R. Kelly heldur fram sakleysi sínu Sylvía Hall skrifar 25. febrúar 2019 18:45 Kelly gefur sig fram við lögreglu á föstudag. Vísir/Getty Tónlistarmaðurinn R. Kelly hafnar öllum ásökunum í sinn garð og heldur fram sakleysi sínu en Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot gegn fjórum konum, þar af eru níu brot gegn stúlkum undir lögaldri. Sjá einnig: R. Kelly handtekinn í Chicago Handtökuskipun var gefin út á hendur R. Kelly á föstudag og gaf hann sig fram við lögregluyfirvöld í Chicago í kjölfarið. Hann var leiddur fyrir dómara í dag eftir að hafa eytt helginni í fangelsinu í Cook-sýslu. Á laugardag var tryggingargjald hans ákvarðað og nemur það einni milljón Bandaríkjadala eða rúmlega 120 milljónum íslenskra króna. BREAKING: Attorney pleads not guilty on behalf of R&B singer R. Kelly, who faces 10 counts of aggravated sexual abuse. — The Associated Press (@AP) 25 February 2019 Steven Greenberg, lögmaður tónlistarmannsins, sagði í samtali við fréttamenn á laugardaginn að skjólstæðingur hans væri saklaus, hann væri rokkstjarna og þyrfti því ekki að stunda „ósamþykkt kynlíf“.Steven Greenberg, lögmaður R. Kelly.Vísir/GettyFleiri myndbönd líta dagsins ljósMichael Avenatti er lögmaður sex fórnarlamba Kelly. Hann segist hafa nú þegar afhent saksóknara eitt myndband sem sýni Kelly í kynlífsathöfnum við ólögráða stúlku og hyggst afhenda annað myndband sem færi sönnur fyrir brotum Kelly.I can confirm that we will be providing a second video showing R. Kelly engaged in sexual assault of a minor to prosecutors this morning. This tape was recently uncovered in connection with our ongoing nationwide investigation on behalf of victims. Justice must be done. — Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) 25 February 2019 „Ég get staðfest að við munum afhenda annað myndband sem sýnir að R. Kelly tók þátt í kynferðislegri árás á ólögráða stúlku,“ skrifaði Avenatti á Twitter-síðu sína og sagði myndbandið hafa komið í ljós eftir að farið var að rannsaka brot Kelly á landsvísu. Þá segir hann mikilvægt að réttlætinu sé fullnægt. Avenatti deildi skjáskotum úr einu myndbandinu á Twitter-síðu sinni á föstudag. Þá segir hann það vera ljóst að Kelly var meðvitaður um aldur fórnarlambsins en hún kallar hann ítrekað „pabba“ í myndbandinu og hann minnist á að hún sé aðeins fjórtán ára gömul í rúmlega tíu skipti. Á blaðamannafundi sem Avenatti hélt í kjölfar birtingu skjáskotanna segir hann myndbandið einnig sýna Kelly í munnmökum við stúlkuna, samförum og endaþarmsmökum. Verði Kelly sakfelldur í öllum ákæruliðum gæti hann átt yfir höfði sér allt að sjötíu ára fangelsi þar sem hvert brot nemur um sjö ára refsingu. Bandaríkin MeToo Mál R. Kelly Tengdar fréttir R. Kelly handtekinn í Chicago R. Kelly var handtekinn í Chicago í gærkvöldi. 23. febrúar 2019 09:54 Handtökuskipun vegna kynferðisbrota gefin út gegn R. Kelly Saksóknarar í Illinois hafa gefið út ákæru í tíu liðum vegna alvarlegra kynferðisbrota gegn unglingsstúlkum. 22. febrúar 2019 19:11 R. Kelly ekki látinn laus nema gegn milljón dollara tryggingu Kelly var handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn fjórum konum, þar af þremur undir lögaldri. 23. febrúar 2019 21:53 Tvær konur til viðbótar saka R.Kelly um kynferðisbrot Tvær konur, þær Rochelle Washington og Latresa Scaff, hafa nú stigið fram og lýst kynferðisofbeldi sem þær segja að bandaríski tónlistarmaðurinn Robert Sylvester Kelly, betur þekktur sem R.Kelly, hafi beitt þær á tíunda áratug síðustu aldar. 21. febrúar 2019 23:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Tónlistarmaðurinn R. Kelly hafnar öllum ásökunum í sinn garð og heldur fram sakleysi sínu en Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot gegn fjórum konum, þar af eru níu brot gegn stúlkum undir lögaldri. Sjá einnig: R. Kelly handtekinn í Chicago Handtökuskipun var gefin út á hendur R. Kelly á föstudag og gaf hann sig fram við lögregluyfirvöld í Chicago í kjölfarið. Hann var leiddur fyrir dómara í dag eftir að hafa eytt helginni í fangelsinu í Cook-sýslu. Á laugardag var tryggingargjald hans ákvarðað og nemur það einni milljón Bandaríkjadala eða rúmlega 120 milljónum íslenskra króna. BREAKING: Attorney pleads not guilty on behalf of R&B singer R. Kelly, who faces 10 counts of aggravated sexual abuse. — The Associated Press (@AP) 25 February 2019 Steven Greenberg, lögmaður tónlistarmannsins, sagði í samtali við fréttamenn á laugardaginn að skjólstæðingur hans væri saklaus, hann væri rokkstjarna og þyrfti því ekki að stunda „ósamþykkt kynlíf“.Steven Greenberg, lögmaður R. Kelly.Vísir/GettyFleiri myndbönd líta dagsins ljósMichael Avenatti er lögmaður sex fórnarlamba Kelly. Hann segist hafa nú þegar afhent saksóknara eitt myndband sem sýni Kelly í kynlífsathöfnum við ólögráða stúlku og hyggst afhenda annað myndband sem færi sönnur fyrir brotum Kelly.I can confirm that we will be providing a second video showing R. Kelly engaged in sexual assault of a minor to prosecutors this morning. This tape was recently uncovered in connection with our ongoing nationwide investigation on behalf of victims. Justice must be done. — Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) 25 February 2019 „Ég get staðfest að við munum afhenda annað myndband sem sýnir að R. Kelly tók þátt í kynferðislegri árás á ólögráða stúlku,“ skrifaði Avenatti á Twitter-síðu sína og sagði myndbandið hafa komið í ljós eftir að farið var að rannsaka brot Kelly á landsvísu. Þá segir hann mikilvægt að réttlætinu sé fullnægt. Avenatti deildi skjáskotum úr einu myndbandinu á Twitter-síðu sinni á föstudag. Þá segir hann það vera ljóst að Kelly var meðvitaður um aldur fórnarlambsins en hún kallar hann ítrekað „pabba“ í myndbandinu og hann minnist á að hún sé aðeins fjórtán ára gömul í rúmlega tíu skipti. Á blaðamannafundi sem Avenatti hélt í kjölfar birtingu skjáskotanna segir hann myndbandið einnig sýna Kelly í munnmökum við stúlkuna, samförum og endaþarmsmökum. Verði Kelly sakfelldur í öllum ákæruliðum gæti hann átt yfir höfði sér allt að sjötíu ára fangelsi þar sem hvert brot nemur um sjö ára refsingu.
Bandaríkin MeToo Mál R. Kelly Tengdar fréttir R. Kelly handtekinn í Chicago R. Kelly var handtekinn í Chicago í gærkvöldi. 23. febrúar 2019 09:54 Handtökuskipun vegna kynferðisbrota gefin út gegn R. Kelly Saksóknarar í Illinois hafa gefið út ákæru í tíu liðum vegna alvarlegra kynferðisbrota gegn unglingsstúlkum. 22. febrúar 2019 19:11 R. Kelly ekki látinn laus nema gegn milljón dollara tryggingu Kelly var handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn fjórum konum, þar af þremur undir lögaldri. 23. febrúar 2019 21:53 Tvær konur til viðbótar saka R.Kelly um kynferðisbrot Tvær konur, þær Rochelle Washington og Latresa Scaff, hafa nú stigið fram og lýst kynferðisofbeldi sem þær segja að bandaríski tónlistarmaðurinn Robert Sylvester Kelly, betur þekktur sem R.Kelly, hafi beitt þær á tíunda áratug síðustu aldar. 21. febrúar 2019 23:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Handtökuskipun vegna kynferðisbrota gefin út gegn R. Kelly Saksóknarar í Illinois hafa gefið út ákæru í tíu liðum vegna alvarlegra kynferðisbrota gegn unglingsstúlkum. 22. febrúar 2019 19:11
R. Kelly ekki látinn laus nema gegn milljón dollara tryggingu Kelly var handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn fjórum konum, þar af þremur undir lögaldri. 23. febrúar 2019 21:53
Tvær konur til viðbótar saka R.Kelly um kynferðisbrot Tvær konur, þær Rochelle Washington og Latresa Scaff, hafa nú stigið fram og lýst kynferðisofbeldi sem þær segja að bandaríski tónlistarmaðurinn Robert Sylvester Kelly, betur þekktur sem R.Kelly, hafi beitt þær á tíunda áratug síðustu aldar. 21. febrúar 2019 23:50