Hárgreiðslur að hætti Trump og Kim vinsælar í Hanoi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 20. febrúar 2019 20:00 „Vinir mínir segja að ég líti alveg út eins og Kim Jong-Un. Sérstaklega þegar ég er með þessa klippingu,“ segir hinn níu ára gamli To Gia Huy í samtali við AP fréttaveituna en hann er eins og dvergvaxin útgáfa af leiðtoga einseturíkisins. Huy er ekki einn um að skarta greiðslunni en aðrir íbúar Hanoi hafa fengið sér svipaða klippingu fyrir leiðtogafund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-Un leiðtoga Norður Kóreu í borginni í næstu viku. Þetta verður annar fundur leiðtoganna og munu þeir meðal annars ræða kjarnorkuafvopnun Norður Kóreu. Yfirvöld í Víetnam keppast við að undirbúa fundinn og taka vel á móti hinum mikilvægu gestum. Umfangið er mikið og að mörgu að huga. Hárgreiðslustofa í borginni heldur upp á leiðtogafundinn með því að bjóða ókeypis hárgreiðslu að hætti Kim Jong-Un og Donalds Trump en báðir eru þekktir fyrir sérstakan hárstíl.Þeir To Gia Huy og Le Phuc Hai eru alsælir með útkomuna.AP/Hau DinhLe Phuc Hai, 66 ára gamall leigubílstjóri, er mikill aðdáandi Donalds Trump og fékk sér greiðslu að hætti forsetans. Til þess þurfti hann að fara í litun til að skipta út svörtu lokkunum fyrir appelsínugult hár sem er eitt helsta auðkenni Trump. Hárskerinn Le Tuan Duong segir tilboðið til gamans gert en það hafi komið honum á óvart hversu margir Víetnamar vilji líkjast þeim félögum Trump og Kim. Hann vonast til að fundurinn verði árangursríkur. „Hanoi er borg friðar,“ segir hann. „Þegar Donald Trump og Kim Jong-Un sögðust ætla að koma hingað til að ræða frið hugsaði ég með mér að ég þurfti að gera eitthvað sérstakt til að sýna þeim að fólkið í Hanoi bjóði þá velkomna.“ Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Trump staðfestir fundarstað og fer fögrum orðum um Kim Jong-un Donald Trump greindi heimsbyggðinni frá fundarstað fyrirhugaðs leiðtogafundar hans og leiðtoga Norður-Kóreu. Trump fór einnig fögrum orðum um hæfi Kim Jong-un í færslu á Twitter. 9. febrúar 2019 15:57 Trump sagði frá nýjum fundi með Kim í stefnuræðu sinni Bandaríkjaforseti kom víða við í stefnuræðu sinni. Þrátt fyrir að hafa alið á sundrungu eins og fáir aðrir stjórnmálamenn hafa gert var eitt meginstefa ræðunnar að kalla eftir einingu. 6. febrúar 2019 07:37 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
„Vinir mínir segja að ég líti alveg út eins og Kim Jong-Un. Sérstaklega þegar ég er með þessa klippingu,“ segir hinn níu ára gamli To Gia Huy í samtali við AP fréttaveituna en hann er eins og dvergvaxin útgáfa af leiðtoga einseturíkisins. Huy er ekki einn um að skarta greiðslunni en aðrir íbúar Hanoi hafa fengið sér svipaða klippingu fyrir leiðtogafund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-Un leiðtoga Norður Kóreu í borginni í næstu viku. Þetta verður annar fundur leiðtoganna og munu þeir meðal annars ræða kjarnorkuafvopnun Norður Kóreu. Yfirvöld í Víetnam keppast við að undirbúa fundinn og taka vel á móti hinum mikilvægu gestum. Umfangið er mikið og að mörgu að huga. Hárgreiðslustofa í borginni heldur upp á leiðtogafundinn með því að bjóða ókeypis hárgreiðslu að hætti Kim Jong-Un og Donalds Trump en báðir eru þekktir fyrir sérstakan hárstíl.Þeir To Gia Huy og Le Phuc Hai eru alsælir með útkomuna.AP/Hau DinhLe Phuc Hai, 66 ára gamall leigubílstjóri, er mikill aðdáandi Donalds Trump og fékk sér greiðslu að hætti forsetans. Til þess þurfti hann að fara í litun til að skipta út svörtu lokkunum fyrir appelsínugult hár sem er eitt helsta auðkenni Trump. Hárskerinn Le Tuan Duong segir tilboðið til gamans gert en það hafi komið honum á óvart hversu margir Víetnamar vilji líkjast þeim félögum Trump og Kim. Hann vonast til að fundurinn verði árangursríkur. „Hanoi er borg friðar,“ segir hann. „Þegar Donald Trump og Kim Jong-Un sögðust ætla að koma hingað til að ræða frið hugsaði ég með mér að ég þurfti að gera eitthvað sérstakt til að sýna þeim að fólkið í Hanoi bjóði þá velkomna.“
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Trump staðfestir fundarstað og fer fögrum orðum um Kim Jong-un Donald Trump greindi heimsbyggðinni frá fundarstað fyrirhugaðs leiðtogafundar hans og leiðtoga Norður-Kóreu. Trump fór einnig fögrum orðum um hæfi Kim Jong-un í færslu á Twitter. 9. febrúar 2019 15:57 Trump sagði frá nýjum fundi með Kim í stefnuræðu sinni Bandaríkjaforseti kom víða við í stefnuræðu sinni. Þrátt fyrir að hafa alið á sundrungu eins og fáir aðrir stjórnmálamenn hafa gert var eitt meginstefa ræðunnar að kalla eftir einingu. 6. febrúar 2019 07:37 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Trump staðfestir fundarstað og fer fögrum orðum um Kim Jong-un Donald Trump greindi heimsbyggðinni frá fundarstað fyrirhugaðs leiðtogafundar hans og leiðtoga Norður-Kóreu. Trump fór einnig fögrum orðum um hæfi Kim Jong-un í færslu á Twitter. 9. febrúar 2019 15:57
Trump sagði frá nýjum fundi með Kim í stefnuræðu sinni Bandaríkjaforseti kom víða við í stefnuræðu sinni. Þrátt fyrir að hafa alið á sundrungu eins og fáir aðrir stjórnmálamenn hafa gert var eitt meginstefa ræðunnar að kalla eftir einingu. 6. febrúar 2019 07:37