náist ekki samningur fyrir 29. mars. Nái þær ekki fram að ganga muni flokkurinn snúa sér að því að haldin verði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. Skiptar skoðanir eru þó um málið innan Verkamannaflokksins en í frétt Guardian segir að búist sé við því að fjöldi þingmanna flokksins muni sitja hjá eða greiða atkvæði gegn tillögu um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu. Níu þingmenn hafa yfirgefið flokkinn á síðustu dögum, meðal annars vegna ósættis um stefnu flokksins í Brexit-málum. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Vilja fresta útgöngu Bretlands úr ESB náist samningar ekki Ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May telja betra að fresta útgöngu en að hrynja út úr ESB án samnings. 22. febrúar 2019 23:30 Atkvæðagreiðslu þingsins um Brexit frestað Bretland mun ganga út úr Evrópusambandinu 29. mars. 24. febrúar 2019 16:49 Merkel og May ræddu um að fresta Brexit Forsætisráðherra Bretland og kanslari Þýskalands hittust á leiðtogafundi ESB og Arababandalagsins í Egyptalandi. 25. febrúar 2019 10:09 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram.Breskir fjölmiðlar greina frá og vísa í yfirlýsingu frá Verkamannaflokknum. Þar segir að markmið flokksins sé að koma í veg fyrir að Bretland yfirgefi Evrópusambandið án samnings við ESB auk þess sem flokkurinn hafi ekki mikla trú á að Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, takist að landa viðunandi samningi sem njóti stuðnings þingmanna. Aðeins er rúmlega mánuður þangað til Bretland mun yfirgefa Evrópusambandið og hefur May staðið í ströngu við að reyna að semja við ESB um breytingar á samningi um skilmála útgöngu Bretlands úr ESB, án árangurs.Guardian greinir frá því að fyrst um sinn muni forysta Verkamnnaflokksins beita sér fyrir því að breytingartillögur flokksins við Brexit-samningi forsætisráðherrans verði samþykktar, en þær fela meðal annars í sér að dagsetningu Brexit verði frestað náist ekki samningur fyrir 29. mars. Nái þær ekki fram að ganga muni flokkurinn snúa sér að því að haldin verði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. Skiptar skoðanir eru þó um málið innan Verkamannaflokksins en í frétt Guardian segir að búist sé við því að fjöldi þingmanna flokksins muni sitja hjá eða greiða atkvæði gegn tillögu um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu. Níu þingmenn hafa yfirgefið flokkinn á síðustu dögum, meðal annars vegna ósættis um stefnu flokksins í Brexit-málum.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Vilja fresta útgöngu Bretlands úr ESB náist samningar ekki Ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May telja betra að fresta útgöngu en að hrynja út úr ESB án samnings. 22. febrúar 2019 23:30 Atkvæðagreiðslu þingsins um Brexit frestað Bretland mun ganga út úr Evrópusambandinu 29. mars. 24. febrúar 2019 16:49 Merkel og May ræddu um að fresta Brexit Forsætisráðherra Bretland og kanslari Þýskalands hittust á leiðtogafundi ESB og Arababandalagsins í Egyptalandi. 25. febrúar 2019 10:09 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Vilja fresta útgöngu Bretlands úr ESB náist samningar ekki Ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May telja betra að fresta útgöngu en að hrynja út úr ESB án samnings. 22. febrúar 2019 23:30
Atkvæðagreiðslu þingsins um Brexit frestað Bretland mun ganga út úr Evrópusambandinu 29. mars. 24. febrúar 2019 16:49
Merkel og May ræddu um að fresta Brexit Forsætisráðherra Bretland og kanslari Þýskalands hittust á leiðtogafundi ESB og Arababandalagsins í Egyptalandi. 25. febrúar 2019 10:09