Hélt sér á lífi í 101 sólarhring með skunkaveiðum Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. febrúar 2019 10:56 Kingston er aftur kominn í faðm eigenda sinna eftir 101 sólarhring á vergangi. AP/Ben Lepe Hundurinn Kingston er aftur kominn í faðm eigenda eftir að þeir urðu viðskila í mannskæðustu skógareldum Kaliforníuríkis. Síðast sást til Kingston í nóvember síðastliðnum, þegar hann stökk af pallbíl eigendanna þegar þeir yfirgáfu bæinn Paradise sem varð hvað verst úti í skógareldunum. Ekkert hafði því spurst til Kingston, sem er 12 ára gamall af tegundinni Akita, í um 101 sólarhring. Það var ekki fyrr en starfsmaður dýraathvarfs klófesti hann síðastliðinn sunnudag sem eigendur Kingston áttaðu sig á því að hann væri enn á lífi svo löngu síðar. Talið er að Kingston hafi haldið í sér lífi með því að veiða sér skunka til matar. Eigendur hans segja að hundurinn hafi gert það áður, auk þess sem það myndi útskýra óþefinn af honum. „Ég felldi tár þegar ég komst að því að hann væri enn á lífi,“ segir Gabriel Ballejos, einn eigenda Kingston, í samtali við AP. „Ég er svo stoltur af honum, ég hreinlega trúi þessu ekki. Hann er ótrúlega þrautseigur.“ Eigendurnir höfðu auglýst eftir Kingston með ýmis konar dreifimiðum og færslum á netinu. Sá sem að lokum bar kennsl á Kingston hafði einmitt rekið í augun í eina slíka færslu. Starfsmenn dýraathvarfs á svæðinu sáu stóran hund á upptökum öryggismyndavéla um helgina og ákváðu að leggja fyrir hann gildru. „Þegar ég kíkti svo í gildruna á sunnudag var hundurinn þar niðurkominn,“ segir hundafangarinn Ben Lepe við fréttamann AP. „Það er góð tilhugsun að vita til þess að hundurinn mun fá góða umönnun.“ Um 18 þúsund heimili í Kaliforníu urðu eldunum að bráð, sem brutust út þann 8. nóvember, og næstum 90 manns létu lífið. Bandaríkin Dýr Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn skógareldar. 18. nóvember 2018 07:45 Fjölda fólks er enn saknað í Paradís og fleiri lík finnast Alls eru nú 48 látnir og er fjölmargra saknað. Ekki liggur fyrir með vissu hve margra er saknað en fyrr í vikunni var áætlað að þeir væru um 200 talsins. 14. nóvember 2018 10:27 Telja að sum fórnarlömb kjarreldanna finnist aldrei Eldurinn sem gjöreyðilagði bæinn Paradís í Kaliforníu brann svo heitt að lík gætu hafa brunnið upp til agna. 19. nóvember 2018 12:01 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Hundurinn Kingston er aftur kominn í faðm eigenda eftir að þeir urðu viðskila í mannskæðustu skógareldum Kaliforníuríkis. Síðast sást til Kingston í nóvember síðastliðnum, þegar hann stökk af pallbíl eigendanna þegar þeir yfirgáfu bæinn Paradise sem varð hvað verst úti í skógareldunum. Ekkert hafði því spurst til Kingston, sem er 12 ára gamall af tegundinni Akita, í um 101 sólarhring. Það var ekki fyrr en starfsmaður dýraathvarfs klófesti hann síðastliðinn sunnudag sem eigendur Kingston áttaðu sig á því að hann væri enn á lífi svo löngu síðar. Talið er að Kingston hafi haldið í sér lífi með því að veiða sér skunka til matar. Eigendur hans segja að hundurinn hafi gert það áður, auk þess sem það myndi útskýra óþefinn af honum. „Ég felldi tár þegar ég komst að því að hann væri enn á lífi,“ segir Gabriel Ballejos, einn eigenda Kingston, í samtali við AP. „Ég er svo stoltur af honum, ég hreinlega trúi þessu ekki. Hann er ótrúlega þrautseigur.“ Eigendurnir höfðu auglýst eftir Kingston með ýmis konar dreifimiðum og færslum á netinu. Sá sem að lokum bar kennsl á Kingston hafði einmitt rekið í augun í eina slíka færslu. Starfsmenn dýraathvarfs á svæðinu sáu stóran hund á upptökum öryggismyndavéla um helgina og ákváðu að leggja fyrir hann gildru. „Þegar ég kíkti svo í gildruna á sunnudag var hundurinn þar niðurkominn,“ segir hundafangarinn Ben Lepe við fréttamann AP. „Það er góð tilhugsun að vita til þess að hundurinn mun fá góða umönnun.“ Um 18 þúsund heimili í Kaliforníu urðu eldunum að bráð, sem brutust út þann 8. nóvember, og næstum 90 manns létu lífið.
Bandaríkin Dýr Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn skógareldar. 18. nóvember 2018 07:45 Fjölda fólks er enn saknað í Paradís og fleiri lík finnast Alls eru nú 48 látnir og er fjölmargra saknað. Ekki liggur fyrir með vissu hve margra er saknað en fyrr í vikunni var áætlað að þeir væru um 200 talsins. 14. nóvember 2018 10:27 Telja að sum fórnarlömb kjarreldanna finnist aldrei Eldurinn sem gjöreyðilagði bæinn Paradís í Kaliforníu brann svo heitt að lík gætu hafa brunnið upp til agna. 19. nóvember 2018 12:01 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn skógareldar. 18. nóvember 2018 07:45
Fjölda fólks er enn saknað í Paradís og fleiri lík finnast Alls eru nú 48 látnir og er fjölmargra saknað. Ekki liggur fyrir með vissu hve margra er saknað en fyrr í vikunni var áætlað að þeir væru um 200 talsins. 14. nóvember 2018 10:27
Telja að sum fórnarlömb kjarreldanna finnist aldrei Eldurinn sem gjöreyðilagði bæinn Paradís í Kaliforníu brann svo heitt að lík gætu hafa brunnið upp til agna. 19. nóvember 2018 12:01