Lára stal mat vegna matarfíknar: Erfitt að útskýra vanlíðanina í neyslunni Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. febrúar 2019 12:46 Lára Kristín Pedersen í leik með Stjörnunni síðasta sumar. vísir/bára „Þetta lýsir sér í óeðlilegu sambandi við mat, óeðlilegri hegðun í kringum mat og óeðlilegri löngun. Þetta er ekki bara það að þér finnist gott að borða. Þú breytir allri þinni hegðun í kringum mat.“ Þetta segir Lára Kristín Pedersen, leikmaður Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna, um matarfíknina sem hún glímir við í opinskáu viðtali í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á Fótbolti.net í umsjá Magnúsar Más Einarssonar. Lára Kristín er uppalin hjá Aftureldingu en gekk í raðir Stjörnunnar árið 2014 þar sem að hún varð tvívegis Íslandsmeistari en hún samdi við Þór/KA eftir síðasta tímabil. Þessi 24 ára gamli miðjumaður segir frá því þegar að hún var 16-17 ára gömul að aka upp að Hafravatni, ein í bíl, til þess að boða pítsu í laumi. „Ég hélt að ég vildi einveru og frið og eitthvað. Síðan fer þetta stigmagnandi og þetta verður verra og verra. Loturnar í átinu verða oftar og oftar og þetta fer að taka yfir meira af lífi manns [...] Ég á enn þá erfitt með að útskýra fyrir fólki hversu illa manni líður þegar maður er í sinni neyslu,“ segir Lára sem fór í bandarískan háskóla að spila fótbolta.Lára Kristín með Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum sem þær töpuðu.vísir/vilhelm„Ég bjó með sjö öðrum stelpum þarna. Öll mín dvöl snerist um að það væri enginn annar væri staddur í húsinu svo ég gæti borðað allt sem ég vildi borða. Þetta var ekki hollur matur. Þú ert að troða í því sem veitir þér mesta „kickið“,“ segir Lára Kristín sem segist hafa stolið mat af sambýlingum sínum sem og fjölskyldumeðlimum.Lára las viðtal á Fótbolti.net við Þórð Ingason, markvörð Fjölnis í Pepsi-deild karla, þar sem að hann opnaði sig um áfengisfíkn sína en það fékk hana til að opna augun fyrir vandamálinu. Lára hafði bæði misst af Evrópuleik og verið tekin út úr byrjunarliðinu fyrir úrslitaleik bikarsins 2015 vegna vandræða tengdum matarfíkninni. „Ég hugsaði: „Guð minn góður, hann er að lýsa mínu sumri.“ Þú þarft bara að setja inn Lára í staðinn fyrir Þórður og matur í staðinn fyrir áfengi. Þá hugsaði ég að þetta myndi ekki ganga svona áfram og í kjölfarið byrjaði mitt ferli í að leita aðstoðar við þessu en ekki einhverju öðru sem ég hélt að væri að mér,“ segir Lára sem að leitaði sér hjálpar. Hún mætir reglulega á fundi og hefur misst af æfingum vegna þeirra. Hún viðurkennir að hafa dottið í sjálfsvorkunn vegna þess en hún veit hvað þetta gerir henni gott. „Ég er ánægð hvar ég stend í dag. Bæði hvað kemur af fótboltanum og hvar ég er stödd með þetta,“ segir Lára Kristín Pedersen.Allt viðtalið má heyra hér. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Sjá meira
„Þetta lýsir sér í óeðlilegu sambandi við mat, óeðlilegri hegðun í kringum mat og óeðlilegri löngun. Þetta er ekki bara það að þér finnist gott að borða. Þú breytir allri þinni hegðun í kringum mat.“ Þetta segir Lára Kristín Pedersen, leikmaður Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna, um matarfíknina sem hún glímir við í opinskáu viðtali í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á Fótbolti.net í umsjá Magnúsar Más Einarssonar. Lára Kristín er uppalin hjá Aftureldingu en gekk í raðir Stjörnunnar árið 2014 þar sem að hún varð tvívegis Íslandsmeistari en hún samdi við Þór/KA eftir síðasta tímabil. Þessi 24 ára gamli miðjumaður segir frá því þegar að hún var 16-17 ára gömul að aka upp að Hafravatni, ein í bíl, til þess að boða pítsu í laumi. „Ég hélt að ég vildi einveru og frið og eitthvað. Síðan fer þetta stigmagnandi og þetta verður verra og verra. Loturnar í átinu verða oftar og oftar og þetta fer að taka yfir meira af lífi manns [...] Ég á enn þá erfitt með að útskýra fyrir fólki hversu illa manni líður þegar maður er í sinni neyslu,“ segir Lára sem fór í bandarískan háskóla að spila fótbolta.Lára Kristín með Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum sem þær töpuðu.vísir/vilhelm„Ég bjó með sjö öðrum stelpum þarna. Öll mín dvöl snerist um að það væri enginn annar væri staddur í húsinu svo ég gæti borðað allt sem ég vildi borða. Þetta var ekki hollur matur. Þú ert að troða í því sem veitir þér mesta „kickið“,“ segir Lára Kristín sem segist hafa stolið mat af sambýlingum sínum sem og fjölskyldumeðlimum.Lára las viðtal á Fótbolti.net við Þórð Ingason, markvörð Fjölnis í Pepsi-deild karla, þar sem að hann opnaði sig um áfengisfíkn sína en það fékk hana til að opna augun fyrir vandamálinu. Lára hafði bæði misst af Evrópuleik og verið tekin út úr byrjunarliðinu fyrir úrslitaleik bikarsins 2015 vegna vandræða tengdum matarfíkninni. „Ég hugsaði: „Guð minn góður, hann er að lýsa mínu sumri.“ Þú þarft bara að setja inn Lára í staðinn fyrir Þórður og matur í staðinn fyrir áfengi. Þá hugsaði ég að þetta myndi ekki ganga svona áfram og í kjölfarið byrjaði mitt ferli í að leita aðstoðar við þessu en ekki einhverju öðru sem ég hélt að væri að mér,“ segir Lára sem að leitaði sér hjálpar. Hún mætir reglulega á fundi og hefur misst af æfingum vegna þeirra. Hún viðurkennir að hafa dottið í sjálfsvorkunn vegna þess en hún veit hvað þetta gerir henni gott. „Ég er ánægð hvar ég stend í dag. Bæði hvað kemur af fótboltanum og hvar ég er stödd með þetta,“ segir Lára Kristín Pedersen.Allt viðtalið má heyra hér.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Sjá meira