Misjafnt hversu mikil eftirspurn er eftir háskólamenntuðum Ari Brynjólfsson skrifar 6. mars 2019 08:00 Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Mynd/Kristinn Ingvarsson Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir mikilvægt að nemendur séu vel upplýstir um þá möguleika sem þeir hafa að loknu námi. HÍ hefur stigið skref til að efla starfsráðgjöf og leitar leiða til að styrkja tengsl milli náms og starfsvettvangs. Fram kom í skýrslu Vinnumálastofnunar fyrir janúarmánuð að atvinnuleysi meðal háskólamenntaðra hefur aukist verulega á síðustu mánuðum. Jón Atli segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að mikilvægt sé að nemendur séu vel upplýstir um þá möguleika sem þeir hafa að loknu námi. Búið sé að efla starfsráðgjöf Háskólans á undanförnum misserum, meðal annars með tilkomu Tengslatorgs sem er atvinnumiðlun fyrir stúdenta og skipulagðri dagskrá Atvinnudaga HÍ. Eftirspurnin sveiflast eftir tímabilum og fræðasviðum. „Það er misjafnt eftir fræðasviðum og tímabilum hversu mikil eftirspurn er eftir háskólamenntuðu fólki í samfélaginu. Þannig er t.d. mikil eftirspurn eftir háskólamenntuðum kennurum um þessar mundir og við erum að bregðast við því í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið,“ segir Jón Atli. „Við viljum líka undirstrika að háskólanám hefur gildi í sjálfu sér og háskólamenntað fólk skapar oft nýjar atvinnugreinar og þannig eykst eftirspurn eftir háskólamenntuðu fólki. Við sjáum líka að með fjölbreyttara hátæknisamfélagi eykst þverfræðileg samvinna milli ólíkra fræðasviða sem skapar mörg ný tækifæri fyrir háskólafólk.“ Um síðustu helgi kynntu sjö háskólar á Íslandi yfir 500 námsbrautir sem standa nemendum til boða í haust. „Á haustmisseri 2018 voru vinsælustu greinarnar hjá nýnemum í grunnnámi viðskiptafræði, sálfræði, hjúkrunarfræði, lögfræði, tölvunarfræði, lífeindafræði og félagsráðgjöf en í framhaldsnámi opinber stjórnsýsla, lögfræði, uppeldis- og menntunarfræði og læknisfræði.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Innlent Fleiri fréttir NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Sjá meira
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir mikilvægt að nemendur séu vel upplýstir um þá möguleika sem þeir hafa að loknu námi. HÍ hefur stigið skref til að efla starfsráðgjöf og leitar leiða til að styrkja tengsl milli náms og starfsvettvangs. Fram kom í skýrslu Vinnumálastofnunar fyrir janúarmánuð að atvinnuleysi meðal háskólamenntaðra hefur aukist verulega á síðustu mánuðum. Jón Atli segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að mikilvægt sé að nemendur séu vel upplýstir um þá möguleika sem þeir hafa að loknu námi. Búið sé að efla starfsráðgjöf Háskólans á undanförnum misserum, meðal annars með tilkomu Tengslatorgs sem er atvinnumiðlun fyrir stúdenta og skipulagðri dagskrá Atvinnudaga HÍ. Eftirspurnin sveiflast eftir tímabilum og fræðasviðum. „Það er misjafnt eftir fræðasviðum og tímabilum hversu mikil eftirspurn er eftir háskólamenntuðu fólki í samfélaginu. Þannig er t.d. mikil eftirspurn eftir háskólamenntuðum kennurum um þessar mundir og við erum að bregðast við því í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið,“ segir Jón Atli. „Við viljum líka undirstrika að háskólanám hefur gildi í sjálfu sér og háskólamenntað fólk skapar oft nýjar atvinnugreinar og þannig eykst eftirspurn eftir háskólamenntuðu fólki. Við sjáum líka að með fjölbreyttara hátæknisamfélagi eykst þverfræðileg samvinna milli ólíkra fræðasviða sem skapar mörg ný tækifæri fyrir háskólafólk.“ Um síðustu helgi kynntu sjö háskólar á Íslandi yfir 500 námsbrautir sem standa nemendum til boða í haust. „Á haustmisseri 2018 voru vinsælustu greinarnar hjá nýnemum í grunnnámi viðskiptafræði, sálfræði, hjúkrunarfræði, lögfræði, tölvunarfræði, lífeindafræði og félagsráðgjöf en í framhaldsnámi opinber stjórnsýsla, lögfræði, uppeldis- og menntunarfræði og læknisfræði.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Innlent Fleiri fréttir NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Sjá meira