Talinn hafa látist eftir að hafa tekið inn heilaörvandi efni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. febrúar 2019 15:18 Lyfjastofnun og MAST vara við notkun efnisins tianeptine. fréttablaðið/gva Matvælastofnun og Lyfjastofnun vara við neyslu á efninu tianeptine og öðrum efnum sem seld eru á netinu undir heitinu Nootropics. Mörg þessara efna hafa lyfjavirkni og eru meðal annars sögð örva heilastarfsemi en talið er að einstaklingur hafi nýlega látist hérlendis eftir að hafa tekið inn tianeptine. Í tilkynningu MAST vegna málsins segir að efnin séu algeng í netsölu erlendis frá. Í sumum tilfellum megi finna í þeim lyfjavirk efni sem geti verið hættuleg heilsu ef þau eru notuð án samráðs við lækni. „Talið er að einstaklingur hafi nýlega látist hérlendis vegna inntöku tianeptine. Efnið tianeptine sulphate fannst í fórum einstaklingsins og telja læknar að það kunni að hafa valdið dauða hans. Ekki er hægt að veita nánari upplýsingar um atvikið. Ekki er að fullu ljóst hvort efnið sem einstaklingurinn tók og innihélt tianeptine hafi verið flutt inn sem lyf eða fæðubótarefni. Eins er óljóst hvort viðkomandi hafi flutt inn efnið sjálfur og hve lengi hann hafi notað það. Tianeptine er lyf notað við þunglyndi. Tianeptine er ekki með markaðsleyfi á Íslandi og því engin lyf til sölu á Íslandi sem innihalda efnið. Það er hins vegar með markaðsleyfi sums staðar í Evrópu, Asíu og Suður Ameríku,“ segir í tilkynningu MAST. Þar kemur jafnframt fram að tianeptine er yfirleitt ekki selt sem lyf heldur markaðssett fæðubótarefni. „Efnið virðist einnig vera markaðssett án skilgreiningar á því hvort um lyf eða fæðubótarefni sé að ræða. Rétt er að benda á að ólíkar reglur er að finna í mismunandi ríkjum um hvort efni séu skilgreind sem fæðubótarefni eða lyf. Ekki eru gerðar jafn ríkar kröfur til framleiðslu fæðubótarefna eins og gerist með lyf. Því skal ávallt gæta varúðar við kaup og notkun slíkra efna, einkum ef þau eru keypt erlendis eða í gegnum erlendar vefverslanir. Matvælastofnun og Lyfjastofnun vara við notkun á vörum sem innihalda tianeptine, sérstaklega ef efnið er ekki notað í þeim tilgangi sem upphaflega var ætlað, þ.e. sem lyf við þunglyndi í skömmtum skv. læknisráði. Röng inntaka lyfja getur valdið aukaverkunum og í versta falli dauða. Því er mikilvægt að hafa ávallt samráð við lækni áður en lyfseðilsskyld lyf eru notuð og fylgja leiðbeiningum sem fylgja lausasölulyfjum. Matvælastofnun sinnir innflutningseftirliti með fæðubótarefnum og hefur stöðvað innflutning fjölda efna sem markaðssett eru undir heitinu Nootropics og innihalda efnið tianeptine. Nootropics eru fjölbreyttur flokkur efna með mismunandi efnainnihald. Innflutningur þeirra sem fæðubótarefni er óheimill ef þau innihalda lyfjavirk efni,“ segir í tilkynningu MAST. Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira
Matvælastofnun og Lyfjastofnun vara við neyslu á efninu tianeptine og öðrum efnum sem seld eru á netinu undir heitinu Nootropics. Mörg þessara efna hafa lyfjavirkni og eru meðal annars sögð örva heilastarfsemi en talið er að einstaklingur hafi nýlega látist hérlendis eftir að hafa tekið inn tianeptine. Í tilkynningu MAST vegna málsins segir að efnin séu algeng í netsölu erlendis frá. Í sumum tilfellum megi finna í þeim lyfjavirk efni sem geti verið hættuleg heilsu ef þau eru notuð án samráðs við lækni. „Talið er að einstaklingur hafi nýlega látist hérlendis vegna inntöku tianeptine. Efnið tianeptine sulphate fannst í fórum einstaklingsins og telja læknar að það kunni að hafa valdið dauða hans. Ekki er hægt að veita nánari upplýsingar um atvikið. Ekki er að fullu ljóst hvort efnið sem einstaklingurinn tók og innihélt tianeptine hafi verið flutt inn sem lyf eða fæðubótarefni. Eins er óljóst hvort viðkomandi hafi flutt inn efnið sjálfur og hve lengi hann hafi notað það. Tianeptine er lyf notað við þunglyndi. Tianeptine er ekki með markaðsleyfi á Íslandi og því engin lyf til sölu á Íslandi sem innihalda efnið. Það er hins vegar með markaðsleyfi sums staðar í Evrópu, Asíu og Suður Ameríku,“ segir í tilkynningu MAST. Þar kemur jafnframt fram að tianeptine er yfirleitt ekki selt sem lyf heldur markaðssett fæðubótarefni. „Efnið virðist einnig vera markaðssett án skilgreiningar á því hvort um lyf eða fæðubótarefni sé að ræða. Rétt er að benda á að ólíkar reglur er að finna í mismunandi ríkjum um hvort efni séu skilgreind sem fæðubótarefni eða lyf. Ekki eru gerðar jafn ríkar kröfur til framleiðslu fæðubótarefna eins og gerist með lyf. Því skal ávallt gæta varúðar við kaup og notkun slíkra efna, einkum ef þau eru keypt erlendis eða í gegnum erlendar vefverslanir. Matvælastofnun og Lyfjastofnun vara við notkun á vörum sem innihalda tianeptine, sérstaklega ef efnið er ekki notað í þeim tilgangi sem upphaflega var ætlað, þ.e. sem lyf við þunglyndi í skömmtum skv. læknisráði. Röng inntaka lyfja getur valdið aukaverkunum og í versta falli dauða. Því er mikilvægt að hafa ávallt samráð við lækni áður en lyfseðilsskyld lyf eru notuð og fylgja leiðbeiningum sem fylgja lausasölulyfjum. Matvælastofnun sinnir innflutningseftirliti með fæðubótarefnum og hefur stöðvað innflutning fjölda efna sem markaðssett eru undir heitinu Nootropics og innihalda efnið tianeptine. Nootropics eru fjölbreyttur flokkur efna með mismunandi efnainnihald. Innflutningur þeirra sem fæðubótarefni er óheimill ef þau innihalda lyfjavirk efni,“ segir í tilkynningu MAST.
Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira