Týnd í skógi Shakespeares Sigríður Jónsdóttir skrifar 1. mars 2019 11:45 En þó leikritið endi farsællega þýðir það ekki að sýningin fari á sama veg, segir gagnrýnandinn. Um síðustu helgi frumsýndi Þjóðleikhúsið Jónsmessunæturdraum eftir William Shakespeare, í nýrri þýðingu Þórarins Eldjárns, á stóra sviðinu. Verkið er ærslafullur gamanleikur um ást, öfund og losta í fjölbreyttum og stundum forvitnilegum formum en allt fer vel að lokum. En þó leikritið endi farsællega þýðir það ekki að sýningin fari á sama veg?…Heillandi í byrjun Jónsmessunæturdraumur er heillandi í byrjun. Anddyri Hótels Aþenu, sem myndi sóma sér vel í kvikmynd eftir Wes Anderson, býður áhorfendur velkomna með litagleði, dillandi tónlist og köldu kampavíni. Hilmar Jónsson, leikstjóri sýningarinnar, kynnir persónur verksins á ferskan máta og býr til lifandi umhverfi þar sem ólíkir söguþræðir samtvinnast á sviðinu, leikarar lauma sér inn og út úr hótelherbergjum og spjalla þess á milli. En þessi ágæta stemming varir stutt og fljótlega dettur botninn úr sýningunni. Áhugaverðu hugmyndirnar sem kynntar voru til sögunnar í byrjun birtast ekki aftur, hótelið er yfirgefið og skelin notuð til að tákna töfraskóginn þar sem unga fólkið týnist, en þar týnist leikritið líka. Ósanngjarnt er að leggja ábyrgðina á axlir unga fólksins í burðarhlutverkum sýningarinnar, þrjú þeirra eru að stíga sín fyrstu skref á atvinnusviði. Oddur Júlíusson, sá reynslumesti í kvartettinum, er að marka sér sérstöðu á íslensku leiksviði sem eitt mesta leikaraefni sinnar kynslóðar. Hann er fjölhæfur, tæknilega fær og fimur í textaflutningi. Í hans höndum ber Lýsander af fjórmenningunum, svo nokkru munar. Þórey Birgisdóttir leikur Hermíu, ástina hans, af tilfinningalegum þrótti en fótar sig betur í kómíkinni en dramatíkinni. Helena, leikin af Eygló Hilmarsdóttur, er besta vinkona Hermíu og heltekin af durtinum Demetríusi, leikinn af Hákoni Jóhannessyni. Eygló hefur margt til brunns að bera en líður fyrir vonda leikstjórn á hinni örvæntingarfullu Helenu. Hennar hlutverk er að hlaupa á eftir Demetríusi og bera sig algjörlega í von um að hann verðlauni hana með væntumþykju. Furðuleg karakteráhersla árið 2019, Helena er miklu áhugaverðari karakter en svo. Við þennan vanda á Hákon einnig að etja og leikur Demetríus kaldan, nánast fráhrindandi, samband þeirra tveggja verður þannig aldrei skiljanlegt.Undirbyggingu vantar Hinn duldi drifkraftur Jónsmessunæturdraums er hið tvíeggja tvenndarsamband aðalsfólksins Þeseifs og Hippólítu annars vegar og huldufólksins Óberons og Títaníu hins vegar. Ástríða þeirra og vélanir Þeseifs/Óberons hrinda öllu af stað. Yfirleitt eru þessi hlutverk leikin af sömu tveimur leikurunum og í þetta skiptið eru það Atli Rafn Sigurðarson og Birgitta Birgisdóttir sem eiga að tendra ástríðubálið. Ekki heppnast það betur en svo að þau eru bæði aftengd og áhugalaus, þá sérstaklega Atli Rafn. Birgitta bylgjast um sviðið af munúð en kveikir aldrei tilfinningalegt líf í Títaníu. Atli spígsporar um hjúpaður gervidemöntum og kaldhæðni sem hefta hann frekar en frelsa. Búkki, hin tvíhyrnda hjálparhella Óberons, er leikinn af Guðjóni Davíð Karlssyni af miklum móð en persónutöfrana vantar. Samband hans og Óberons á að vera á hómóerótísku nótunum sem heppnast illa vegna þess að undirbygginguna vantar. Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikur hlutverk Bossa og ætti að vera kjörin í hlutverkið. En hún leitar aftur í gamla dragkóngatakta sem hentar verkinu illa, Bossi æðir um á skjön við alla og verður truflandi afl í framvindunni. Starfsmenn Hótels Aþenu eru ekki af verri endanum en hópinn skipa fyrrnefnd Ólafía Hrönn, Sigurður Sigurjónsson, Bjarni Snæbjörnsson, Pálmi Gestsson, Edda Arnljótsdóttir og Aron Steinn Ásbjarnarson. Þeirra ljós fær svo sannarlega að skína þegar hótelstarfsmennirnir frumsýna leikritið inni í leikritinu, „Af Pýramusi unga og Þispu, stuttur þáttur, þrautleiðinlegur sorgargamanleikur“ enda besta atriði sýningarinnar. Reynsluboltarnir Pámi og Sigurður skilja að minna er meira þegar kemur að gamanleik en Bjarni lætur freistast og leitar í óþarfa ýkjur. Synd er að sjá hæfileika Eddu jafn vannýtta í verki sem hún ætti að blómstra í. Aron Steinn gerir sér lítið fyrir, með hjálp smáhundsins Skottu, og stelur senunni, án þess að segja stakt orð.Íburðarmikil umgjörð Listræn umgjörð sýningarinnar er íburðarmikil og töfrandi. Leikmyndahönnuðurinn Eva Signý Berger er að ná tökum á víddum stóra sviðsins, hótelið er listasmíð en týnist þegar hringsviðið fer af stað sem setur stigapallinn í forgrunn, þannig takmarkast rýmið frekar en að opnast. Töfraskógurinn lifnar aldrei við og hótelhugmyndin er illa nýtt. Búningahönnun Karenar Briem er vissulega djörf og glysgjörn en skortir, líkt og sýninguna, heildarmynd. Hæfileikar Gísla Galdurs Þorgeirssonar á tónlistarsviðinu eru ótvíræðir, og hinir frumsömdu tónar hans hér eru hljómþýðir, en sjaldan hefur honum misheppnast jafn hrapallega í tónlistarstjórnun. Sú ákvörðun að pota tilviljunarkenndum tónlistaratriðum inn í sýninguna er ekki bara vond heldur illa útfærð og senurnar eru vandræðalegar. Alla rekur í rogastans á meðan karakterar bresta í karókísöng til að útskýra sína afstöðu í verkinu, eftir hlé sjást síðan þessi atriði ekki meir. Þýðing söngtextanna er líka alveg á skjön við þýðingu leiktextans enda er önnur manneskja þar að baki. Í heildina tekst Katrínu Gunnarsdóttur betur upp þegar kemur að dansinum, sérstaklega sviðshreyfingum álfanna, alveg fram að síðasta atriði sýningarinnar sem er álíka dapurlegt og karókíbræðingurinn fyrir hlé. Samband Þjóðleikhússins við höfuðskáld Bretlandseyjanna hefur verið brokkgengt á síðustu árum og ekki skánar það með Jónsmessunæturdraumi. Þýðing Þórarins Eldjárns er ágæt en túlkun listrænna stjórnenda nær aldrei neinni dýpt. Hilmar skortir samræmda hugmyndafræði og er sýningin samansett úr stökum atriðum sem hann nær aldrei að bræða saman. Leikararnir virðast vera að leika í mismunandi sýningum, hver og einn með mismunandi nálgun. Alltof mikil áhersla er lögð á umgjörðina og sniðugar skyndilausnir frekar en að sýna bæði textanum og áhorfendum þá virðingu sem þau eiga skilið. Innihaldslítill glingurglundroði. Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Um síðustu helgi frumsýndi Þjóðleikhúsið Jónsmessunæturdraum eftir William Shakespeare, í nýrri þýðingu Þórarins Eldjárns, á stóra sviðinu. Verkið er ærslafullur gamanleikur um ást, öfund og losta í fjölbreyttum og stundum forvitnilegum formum en allt fer vel að lokum. En þó leikritið endi farsællega þýðir það ekki að sýningin fari á sama veg?…Heillandi í byrjun Jónsmessunæturdraumur er heillandi í byrjun. Anddyri Hótels Aþenu, sem myndi sóma sér vel í kvikmynd eftir Wes Anderson, býður áhorfendur velkomna með litagleði, dillandi tónlist og köldu kampavíni. Hilmar Jónsson, leikstjóri sýningarinnar, kynnir persónur verksins á ferskan máta og býr til lifandi umhverfi þar sem ólíkir söguþræðir samtvinnast á sviðinu, leikarar lauma sér inn og út úr hótelherbergjum og spjalla þess á milli. En þessi ágæta stemming varir stutt og fljótlega dettur botninn úr sýningunni. Áhugaverðu hugmyndirnar sem kynntar voru til sögunnar í byrjun birtast ekki aftur, hótelið er yfirgefið og skelin notuð til að tákna töfraskóginn þar sem unga fólkið týnist, en þar týnist leikritið líka. Ósanngjarnt er að leggja ábyrgðina á axlir unga fólksins í burðarhlutverkum sýningarinnar, þrjú þeirra eru að stíga sín fyrstu skref á atvinnusviði. Oddur Júlíusson, sá reynslumesti í kvartettinum, er að marka sér sérstöðu á íslensku leiksviði sem eitt mesta leikaraefni sinnar kynslóðar. Hann er fjölhæfur, tæknilega fær og fimur í textaflutningi. Í hans höndum ber Lýsander af fjórmenningunum, svo nokkru munar. Þórey Birgisdóttir leikur Hermíu, ástina hans, af tilfinningalegum þrótti en fótar sig betur í kómíkinni en dramatíkinni. Helena, leikin af Eygló Hilmarsdóttur, er besta vinkona Hermíu og heltekin af durtinum Demetríusi, leikinn af Hákoni Jóhannessyni. Eygló hefur margt til brunns að bera en líður fyrir vonda leikstjórn á hinni örvæntingarfullu Helenu. Hennar hlutverk er að hlaupa á eftir Demetríusi og bera sig algjörlega í von um að hann verðlauni hana með væntumþykju. Furðuleg karakteráhersla árið 2019, Helena er miklu áhugaverðari karakter en svo. Við þennan vanda á Hákon einnig að etja og leikur Demetríus kaldan, nánast fráhrindandi, samband þeirra tveggja verður þannig aldrei skiljanlegt.Undirbyggingu vantar Hinn duldi drifkraftur Jónsmessunæturdraums er hið tvíeggja tvenndarsamband aðalsfólksins Þeseifs og Hippólítu annars vegar og huldufólksins Óberons og Títaníu hins vegar. Ástríða þeirra og vélanir Þeseifs/Óberons hrinda öllu af stað. Yfirleitt eru þessi hlutverk leikin af sömu tveimur leikurunum og í þetta skiptið eru það Atli Rafn Sigurðarson og Birgitta Birgisdóttir sem eiga að tendra ástríðubálið. Ekki heppnast það betur en svo að þau eru bæði aftengd og áhugalaus, þá sérstaklega Atli Rafn. Birgitta bylgjast um sviðið af munúð en kveikir aldrei tilfinningalegt líf í Títaníu. Atli spígsporar um hjúpaður gervidemöntum og kaldhæðni sem hefta hann frekar en frelsa. Búkki, hin tvíhyrnda hjálparhella Óberons, er leikinn af Guðjóni Davíð Karlssyni af miklum móð en persónutöfrana vantar. Samband hans og Óberons á að vera á hómóerótísku nótunum sem heppnast illa vegna þess að undirbygginguna vantar. Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikur hlutverk Bossa og ætti að vera kjörin í hlutverkið. En hún leitar aftur í gamla dragkóngatakta sem hentar verkinu illa, Bossi æðir um á skjön við alla og verður truflandi afl í framvindunni. Starfsmenn Hótels Aþenu eru ekki af verri endanum en hópinn skipa fyrrnefnd Ólafía Hrönn, Sigurður Sigurjónsson, Bjarni Snæbjörnsson, Pálmi Gestsson, Edda Arnljótsdóttir og Aron Steinn Ásbjarnarson. Þeirra ljós fær svo sannarlega að skína þegar hótelstarfsmennirnir frumsýna leikritið inni í leikritinu, „Af Pýramusi unga og Þispu, stuttur þáttur, þrautleiðinlegur sorgargamanleikur“ enda besta atriði sýningarinnar. Reynsluboltarnir Pámi og Sigurður skilja að minna er meira þegar kemur að gamanleik en Bjarni lætur freistast og leitar í óþarfa ýkjur. Synd er að sjá hæfileika Eddu jafn vannýtta í verki sem hún ætti að blómstra í. Aron Steinn gerir sér lítið fyrir, með hjálp smáhundsins Skottu, og stelur senunni, án þess að segja stakt orð.Íburðarmikil umgjörð Listræn umgjörð sýningarinnar er íburðarmikil og töfrandi. Leikmyndahönnuðurinn Eva Signý Berger er að ná tökum á víddum stóra sviðsins, hótelið er listasmíð en týnist þegar hringsviðið fer af stað sem setur stigapallinn í forgrunn, þannig takmarkast rýmið frekar en að opnast. Töfraskógurinn lifnar aldrei við og hótelhugmyndin er illa nýtt. Búningahönnun Karenar Briem er vissulega djörf og glysgjörn en skortir, líkt og sýninguna, heildarmynd. Hæfileikar Gísla Galdurs Þorgeirssonar á tónlistarsviðinu eru ótvíræðir, og hinir frumsömdu tónar hans hér eru hljómþýðir, en sjaldan hefur honum misheppnast jafn hrapallega í tónlistarstjórnun. Sú ákvörðun að pota tilviljunarkenndum tónlistaratriðum inn í sýninguna er ekki bara vond heldur illa útfærð og senurnar eru vandræðalegar. Alla rekur í rogastans á meðan karakterar bresta í karókísöng til að útskýra sína afstöðu í verkinu, eftir hlé sjást síðan þessi atriði ekki meir. Þýðing söngtextanna er líka alveg á skjön við þýðingu leiktextans enda er önnur manneskja þar að baki. Í heildina tekst Katrínu Gunnarsdóttur betur upp þegar kemur að dansinum, sérstaklega sviðshreyfingum álfanna, alveg fram að síðasta atriði sýningarinnar sem er álíka dapurlegt og karókíbræðingurinn fyrir hlé. Samband Þjóðleikhússins við höfuðskáld Bretlandseyjanna hefur verið brokkgengt á síðustu árum og ekki skánar það með Jónsmessunæturdraumi. Þýðing Þórarins Eldjárns er ágæt en túlkun listrænna stjórnenda nær aldrei neinni dýpt. Hilmar skortir samræmda hugmyndafræði og er sýningin samansett úr stökum atriðum sem hann nær aldrei að bræða saman. Leikararnir virðast vera að leika í mismunandi sýningum, hver og einn með mismunandi nálgun. Alltof mikil áhersla er lögð á umgjörðina og sniðugar skyndilausnir frekar en að sýna bæði textanum og áhorfendum þá virðingu sem þau eiga skilið. Innihaldslítill glingurglundroði.
Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira