Neyðaraðstoð komin inn í Venesúela Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. febrúar 2019 17:49 Mannúðaraðstoð er nú á leið til fjölda Venesúelabúa. Ivan Valencia/AP Fyrstu farmar hjálpargagna fyrir íbúa Venesúela eru komnir inn í landið í gegnum landamæri landsins við Brasilíu. Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og yfirlýstur forseti landsins, greindi frá þessu á Twitter fyrir stundu. Þá munu flutningabílar sem flytja hjálpargögn í tonnatali frá Kólumbíu verða affermdir á landamærum Kólumbíu og Venesúela og gögnin flutt með handafli yfir landamærin en ekki liggur fyrir hvort venesúelski herinn, sem er undir stjórn forsetans Nicólás Maduro, muni hleypa gögnunum í gegn. „Venesúelabúar athugið! Það er hér með formlega tilkynnt að fyrstu farmar mannúðaraðstoðargagna hafa þegar komið inn fyrir landamæri okkar við Brasilíu. Þetta er mikið afrek, Venesúela! Við höldum áfram,“ tísti hinn yfirlýsti forseti sem nýtur stuðnings ýmissa ríkja og er viðurkenndur forseti landsins af mörgum þeirra, meðal annars Bandaríkjunum. ¡Atención Venezuela! Anunciamos oficialmente que YA ENTRÓ el primer cargamento de ayuda humanitaria por nuestra frontera con Brasil. ¡Esto es un gran logro, Venezuela! ¡Seguimos! #23FAvalanchaHumanitaria — Juan Guaidó (@jguaido) February 23, 2019Mörg þekkt nöfn stjórnmálanna, bæði í Suður- og Norður-Ameríku hafa hvatt til þess að hjálpargögnunum verði hleypt í gegn. Til að mynda kallaði Hillary Clinton, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, eftir því að mannúðaraðstoð yrði hleypt yfir landamærin með friðsælum hætti. Ivan Duque, forseti Kólumbíu, hefur þá krafist þess að hjálpargögnin fái að fara í gegn um landamærin og sagði að annað yrði brot á mannréttindum og mögulegur glæpur með tilliti til mannréttindalaga.I urge Nicolás Maduro to allow humanitarian aid inside Venezuela’s borders peacefully. People are in need of life-saving medicines, children are subsisting on one meal a day, and a peaceful delivery of food and supplies is to the benefit of all. — Hillary Clinton (@HillaryClinton) February 23, 2019 John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, hvatti einnig til þess á Twitter-síðu sinni að hjálpargögnunum yrði hleypt í gegn. Þar nýtti hann tækifærið til þess að ítreka stuðning Bandaríkjanna við Guaidó og kallaði hann forseta landsins, auk þess sem hann sagði Maduro og fylgismenn hans vera „þjófagengi.“President Guaido is personally leading the effort to bring aid to Venezuelan people. The military has a chance to protect and assist the people of Venezuela, not Maduro and a band of thieves. Choose the road of democracy. pic.twitter.com/5dV4GELiry — John Bolton (@AmbJohnBolton) February 23, 2019 Bandaríkin Brasilía Kólumbía Venesúela Tengdar fréttir Lofar því að neyðaraðstoð berist Juan Guaido sjálfskipaður leiðtogi Venesúela fullvissaði tugþúsundir stuðningsmanna sinna á fjöldafundi í gærkvöldi að hjálparaðstoð muni berast til landsins, þrátt fyrir að Maduro forseti hafi hingað til komið í veg fyrir birgðaflutningana. 13. febrúar 2019 08:10 Bandaríkjamenn reyna að koma vistum til Venesúela Bandarískar herflugvél lenti í dag í kólumbíska bænum Cucuta með vistir sem eiga að berast til Venesúela. 16. febrúar 2019 23:30 Beita táragasi á mótmælendur sem krefjast neyðaraðstoðar Mikil spenna er við landamæri Venesúela og Kólumbíu. 23. febrúar 2019 15:45 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Fyrstu farmar hjálpargagna fyrir íbúa Venesúela eru komnir inn í landið í gegnum landamæri landsins við Brasilíu. Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og yfirlýstur forseti landsins, greindi frá þessu á Twitter fyrir stundu. Þá munu flutningabílar sem flytja hjálpargögn í tonnatali frá Kólumbíu verða affermdir á landamærum Kólumbíu og Venesúela og gögnin flutt með handafli yfir landamærin en ekki liggur fyrir hvort venesúelski herinn, sem er undir stjórn forsetans Nicólás Maduro, muni hleypa gögnunum í gegn. „Venesúelabúar athugið! Það er hér með formlega tilkynnt að fyrstu farmar mannúðaraðstoðargagna hafa þegar komið inn fyrir landamæri okkar við Brasilíu. Þetta er mikið afrek, Venesúela! Við höldum áfram,“ tísti hinn yfirlýsti forseti sem nýtur stuðnings ýmissa ríkja og er viðurkenndur forseti landsins af mörgum þeirra, meðal annars Bandaríkjunum. ¡Atención Venezuela! Anunciamos oficialmente que YA ENTRÓ el primer cargamento de ayuda humanitaria por nuestra frontera con Brasil. ¡Esto es un gran logro, Venezuela! ¡Seguimos! #23FAvalanchaHumanitaria — Juan Guaidó (@jguaido) February 23, 2019Mörg þekkt nöfn stjórnmálanna, bæði í Suður- og Norður-Ameríku hafa hvatt til þess að hjálpargögnunum verði hleypt í gegn. Til að mynda kallaði Hillary Clinton, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, eftir því að mannúðaraðstoð yrði hleypt yfir landamærin með friðsælum hætti. Ivan Duque, forseti Kólumbíu, hefur þá krafist þess að hjálpargögnin fái að fara í gegn um landamærin og sagði að annað yrði brot á mannréttindum og mögulegur glæpur með tilliti til mannréttindalaga.I urge Nicolás Maduro to allow humanitarian aid inside Venezuela’s borders peacefully. People are in need of life-saving medicines, children are subsisting on one meal a day, and a peaceful delivery of food and supplies is to the benefit of all. — Hillary Clinton (@HillaryClinton) February 23, 2019 John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, hvatti einnig til þess á Twitter-síðu sinni að hjálpargögnunum yrði hleypt í gegn. Þar nýtti hann tækifærið til þess að ítreka stuðning Bandaríkjanna við Guaidó og kallaði hann forseta landsins, auk þess sem hann sagði Maduro og fylgismenn hans vera „þjófagengi.“President Guaido is personally leading the effort to bring aid to Venezuelan people. The military has a chance to protect and assist the people of Venezuela, not Maduro and a band of thieves. Choose the road of democracy. pic.twitter.com/5dV4GELiry — John Bolton (@AmbJohnBolton) February 23, 2019
Bandaríkin Brasilía Kólumbía Venesúela Tengdar fréttir Lofar því að neyðaraðstoð berist Juan Guaido sjálfskipaður leiðtogi Venesúela fullvissaði tugþúsundir stuðningsmanna sinna á fjöldafundi í gærkvöldi að hjálparaðstoð muni berast til landsins, þrátt fyrir að Maduro forseti hafi hingað til komið í veg fyrir birgðaflutningana. 13. febrúar 2019 08:10 Bandaríkjamenn reyna að koma vistum til Venesúela Bandarískar herflugvél lenti í dag í kólumbíska bænum Cucuta með vistir sem eiga að berast til Venesúela. 16. febrúar 2019 23:30 Beita táragasi á mótmælendur sem krefjast neyðaraðstoðar Mikil spenna er við landamæri Venesúela og Kólumbíu. 23. febrúar 2019 15:45 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Lofar því að neyðaraðstoð berist Juan Guaido sjálfskipaður leiðtogi Venesúela fullvissaði tugþúsundir stuðningsmanna sinna á fjöldafundi í gærkvöldi að hjálparaðstoð muni berast til landsins, þrátt fyrir að Maduro forseti hafi hingað til komið í veg fyrir birgðaflutningana. 13. febrúar 2019 08:10
Bandaríkjamenn reyna að koma vistum til Venesúela Bandarískar herflugvél lenti í dag í kólumbíska bænum Cucuta með vistir sem eiga að berast til Venesúela. 16. febrúar 2019 23:30
Beita táragasi á mótmælendur sem krefjast neyðaraðstoðar Mikil spenna er við landamæri Venesúela og Kólumbíu. 23. febrúar 2019 15:45