Húsið á sér mikla sögu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. mars 2019 06:45 Húsið var upphaflega heimavist fyrir nemendur Íþróttakennaraskólans á Laugarvatni. Ungmennafélag Íslands flytur hluta starfsemi sinnar á Laugarvatn í sumar og opnar þar Ungmenna- og tómstundabúðir í haust. Samningur um það var undirritaður í gær. „Við erum að taka við íþróttamiðstöðinni á Laugarvatni. Bláskógabyggð á húsið og leigir okkur það, út á það gengur samningurinn okkar á milli,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands, (UMFÍ) sem skrifaði undir téðan samning í gær. Hún segir UMFÍ ætla að fara með mjög sértækt verkefni að Laugarvatni sem eru ungmennabúðir fyrir nemendur í 9. bekk grunnskóla landsins.Auður Inga hefur verið framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands frá 2015. Fréttablaðið/Stefán„Þá koma unglingarnir hingað og dvelja frá mánudegi til föstudags, slökkva á símunum sínum og eru í útivist og félagsfærni alla skólavikuna. Einhver gæti kallað þetta nútíma-núvitund!“ lýsir hún og segir íþrótta- og ungmennafélög einnig fá tækifæri til að nýta sér aðstöðuna í húsinu. „Svo munum við að sjálfsögðu leigja tíma í íþróttahúsinu á Laugarvatni af sveitarfélaginu,“ bætir hún við. Síðustu fimmtán ár hefur UMFÍ verið með ungmennabúðirnar á Laugum í Sælingsdal í Dalabyggð. „Okkur hefur liðið gífurlega vel á Laugum en mér skilst að það standi til að selja húsnæðið þar,“ segir Auður og upplýsir að aðsóknin hafi aukist ár frá ári og í vetur séu 2.100 nemendur úr yfir 50 grunnskólum bókaðir þar. En hvernig hús er íþróttamiðstöðin á Laugarvatni og hvaða hlutverki hefur það þjónað? „Upphaflega var það heimavist fyrir nemendur íþróttakennaraskólans þegar hann byrjaði. Húsið á sér mikla sögu og allnokkrir aðilar hafa komið að rekstri þess á mismunandi tíma,“ lýsir Auður. „Hér hefur áður verið rekin íþróttamiðstöð á vegum UMFÍ, ÍSÍ og menntamálaráðuneytisins, hún var á tímabili fræðslumiðstöð, notuð fyrir námskeið, æfingabúðir og ýmsa íþróttatengda starfsemi. Í samræmi við aldur hússins er ýmislegt komið á tíma og endurbætur eru byrjaðar þar nú þegar. Það er fullt af iðnaðarmönnum í augnablikinu að gera við og græja.“ Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Tímamót Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fleiri fréttir Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Sjá meira
Ungmennafélag Íslands flytur hluta starfsemi sinnar á Laugarvatn í sumar og opnar þar Ungmenna- og tómstundabúðir í haust. Samningur um það var undirritaður í gær. „Við erum að taka við íþróttamiðstöðinni á Laugarvatni. Bláskógabyggð á húsið og leigir okkur það, út á það gengur samningurinn okkar á milli,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands, (UMFÍ) sem skrifaði undir téðan samning í gær. Hún segir UMFÍ ætla að fara með mjög sértækt verkefni að Laugarvatni sem eru ungmennabúðir fyrir nemendur í 9. bekk grunnskóla landsins.Auður Inga hefur verið framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands frá 2015. Fréttablaðið/Stefán„Þá koma unglingarnir hingað og dvelja frá mánudegi til föstudags, slökkva á símunum sínum og eru í útivist og félagsfærni alla skólavikuna. Einhver gæti kallað þetta nútíma-núvitund!“ lýsir hún og segir íþrótta- og ungmennafélög einnig fá tækifæri til að nýta sér aðstöðuna í húsinu. „Svo munum við að sjálfsögðu leigja tíma í íþróttahúsinu á Laugarvatni af sveitarfélaginu,“ bætir hún við. Síðustu fimmtán ár hefur UMFÍ verið með ungmennabúðirnar á Laugum í Sælingsdal í Dalabyggð. „Okkur hefur liðið gífurlega vel á Laugum en mér skilst að það standi til að selja húsnæðið þar,“ segir Auður og upplýsir að aðsóknin hafi aukist ár frá ári og í vetur séu 2.100 nemendur úr yfir 50 grunnskólum bókaðir þar. En hvernig hús er íþróttamiðstöðin á Laugarvatni og hvaða hlutverki hefur það þjónað? „Upphaflega var það heimavist fyrir nemendur íþróttakennaraskólans þegar hann byrjaði. Húsið á sér mikla sögu og allnokkrir aðilar hafa komið að rekstri þess á mismunandi tíma,“ lýsir Auður. „Hér hefur áður verið rekin íþróttamiðstöð á vegum UMFÍ, ÍSÍ og menntamálaráðuneytisins, hún var á tímabili fræðslumiðstöð, notuð fyrir námskeið, æfingabúðir og ýmsa íþróttatengda starfsemi. Í samræmi við aldur hússins er ýmislegt komið á tíma og endurbætur eru byrjaðar þar nú þegar. Það er fullt af iðnaðarmönnum í augnablikinu að gera við og græja.“
Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Tímamót Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fleiri fréttir Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Sjá meira