Meinlokur Guðrún Vilmundardóttir skrifar 21. febrúar 2019 07:00 Ég er á ferðalagi um Japan. Það er fagurt og framandi. Les dásamlega bók um japanska matargerð, Sushi and beyond, en þar tengir höfundur matseld og hráefni við landafræði, menningu og sögu. Toilettin eru jafn tæknileg og ég hafði heyrt, gjarna framleidd af Panasonic, hvergi ruslafötur heldur sér hver um sig, veitingastaðir margir pínulitlir og setið á móti kokkunum í eldhúsinu – og gífurleg ást á París. Ég kom inn á kaffihús þar sem á sjónvarpi í horninu gekk myndband með sýnishornum frá kaffihúsalífi á vinstri bakkanum, frá því snemma á níunda áratugnum af hárgreiðslunum að dæma. Mér skilst að það sé til sérstakt hugtak yfir Parísarmelankólíu, því meira að segja París stendur víst ekki alltaf undir slíkum væntingum. Bifreiðar eru minni en maður á að venjast, stundum er einsog búið sé að skera af þeim húdd og skott. Á göngu um fallegt lágreist íbúðahverfi í Kyoto vakti athygli mína að í bílskýlum fyrir framan húsin var bílunum lagt alveg upp við annan vegginn, þannig að bara var hægt að komast út hægra megin. Hver hefur ekki lent í því að þurfa að klöngrast út farþegamegin, en mér fannst þetta óneitanlega kostulegt fyrirkomulag og hafði orð á því við ferðafélaga minn sem er kunnugur staðháttum. Já, merkilegt segir hann, alinn upp í Reykjavík einsog ég. Og svo nokkrum andartökum síðar: Þú manst að það er vinstri umferð hérna. Hefði ég ekki orðað undrun mína upphátt og hugsað hugsunina til enda, hefði ég komið heim með þá hugmynd að japanskir bílstjórar kysu sýstematískt að loka sig inni í bílunum og klöngrast út yfir farþegasætið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég er á ferðalagi um Japan. Það er fagurt og framandi. Les dásamlega bók um japanska matargerð, Sushi and beyond, en þar tengir höfundur matseld og hráefni við landafræði, menningu og sögu. Toilettin eru jafn tæknileg og ég hafði heyrt, gjarna framleidd af Panasonic, hvergi ruslafötur heldur sér hver um sig, veitingastaðir margir pínulitlir og setið á móti kokkunum í eldhúsinu – og gífurleg ást á París. Ég kom inn á kaffihús þar sem á sjónvarpi í horninu gekk myndband með sýnishornum frá kaffihúsalífi á vinstri bakkanum, frá því snemma á níunda áratugnum af hárgreiðslunum að dæma. Mér skilst að það sé til sérstakt hugtak yfir Parísarmelankólíu, því meira að segja París stendur víst ekki alltaf undir slíkum væntingum. Bifreiðar eru minni en maður á að venjast, stundum er einsog búið sé að skera af þeim húdd og skott. Á göngu um fallegt lágreist íbúðahverfi í Kyoto vakti athygli mína að í bílskýlum fyrir framan húsin var bílunum lagt alveg upp við annan vegginn, þannig að bara var hægt að komast út hægra megin. Hver hefur ekki lent í því að þurfa að klöngrast út farþegamegin, en mér fannst þetta óneitanlega kostulegt fyrirkomulag og hafði orð á því við ferðafélaga minn sem er kunnugur staðháttum. Já, merkilegt segir hann, alinn upp í Reykjavík einsog ég. Og svo nokkrum andartökum síðar: Þú manst að það er vinstri umferð hérna. Hefði ég ekki orðað undrun mína upphátt og hugsað hugsunina til enda, hefði ég komið heim með þá hugmynd að japanskir bílstjórar kysu sýstematískt að loka sig inni í bílunum og klöngrast út yfir farþegasætið.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun