Fór um Jón Arnór þegar Hlynur skoraði fyrstu körfuna í kveðjuleiknum Anton Ingi Leifsson skrifar 21. febrúar 2019 23:02 Jón Arnór og Hlynur í leikslok. vísir/sigurjón Hlynur Bæringsson og Jón Arnór Stefánsson léku í kvöld sinn síðasta landsleik fyrir Ísland í körfubolta er þeir léku í stórsigri Íslands á Portúgal í Laugardalshöllinni í kvöld. Jón Arnór var að kveðja eftir sinn hundraðasta landsleik en Hlynur eftir sinn 125. Þeir voru glaðir er þeir ræddu við blaðamann í sameiningu í kvöld. „Þetta var mjög gaman. Það var líka gaman að klára þetta með þægilegum sigri,“ sagði Hlynur í leikslok. „Það hefði ekki verið gaman að fara héðan með tapi,“ bætti Hlynur við áður en Jón Arnór greip orðið og sagði: „Og við komumst á töfluna!“ sagði goðsögnin létt í bragði. „Hlynur setti fyrstu körfuna og þá hugsaði ég: Úff, hann er hólpinn og ég er eftir,“ grínaðist Jón áfram en Hlynur sagði að þetta hafi hafist að endingu. „Við náðum báðir að skora og það var gott.“ Jón Arnór var stigahæstur í kvöld og Hlynur frákastahæstur. Þeir brosu til blaðamanns í leikslok eru þeir voru spurðir út í þetta. „Er þetta ekki bara eins og það á að vera?“ sagði Hlynur brosandi en Jón Arnór segir að tilfinningin hafi verið góð í leikslok. „Tilfinningin er góð. Núna er það bara að fara koma sér í sturtu og tala við félaganna og þetta er komið gott. Þetta er búið að vera æðisleg og ólýsanlegt,“ sagði Jón Arnór „Þetta er fyrst og fremst búið að vera skemmtilegt. Mjög gaman,“ bætti Hlynur við. Strákarnir voru sammála um það að tilfinningin fyrir leik hafi verið furðulegri en eftir leik og það hafi verið margt í undirbúningnum sem hafi verið öðruvísi en áður. „Fyrir leik, pottþétt. Þetta var mjög skringilegur undirbúningur. Þetta tók mann út úr rútinu. Maður var hingað og þangað að gera einhverja hluti sem maður er ekki vanur. Þetta var skrýtið fyrir leikinn en núna líður mér vel og er glaður,“ sagði Hlynur. Jón var á sama máli: „Maður braut allar reglur hvað varðar undirbúning. Maður er orðinn ferkantur í undirbúningi og rútínan er heilög þegar maður er að undirbúa sig fyrir leiki.“ „Þetta blessaðist og við náðum sigri sem skipti miklu máli. Og að við kæmust á töfluna. Það var þetta tvennt sem gerði þetta að fullkomnu kvöldi,“ sagði Jón í leikslok. Körfubolti Tengdar fréttir Enginn hefur spilað fleiri landsleiki með Jóni og Hlyn Logi Gunnarsson spilaði ófáa landsleikina með þeim Hlyni Bæringssyni og Jóni Arnóri Stefánssyni. 21. febrúar 2019 12:30 Leik lokið: Ísland - Portúgal 91-67 | Fullkomin kveðjustund í Höllinni Jón Arnór og Hlynur Bæringsson kvöddu landsliðið í kvöld. 21. febrúar 2019 21:45 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Sjá meira
Hlynur Bæringsson og Jón Arnór Stefánsson léku í kvöld sinn síðasta landsleik fyrir Ísland í körfubolta er þeir léku í stórsigri Íslands á Portúgal í Laugardalshöllinni í kvöld. Jón Arnór var að kveðja eftir sinn hundraðasta landsleik en Hlynur eftir sinn 125. Þeir voru glaðir er þeir ræddu við blaðamann í sameiningu í kvöld. „Þetta var mjög gaman. Það var líka gaman að klára þetta með þægilegum sigri,“ sagði Hlynur í leikslok. „Það hefði ekki verið gaman að fara héðan með tapi,“ bætti Hlynur við áður en Jón Arnór greip orðið og sagði: „Og við komumst á töfluna!“ sagði goðsögnin létt í bragði. „Hlynur setti fyrstu körfuna og þá hugsaði ég: Úff, hann er hólpinn og ég er eftir,“ grínaðist Jón áfram en Hlynur sagði að þetta hafi hafist að endingu. „Við náðum báðir að skora og það var gott.“ Jón Arnór var stigahæstur í kvöld og Hlynur frákastahæstur. Þeir brosu til blaðamanns í leikslok eru þeir voru spurðir út í þetta. „Er þetta ekki bara eins og það á að vera?“ sagði Hlynur brosandi en Jón Arnór segir að tilfinningin hafi verið góð í leikslok. „Tilfinningin er góð. Núna er það bara að fara koma sér í sturtu og tala við félaganna og þetta er komið gott. Þetta er búið að vera æðisleg og ólýsanlegt,“ sagði Jón Arnór „Þetta er fyrst og fremst búið að vera skemmtilegt. Mjög gaman,“ bætti Hlynur við. Strákarnir voru sammála um það að tilfinningin fyrir leik hafi verið furðulegri en eftir leik og það hafi verið margt í undirbúningnum sem hafi verið öðruvísi en áður. „Fyrir leik, pottþétt. Þetta var mjög skringilegur undirbúningur. Þetta tók mann út úr rútinu. Maður var hingað og þangað að gera einhverja hluti sem maður er ekki vanur. Þetta var skrýtið fyrir leikinn en núna líður mér vel og er glaður,“ sagði Hlynur. Jón var á sama máli: „Maður braut allar reglur hvað varðar undirbúning. Maður er orðinn ferkantur í undirbúningi og rútínan er heilög þegar maður er að undirbúa sig fyrir leiki.“ „Þetta blessaðist og við náðum sigri sem skipti miklu máli. Og að við kæmust á töfluna. Það var þetta tvennt sem gerði þetta að fullkomnu kvöldi,“ sagði Jón í leikslok.
Körfubolti Tengdar fréttir Enginn hefur spilað fleiri landsleiki með Jóni og Hlyn Logi Gunnarsson spilaði ófáa landsleikina með þeim Hlyni Bæringssyni og Jóni Arnóri Stefánssyni. 21. febrúar 2019 12:30 Leik lokið: Ísland - Portúgal 91-67 | Fullkomin kveðjustund í Höllinni Jón Arnór og Hlynur Bæringsson kvöddu landsliðið í kvöld. 21. febrúar 2019 21:45 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Sjá meira
Enginn hefur spilað fleiri landsleiki með Jóni og Hlyn Logi Gunnarsson spilaði ófáa landsleikina með þeim Hlyni Bæringssyni og Jóni Arnóri Stefánssyni. 21. febrúar 2019 12:30
Leik lokið: Ísland - Portúgal 91-67 | Fullkomin kveðjustund í Höllinni Jón Arnór og Hlynur Bæringsson kvöddu landsliðið í kvöld. 21. febrúar 2019 21:45