Drekinn kominn aftur til jarðar Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2019 13:43 Crew Dragon leggur hér af stað frá geimstöðinni. AP/NASA Geimfar SpaceX, sem til stendur að nota til að skjóta mönnum út í geim er lent á jörðinni aftur eftir fyrsta tilraunaflug farsins. Geimfarinu, sem kallast Crew Dragon, var skotið á loft frá Flórída á laugardagsmorgun og var því flogið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar þar sem það hefur verið undanfarna daga. Miðað við fyrstu viðbrögð starfsmanna Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, virðist sem allt hafi farið vel við lendinguna. Þetta er fyrsta tilraunaflug Crew Dragon. Farið var því ekki mannað að öðru leyti en að þar um borð er gína sem kallast Ripley, í höfuðið á persónu Sigourney Weaver í Alien myndunum. Gínan er af sömu gerðinni og Starman, sem SpaceX sendi í ævintýralegt ferðalag í fyrra. Ripley er búin fjölmörgum skynjurum sem nota á til að kanna mögulegt álag á geimfara við ferðir með Crew Dragon. Um borð var einnig lítil tuskubrúða í lagi jarðarinnar sem kallast Litla jörð.Earth will learn a lot during his busy week on @Space_Station - today he kept me company while we checked our suit sizing to account for space growth (I am 2 inches taller than when I launched!), then we did some translation adaptation. pic.twitter.com/A89tJauyQu — Anne McClain (@AstroAnnimal) March 4, 2019 SpaceX hefur gert samning við NASA um mannaðar geimferðir. Bandaríkjamenn hafa ekki geta skotið mönnum út í geim frá því að þeir lögðu síðustu geimskutlunni árið 2011 og hafa síðan þurft að reiða sig á Rússa um ferðir til og frá geimstöðinni. Vonast er til þess að SpaceX geti skotið geimförum út í geim seinna á þessu ári. Crew Dragon geimfarið lenti í Atlantshafinu nú fyrir skömmu þar sem björgunaraðilar á skipum biðu eftir því.Streaking through Earth's skies, here is @SpaceX's #CrewDragon seen during reentry. The 'Go Searcher' recovery ship is staged in the Atlantic Ocean awaiting #CrewDragon's splashdown at about 8:45am ET. Watch live: https://t.co/mzKW5uDsTipic.twitter.com/tkoxMOnQhM — NASA (@NASA) March 8, 2019Good splashdown of Dragon confirmed! pic.twitter.com/WK1nsNnOF5— SpaceX (@SpaceX) March 8, 2019 Geimurinn SpaceX Tækni Tengdar fréttir Geimferjan lagði snurðulaust að geimstöðinni Fyrsta tilraunaflug geimferju SpaceX sem á að flytja menn síðar á þessu ári gengur vel fram að þessu. 3. mars 2019 12:55 SpaceX tekur stórt skref í átt að mönnuðum geimferðum Til stendur að skjóta Crew Dragon geimfari fyrirtækisins á loft frá Flórída í fyrramálið. Farið verður ekki mannað þar sem að um tilraunaskot er að ræða en því verður þó flogið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og þar mun farið tengjast geimstöðinni. 1. mars 2019 14:15 Fyrsti hluti tilraunaskots SpaceX gekk að óskum Geimferja sem er ætlað að flytja menn á að koma til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar fyrir hádegi á morgun. 2. mars 2019 08:32 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Geimfar SpaceX, sem til stendur að nota til að skjóta mönnum út í geim er lent á jörðinni aftur eftir fyrsta tilraunaflug farsins. Geimfarinu, sem kallast Crew Dragon, var skotið á loft frá Flórída á laugardagsmorgun og var því flogið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar þar sem það hefur verið undanfarna daga. Miðað við fyrstu viðbrögð starfsmanna Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, virðist sem allt hafi farið vel við lendinguna. Þetta er fyrsta tilraunaflug Crew Dragon. Farið var því ekki mannað að öðru leyti en að þar um borð er gína sem kallast Ripley, í höfuðið á persónu Sigourney Weaver í Alien myndunum. Gínan er af sömu gerðinni og Starman, sem SpaceX sendi í ævintýralegt ferðalag í fyrra. Ripley er búin fjölmörgum skynjurum sem nota á til að kanna mögulegt álag á geimfara við ferðir með Crew Dragon. Um borð var einnig lítil tuskubrúða í lagi jarðarinnar sem kallast Litla jörð.Earth will learn a lot during his busy week on @Space_Station - today he kept me company while we checked our suit sizing to account for space growth (I am 2 inches taller than when I launched!), then we did some translation adaptation. pic.twitter.com/A89tJauyQu — Anne McClain (@AstroAnnimal) March 4, 2019 SpaceX hefur gert samning við NASA um mannaðar geimferðir. Bandaríkjamenn hafa ekki geta skotið mönnum út í geim frá því að þeir lögðu síðustu geimskutlunni árið 2011 og hafa síðan þurft að reiða sig á Rússa um ferðir til og frá geimstöðinni. Vonast er til þess að SpaceX geti skotið geimförum út í geim seinna á þessu ári. Crew Dragon geimfarið lenti í Atlantshafinu nú fyrir skömmu þar sem björgunaraðilar á skipum biðu eftir því.Streaking through Earth's skies, here is @SpaceX's #CrewDragon seen during reentry. The 'Go Searcher' recovery ship is staged in the Atlantic Ocean awaiting #CrewDragon's splashdown at about 8:45am ET. Watch live: https://t.co/mzKW5uDsTipic.twitter.com/tkoxMOnQhM — NASA (@NASA) March 8, 2019Good splashdown of Dragon confirmed! pic.twitter.com/WK1nsNnOF5— SpaceX (@SpaceX) March 8, 2019
Geimurinn SpaceX Tækni Tengdar fréttir Geimferjan lagði snurðulaust að geimstöðinni Fyrsta tilraunaflug geimferju SpaceX sem á að flytja menn síðar á þessu ári gengur vel fram að þessu. 3. mars 2019 12:55 SpaceX tekur stórt skref í átt að mönnuðum geimferðum Til stendur að skjóta Crew Dragon geimfari fyrirtækisins á loft frá Flórída í fyrramálið. Farið verður ekki mannað þar sem að um tilraunaskot er að ræða en því verður þó flogið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og þar mun farið tengjast geimstöðinni. 1. mars 2019 14:15 Fyrsti hluti tilraunaskots SpaceX gekk að óskum Geimferja sem er ætlað að flytja menn á að koma til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar fyrir hádegi á morgun. 2. mars 2019 08:32 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Geimferjan lagði snurðulaust að geimstöðinni Fyrsta tilraunaflug geimferju SpaceX sem á að flytja menn síðar á þessu ári gengur vel fram að þessu. 3. mars 2019 12:55
SpaceX tekur stórt skref í átt að mönnuðum geimferðum Til stendur að skjóta Crew Dragon geimfari fyrirtækisins á loft frá Flórída í fyrramálið. Farið verður ekki mannað þar sem að um tilraunaskot er að ræða en því verður þó flogið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og þar mun farið tengjast geimstöðinni. 1. mars 2019 14:15
Fyrsti hluti tilraunaskots SpaceX gekk að óskum Geimferja sem er ætlað að flytja menn á að koma til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar fyrir hádegi á morgun. 2. mars 2019 08:32