Allt í meðallagi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 13. mars 2019 20:00 Þar sem ekkert ógnar þér er vinsælasta bók höfundar. Simone van der Vlugt er ein af þekktustu glæpasagnahöfundum Hollendinga og Þar sem ekkert ógnar þér, sem komin er út á íslensku, mun vera vinsælasta bók hennar. Í stuttu máli er söguþráðurinn á þá leið að maður tekur Lisu, einstæða móður, og dóttur hennar í gíslingu. Önnur kona, Senta, verður vitni að þessu og ætlar að leita eftir aðstoð, en ófyrirsjáanlegt atvik kemur í veg fyrir það. Lesandinn fylgist með þessum tveimur konum og kynnist lífi þeirra. Spennan felst í því hvernig Lisa muni losna úr prísundinni. Þar sem ekkert ógnar þér er efni í fyrirtaks spennusögu, en sagan verður samt aldrei meira en í meðallagi spennandi. Maðurinn sem heldur Lisu í gíslingu er sálsjúkur morðingi og þeir kaflar sem snúa að sambandi þeirra eru eintóna og fátt verulega óvænt gerist. Höfundurinn fær sárafáar aðrar hugmyndir en að láta morðingjann beita Lisu ofbeldi. Hætt er við því að þær lýsingar virki afar fráhrindandi á lesandann. Saga Sentu, sem hverfist um einkalíf hennar, verður aldrei sérlega áhugaverð. Þessar tvær konur, Lisa og Senta, eru í forgrunni en sögur þeirra tveggja tvinnast ekki nægilega vel saman, þær eru aðskildar nema í byrjun og undir lokin. Það er einnig undir lokin sem algjörlega ónauðsynlegt morð er framið. Þar er einmitt dæmi um ákveðið úrræða- og hugmyndaleysi höfundar sem finnur enga aðra leið til að vekja áhuga lesandans en að demba yfir hann ofbeldi. Það sem á að vera hápunktur sögunnar verður ekki annað en yfirkeyrsla á hasar. Við þetta bætist að persónusköpun er nokkuð flöt og lesandinn hefur því ekki næga samúð með konunum tveimur sem báðar glíma við erfiðleika í einkalífi. Vinsældir bókarinnar vekja nokkra furðu, en hún hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar. Þar sem ekkert ógnar þér er samt ekki beinlínis slæm glæpasaga. Gallinn er sá að hún nær því einfaldlega ekki að verða meira en saga í meðallagi. Þaulvanir glæpasagnalesendur hljóta að gera meiri kröfur en það.Niðurstaða: Glæpasaga sem nær aldrei almennilega flugi og er of ofbeldisfull. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Simone van der Vlugt er ein af þekktustu glæpasagnahöfundum Hollendinga og Þar sem ekkert ógnar þér, sem komin er út á íslensku, mun vera vinsælasta bók hennar. Í stuttu máli er söguþráðurinn á þá leið að maður tekur Lisu, einstæða móður, og dóttur hennar í gíslingu. Önnur kona, Senta, verður vitni að þessu og ætlar að leita eftir aðstoð, en ófyrirsjáanlegt atvik kemur í veg fyrir það. Lesandinn fylgist með þessum tveimur konum og kynnist lífi þeirra. Spennan felst í því hvernig Lisa muni losna úr prísundinni. Þar sem ekkert ógnar þér er efni í fyrirtaks spennusögu, en sagan verður samt aldrei meira en í meðallagi spennandi. Maðurinn sem heldur Lisu í gíslingu er sálsjúkur morðingi og þeir kaflar sem snúa að sambandi þeirra eru eintóna og fátt verulega óvænt gerist. Höfundurinn fær sárafáar aðrar hugmyndir en að láta morðingjann beita Lisu ofbeldi. Hætt er við því að þær lýsingar virki afar fráhrindandi á lesandann. Saga Sentu, sem hverfist um einkalíf hennar, verður aldrei sérlega áhugaverð. Þessar tvær konur, Lisa og Senta, eru í forgrunni en sögur þeirra tveggja tvinnast ekki nægilega vel saman, þær eru aðskildar nema í byrjun og undir lokin. Það er einnig undir lokin sem algjörlega ónauðsynlegt morð er framið. Þar er einmitt dæmi um ákveðið úrræða- og hugmyndaleysi höfundar sem finnur enga aðra leið til að vekja áhuga lesandans en að demba yfir hann ofbeldi. Það sem á að vera hápunktur sögunnar verður ekki annað en yfirkeyrsla á hasar. Við þetta bætist að persónusköpun er nokkuð flöt og lesandinn hefur því ekki næga samúð með konunum tveimur sem báðar glíma við erfiðleika í einkalífi. Vinsældir bókarinnar vekja nokkra furðu, en hún hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar. Þar sem ekkert ógnar þér er samt ekki beinlínis slæm glæpasaga. Gallinn er sá að hún nær því einfaldlega ekki að verða meira en saga í meðallagi. Þaulvanir glæpasagnalesendur hljóta að gera meiri kröfur en það.Niðurstaða: Glæpasaga sem nær aldrei almennilega flugi og er of ofbeldisfull.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira