Félagar í Sjómannafélaginu krefjast nýrra kosninga Jakob Bjarnar skrifar 6. mars 2019 15:53 Jónas, Heiðveig María og Bergur. Stjórn Sjómannafélags Íslands vill nú ná sáttum við Heiðveigu Maríu. Að sögn Bergs Þorkelssonar, sem var sjálfkjörinn formaður Sjómannafélags Íslands á síðasta aðalfundi sem fram fór í desember á síðasta ári, hefur Heiðveigu Maríu Einarsdóttur verið sent bréf. „Ég get ekki tjáð mig um innihald þess en bréfið er sent til að reyna að ná fram sátt í málinu,“ segir Bergur en í dag var haldinn 18 manna fundur hjá félaginu. Sitjandi formaður SÍ er Jónas Garðarsson en samkvæmt lögum félagsins tekur Bergur við þegar næsti aðalfundur fer fram. Að öllu óbreyttu, en þar um ríkir reyndar nokkur óvissa.Vilja sættast við Heiðveigu Maríu Fundinn sátu stjórn og trúnaðarmannaráð SÍ. Þar var sú staða sem upp er kominn eftir úrskurð Félagsdóms sem meðal annars dæmdi SÍ til hárra sektargreiðslna, brottvikningu Heiðveigar Maríu úr félaginu ólögmæta sem og reglu sem stuðst var við sem hindraði framboð hennar til stjórnar. Þar er um að ræða hina svokölluðu þriggja ára regla sem kveður á um að þeir einir séu kjörgengir í stjórn sem hafa greitt hafa félagsgjöld í þrjú ár. Þetta segir Félagsdómur að stangist á við lagaákvæði um félagaðild.Bergur hefur verið og er sitjandi gjaldkeri SÍ en mun, að öllu óbreyttu, taka við sem formaður félagsins á næsta aðalfundi. En, það kann að fara á annan veg en menn ætluðu.visir/vilhelmÍ kjölfar niðurstöðu Félagsdóms, í máli Heiðveigar Maríu gegn SÍ, taldi Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Heiðveigar, engum blöðum um það að fletta að dómurinn þýddi að síðasta stjórnarkjör hafi verið kolólöglegt. Bergur segir að á fundinum hafi verið rætt erindi sem tveir félagsmenn undirrituðu og sneri að þessu atriði. Ákveðið var að vísa því erindi til kjörnefndar. Vísir hefur þetta erindi undir höndum en undir það rita Sigurður Þórður Jónsson og Arnar Leó Árnason. Sigurður var varaformannsefni Heiðveigar Maríu Einarsdóttur í fyrirhuguðu framboði til stjórnar, en aldrei kom til þess að sá listi yrði í kjöri. Þar er farið fram á að um málið verði fjallað af hlutlausum aðilum og að nýtt stjórnarkjör fari fram hið fyrsta.Erindi til stjórnar vegna Félagsdóms„Reykjavík 4.mars 2019Berist til stjórnar Sjómannafélag Íslands og eftir atvikum trúnaðarmannaráðs:Við undirritaðir óskum eftir að stjórn taki til umfjöllunar eftirfarandi kröfur okkar og svari þeim jafnframt skriflega að fundi loknum.Sigurður hefur sent erindi til SÍ þar sem hann fer fram á að kosningarnar verði endurteknar.Nú þegar hefur félagið tapað trausti vegna málaferla fyrir Félagsdómi vegna ákvarðanna stjórnar og trúnaðarmannaráðs. Fjárhagslegt tjón vegna þeirra er einnig verulegt. Því er það ítrekuð ósk undirritaðra að huga að hagsmunum félagsmanna og boða til kosninga hið fyrsta svo að hafið sé yfir allan vafa að stjórn félagsins starfi í umboði félagsmanna sem rétt kjörinn stjórn svo sómi sé af í lýðræðislegu stéttarfélagi.VirðingarfyllstSigurður Þórður Jónsson, félagsmaður SÍArnar Leó Árnason, félagsmaður SÍ“Er verið að fela eitthvað sem ekki þolir dagsljósið? Vísir ræddi við Sigurð, sem var á útstími með Viðey RE 50, en þar er hann kokkur um hvað honum sýndist um þá stöðu sem upp er komin? „Eftir að hafa heyrt í hinum almenna félagsmanni þá kemur niðurstaða Félagsdóms ekkert á óvart nema þá helst hversu mjög afdráttarlaus niðurstaðan var. Það er hins vegar viðbrögð margra þeirra sem sinnt hafa störfum fyrir SÍ í þessu fordæmalausa máli sem fær mann til þess að hugsa hvað þeim gangi til?“ spyr Sigurður.Heiðveig María á skrifstofu SÍ þegar hún lagði lista sinn fram. Hún var seinna rekin úr félaginu. Stjórn vill nú leita leiða til að sættast við hana eftir afdráttarlausan úrskurð Félagsdóms.visir/vilhelmHann segir niðurstöðu Félagsdóms er skýra og mikilvægt sé að úr málinu sé skorið hið fyrsta. „Komið hefur í ljós að stjórnarmenn og þeir sem hafa gengt trúnaðarstörfum fyrir félagið hafa vísvitandi sagt ósatt frá upphafi allt frá því að svokölluð 3ja ára regla var sett inn lög félagsins. Maður hefur spurt sig frá upphafi þessa máls hvað mönnum gangi til með því að ganga mjög hart og markvist fram til að koma í veg fyrir endurnýjun í forystu og trúnaðarstörfum fyrir félagið. Er verið að verja einhverja sérhagsmuni fámenns hóps sem setið hefur of lengi í trúnaðarstörfum SÍ, sem þola illa dagsljósið? Því ef horft er á málið í heild sinni er þá hefur stjórn félagsins ekki gengið fram í þessu máli með hagsmuni almenns félagsmanns í huga, þvert á móti.“Lamað félag með laskaðan trúverðugleika Sigurður segir að eftir sitji félagið með illa laskaðan trúverðugleika almennt. „Þetta er ekki bara skoðun almenns félagsmanns heldur almennings því málið er fordæmalaust og það hefur sýnt sig m.a. með þeim áhuga sem önnur stéttarfélög og ASÍ hafa sýnt málinu.“ Bráðnauðsynlegt sé að endurnýja umboðið. Þá gefur Sigurður ekki mikið fyrir það að erindi þeirra félaga hafi verið vísað til kjörnefndar, því það geti á engan hátt fjallað hlutlægt um þetta mál sé litið til þess hverjir þar sitja; meðal annarra einn sem ritaði bréfið þar sem farið var fram á að Heiðveig yrði rekin úr félaginu og lögmaður SÍ sem varði félagið fyrir Félagsdómi. Heiðveig María var í viðtali í Harmageddon í morgun, þá hafði hún ekkert heyrt frá félaginu en hún á sem sagt von á bréfi. Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Dómur Heiðveigu í vil kom Bergi „verulega á óvart“ Stjórn Sjómannafélags Íslands fundar á morgun vegna málsins. 26. febrúar 2019 21:03 Sjómannafélagið dæmt til hárra sektargreiðslna Heiðveig María hrósar sigri í Félagsdómi. 26. febrúar 2019 15:46 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Að sögn Bergs Þorkelssonar, sem var sjálfkjörinn formaður Sjómannafélags Íslands á síðasta aðalfundi sem fram fór í desember á síðasta ári, hefur Heiðveigu Maríu Einarsdóttur verið sent bréf. „Ég get ekki tjáð mig um innihald þess en bréfið er sent til að reyna að ná fram sátt í málinu,“ segir Bergur en í dag var haldinn 18 manna fundur hjá félaginu. Sitjandi formaður SÍ er Jónas Garðarsson en samkvæmt lögum félagsins tekur Bergur við þegar næsti aðalfundur fer fram. Að öllu óbreyttu, en þar um ríkir reyndar nokkur óvissa.Vilja sættast við Heiðveigu Maríu Fundinn sátu stjórn og trúnaðarmannaráð SÍ. Þar var sú staða sem upp er kominn eftir úrskurð Félagsdóms sem meðal annars dæmdi SÍ til hárra sektargreiðslna, brottvikningu Heiðveigar Maríu úr félaginu ólögmæta sem og reglu sem stuðst var við sem hindraði framboð hennar til stjórnar. Þar er um að ræða hina svokölluðu þriggja ára regla sem kveður á um að þeir einir séu kjörgengir í stjórn sem hafa greitt hafa félagsgjöld í þrjú ár. Þetta segir Félagsdómur að stangist á við lagaákvæði um félagaðild.Bergur hefur verið og er sitjandi gjaldkeri SÍ en mun, að öllu óbreyttu, taka við sem formaður félagsins á næsta aðalfundi. En, það kann að fara á annan veg en menn ætluðu.visir/vilhelmÍ kjölfar niðurstöðu Félagsdóms, í máli Heiðveigar Maríu gegn SÍ, taldi Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Heiðveigar, engum blöðum um það að fletta að dómurinn þýddi að síðasta stjórnarkjör hafi verið kolólöglegt. Bergur segir að á fundinum hafi verið rætt erindi sem tveir félagsmenn undirrituðu og sneri að þessu atriði. Ákveðið var að vísa því erindi til kjörnefndar. Vísir hefur þetta erindi undir höndum en undir það rita Sigurður Þórður Jónsson og Arnar Leó Árnason. Sigurður var varaformannsefni Heiðveigar Maríu Einarsdóttur í fyrirhuguðu framboði til stjórnar, en aldrei kom til þess að sá listi yrði í kjöri. Þar er farið fram á að um málið verði fjallað af hlutlausum aðilum og að nýtt stjórnarkjör fari fram hið fyrsta.Erindi til stjórnar vegna Félagsdóms„Reykjavík 4.mars 2019Berist til stjórnar Sjómannafélag Íslands og eftir atvikum trúnaðarmannaráðs:Við undirritaðir óskum eftir að stjórn taki til umfjöllunar eftirfarandi kröfur okkar og svari þeim jafnframt skriflega að fundi loknum.Sigurður hefur sent erindi til SÍ þar sem hann fer fram á að kosningarnar verði endurteknar.Nú þegar hefur félagið tapað trausti vegna málaferla fyrir Félagsdómi vegna ákvarðanna stjórnar og trúnaðarmannaráðs. Fjárhagslegt tjón vegna þeirra er einnig verulegt. Því er það ítrekuð ósk undirritaðra að huga að hagsmunum félagsmanna og boða til kosninga hið fyrsta svo að hafið sé yfir allan vafa að stjórn félagsins starfi í umboði félagsmanna sem rétt kjörinn stjórn svo sómi sé af í lýðræðislegu stéttarfélagi.VirðingarfyllstSigurður Þórður Jónsson, félagsmaður SÍArnar Leó Árnason, félagsmaður SÍ“Er verið að fela eitthvað sem ekki þolir dagsljósið? Vísir ræddi við Sigurð, sem var á útstími með Viðey RE 50, en þar er hann kokkur um hvað honum sýndist um þá stöðu sem upp er komin? „Eftir að hafa heyrt í hinum almenna félagsmanni þá kemur niðurstaða Félagsdóms ekkert á óvart nema þá helst hversu mjög afdráttarlaus niðurstaðan var. Það er hins vegar viðbrögð margra þeirra sem sinnt hafa störfum fyrir SÍ í þessu fordæmalausa máli sem fær mann til þess að hugsa hvað þeim gangi til?“ spyr Sigurður.Heiðveig María á skrifstofu SÍ þegar hún lagði lista sinn fram. Hún var seinna rekin úr félaginu. Stjórn vill nú leita leiða til að sættast við hana eftir afdráttarlausan úrskurð Félagsdóms.visir/vilhelmHann segir niðurstöðu Félagsdóms er skýra og mikilvægt sé að úr málinu sé skorið hið fyrsta. „Komið hefur í ljós að stjórnarmenn og þeir sem hafa gengt trúnaðarstörfum fyrir félagið hafa vísvitandi sagt ósatt frá upphafi allt frá því að svokölluð 3ja ára regla var sett inn lög félagsins. Maður hefur spurt sig frá upphafi þessa máls hvað mönnum gangi til með því að ganga mjög hart og markvist fram til að koma í veg fyrir endurnýjun í forystu og trúnaðarstörfum fyrir félagið. Er verið að verja einhverja sérhagsmuni fámenns hóps sem setið hefur of lengi í trúnaðarstörfum SÍ, sem þola illa dagsljósið? Því ef horft er á málið í heild sinni er þá hefur stjórn félagsins ekki gengið fram í þessu máli með hagsmuni almenns félagsmanns í huga, þvert á móti.“Lamað félag með laskaðan trúverðugleika Sigurður segir að eftir sitji félagið með illa laskaðan trúverðugleika almennt. „Þetta er ekki bara skoðun almenns félagsmanns heldur almennings því málið er fordæmalaust og það hefur sýnt sig m.a. með þeim áhuga sem önnur stéttarfélög og ASÍ hafa sýnt málinu.“ Bráðnauðsynlegt sé að endurnýja umboðið. Þá gefur Sigurður ekki mikið fyrir það að erindi þeirra félaga hafi verið vísað til kjörnefndar, því það geti á engan hátt fjallað hlutlægt um þetta mál sé litið til þess hverjir þar sitja; meðal annarra einn sem ritaði bréfið þar sem farið var fram á að Heiðveig yrði rekin úr félaginu og lögmaður SÍ sem varði félagið fyrir Félagsdómi. Heiðveig María var í viðtali í Harmageddon í morgun, þá hafði hún ekkert heyrt frá félaginu en hún á sem sagt von á bréfi.
Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Dómur Heiðveigu í vil kom Bergi „verulega á óvart“ Stjórn Sjómannafélags Íslands fundar á morgun vegna málsins. 26. febrúar 2019 21:03 Sjómannafélagið dæmt til hárra sektargreiðslna Heiðveig María hrósar sigri í Félagsdómi. 26. febrúar 2019 15:46 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Dómur Heiðveigu í vil kom Bergi „verulega á óvart“ Stjórn Sjómannafélags Íslands fundar á morgun vegna málsins. 26. febrúar 2019 21:03
Sjómannafélagið dæmt til hárra sektargreiðslna Heiðveig María hrósar sigri í Félagsdómi. 26. febrúar 2019 15:46