Ruddaskapur og villimennska á Sinfóníutónleikum Jónas Sen skrifar 25. febrúar 2019 21:30 Leikur Sæunnar einkenndist af tilfinningadýpt og skáldskap. Ég fylgdist aðeins með Eurovision undankeppninni. Þar var athyglisvert að upplifa að lög sem höfðu komið ágætlega út í stúdíóútgáfu hljómuðu miklu verr í lifandi flutningi. Hljóðið hjá RÚV var afleitt en ekki bara það; flytjendur voru sumir hverjir ekki upp á sitt besta. Ekki ósvipaða sögu er að segja um hið tíu ára gamla verk Daníels Bjarnasonar, Bow to String, sem var flutt á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið. Einleikari var Sæunn Þorsteinsdóttir og stjórnandi Daníel sjálfur. Tónsmíðin var upphaflega samin fyrir Sæunni og hljómaði fyrst á geisladiskinum Processions. Hann kom Daníel á kortið sem tónskáldi. Bow to String eins og það kemur fyrir á geisladiskinum samanstendur af mörgum rásum mismunandi sellóradda. Þær eru allar leiknar af Sæunni. Raddirnar eru settar saman svo úr verður strengjasveit. Fyrir ofan trónir sellóeinleikur, líka í höndunum á Sæunni. Tónsmíðin á geisladiskinum hefur yfir sér eins konar myrkan sjarma. Tónmálið er dökkt og einmanalegt, þrungið depurð og angist. Dimmur hljómur sellósins magnar upp andrúmsloftið. Fjölföldunin á einum sellóleikara gefur tónlistinni síðan fókus sem hittir beint í mark. Á tónleikunum á fimmtudagskvöldið var þessu ekki fyrir að fara. Borin var fram útsetning þar sem sellósveitin var orðin að heilli hljómsveit. Hún náði aldrei einbeitingu frumgerðarinnar. Raddsetningin var of víðfeðm og raddirnar sundurleitar sem hafði þær afleiðingar að tónlistin varð flöt. Leikur hljómsveitarinnar hefði líka mátt vera markvissari í sjálfu sér. Strengjaplokk var t.d. ónákvæmt á viðkvæmum stað, og samspil einleikara og hinna stundum bjagað. Sæunn sjálf spilaði þó firnavel. Leikur hennar einkenndist af tilfinningadýpt og skáldskap. Tæknilegar hliðar voru eins og best verður á kosið, tónarnir hreinir og fagurlega mótaðir. Annað á tónleikunum kom ágætlega út. Fratres eftir Arvo Pärt var leikið af fágun eins og ofurviðkvæm tónlistin krafðist. Það gerist ekki mikið í henni, en stemningin er grípandi. Hún skilaði sér fullkomlega á tónleikunum. Vorblótið eftir Stravinsky, lokatónsmíðin á efnisskránni, var líka skemmtilegt. Það olli straumhvörfum í tónlistarsögunni þegar það var frumflutt í París árið 1913. Tónlistin var allt öðru vísi en þá þekktist, fólki fannst hún ruddaskapur og villimennska. Hneykslunin var slík að slagsmál brutust út í salnum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan, en tónlistin hljómaði furðufersk í höndunum á hljómsveitinni undir öruggri stjórn Daníels. Hrynjandin var hárnákvæm og hvöss, krafturinn ógurlegur. Tréblásturinn var fullur af sannfærandi litbrigðum og óvanalega stór sveit hornleikara var með allt sitt á hreinu. Í heild var leikur hljómsveitarinnar glæsilegur og endirinn ótrúlega flottur. Þetta var frábært. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Ég fylgdist aðeins með Eurovision undankeppninni. Þar var athyglisvert að upplifa að lög sem höfðu komið ágætlega út í stúdíóútgáfu hljómuðu miklu verr í lifandi flutningi. Hljóðið hjá RÚV var afleitt en ekki bara það; flytjendur voru sumir hverjir ekki upp á sitt besta. Ekki ósvipaða sögu er að segja um hið tíu ára gamla verk Daníels Bjarnasonar, Bow to String, sem var flutt á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið. Einleikari var Sæunn Þorsteinsdóttir og stjórnandi Daníel sjálfur. Tónsmíðin var upphaflega samin fyrir Sæunni og hljómaði fyrst á geisladiskinum Processions. Hann kom Daníel á kortið sem tónskáldi. Bow to String eins og það kemur fyrir á geisladiskinum samanstendur af mörgum rásum mismunandi sellóradda. Þær eru allar leiknar af Sæunni. Raddirnar eru settar saman svo úr verður strengjasveit. Fyrir ofan trónir sellóeinleikur, líka í höndunum á Sæunni. Tónsmíðin á geisladiskinum hefur yfir sér eins konar myrkan sjarma. Tónmálið er dökkt og einmanalegt, þrungið depurð og angist. Dimmur hljómur sellósins magnar upp andrúmsloftið. Fjölföldunin á einum sellóleikara gefur tónlistinni síðan fókus sem hittir beint í mark. Á tónleikunum á fimmtudagskvöldið var þessu ekki fyrir að fara. Borin var fram útsetning þar sem sellósveitin var orðin að heilli hljómsveit. Hún náði aldrei einbeitingu frumgerðarinnar. Raddsetningin var of víðfeðm og raddirnar sundurleitar sem hafði þær afleiðingar að tónlistin varð flöt. Leikur hljómsveitarinnar hefði líka mátt vera markvissari í sjálfu sér. Strengjaplokk var t.d. ónákvæmt á viðkvæmum stað, og samspil einleikara og hinna stundum bjagað. Sæunn sjálf spilaði þó firnavel. Leikur hennar einkenndist af tilfinningadýpt og skáldskap. Tæknilegar hliðar voru eins og best verður á kosið, tónarnir hreinir og fagurlega mótaðir. Annað á tónleikunum kom ágætlega út. Fratres eftir Arvo Pärt var leikið af fágun eins og ofurviðkvæm tónlistin krafðist. Það gerist ekki mikið í henni, en stemningin er grípandi. Hún skilaði sér fullkomlega á tónleikunum. Vorblótið eftir Stravinsky, lokatónsmíðin á efnisskránni, var líka skemmtilegt. Það olli straumhvörfum í tónlistarsögunni þegar það var frumflutt í París árið 1913. Tónlistin var allt öðru vísi en þá þekktist, fólki fannst hún ruddaskapur og villimennska. Hneykslunin var slík að slagsmál brutust út í salnum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan, en tónlistin hljómaði furðufersk í höndunum á hljómsveitinni undir öruggri stjórn Daníels. Hrynjandin var hárnákvæm og hvöss, krafturinn ógurlegur. Tréblásturinn var fullur af sannfærandi litbrigðum og óvanalega stór sveit hornleikara var með allt sitt á hreinu. Í heild var leikur hljómsveitarinnar glæsilegur og endirinn ótrúlega flottur. Þetta var frábært.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira