Bólusetningar á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu gengu vel í dag en hægt var að fá mislingabólusetningu frá klukkan 12:00 til 15:00. Frá því er greint á vef Heilsugæslunnar.
Á hverri stöð munu 30 til 90 börn hafa verið bólusett auk þess að nokkrir fullorðnir einstaklingar létu bólusetja sig. Aftur verður opið á heilsugæslustöðvum á morgun frá 12:00 til 15:00 og eiga allar stöðvar enn til bóluefni.
Boðið er upp á bólusetningar fyrir börn 6-18 mánaða gömul og fyrir fullorðna fædda 1970 eða síðar. Í frétt Heilsugæslunnar er lýst yfir ánægju yfir þeim mikla fjölda sem kom í bólusetningu með litlum fyrirvara og eru óbólusettir hvattir til að fjölmenna.
Bólusetningar gengu vel í dag

Tengdar fréttir

Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin
Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu.

Fimmta mislingatilfellið staðfest
Í dag staðfesti veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar síðastliðinn.

Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu
Þarf þó ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu segir sóttvarnalæknir.

Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita
Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim.