Wade skipti um treyju við lítt þekktan leikmann í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2019 15:30 Dwyane Wade og Kevin Huerter eftir leik. Getty/Michael Reaves/ Dwyane Wade kom mörgum á óvart eftir leik Miami Heat og Atlanta Hawks ekki síst þeim leikmanni sem fékk Miami-treyjuna hans í leikslok. Dwyane Wade er á sínu síðasta tímabili í NBA-deildinni og hefur það fyrir sið að skiptast á treyjum við leikmann í liði mótherjanna eftir hvern leik. Wade hefur öðlast mikla virðingu á sínum ferli í NBA og á marga góða kunningja meðal bestu leikmanna deildarinnar. Wade hefur skipt um treyjur við menn eins og LeBron James, Stephen Curry og Ben Simmons og það vilja margir komast yfir treyju þessa frábæra leikmanns.Kevin Huerter grew up idolizing D-Wade, so Wade pulled him aside for a jersey swap after the game pic.twitter.com/3Wz0m6aqlr — Bleacher Report (@BleacherReport) March 5, 2019 Dwyane Wade var að mæta Atlanta Hawks í þriðja sinn á tímabilinu í nótt og hafði áður skipt um treyjur við þá Vince Carter og Trae Young. Vince Carter er goðsögn í deildinni og Trae Young er einn af bestu nýliðum ársins. Það kom flestum á óvart þegar Dwyane Wade fór til hins lítt þekkta Kevin Huerter í leikslok. Kevin Huerter er tvítugur á sínu fyrsta ári í NBA-deildinni. Atlanta Hawks valdi hann númer nítján í nýliðavalinu síðasta sumar. Kevin Huerter er með 9,4 stig, 3,2 fráköst og 2,7 stoðsendingar að meðaltali á 27,2 mínútum í vetur. Hann er 201 sentímetra skotbakvörður. Dwyane Wade ákvað að verðlauna leikmann sem var með Wade sjálfan sem fyrirmynd og spilaði meira að segja í sama númeri og hann. „Hann var vanur að spila í mínum skóm. Hann spilar í númer þrjú vegna mín. Hann horfði upp til mín. Ég vissi því að ætlaði að koma honum á óvart í síðasta skiptið sem ég spilaði á móti honum,“ sagði Dwyane Wade. Dwyane Wade skoraði 23 stig á 31 mínútu í leiknum og var einnig með 5 stoðsendingar og 2 varin. Kevin Huerter skoraði 13 stig á 24 mínútum. NBA Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Sjá meira
Dwyane Wade kom mörgum á óvart eftir leik Miami Heat og Atlanta Hawks ekki síst þeim leikmanni sem fékk Miami-treyjuna hans í leikslok. Dwyane Wade er á sínu síðasta tímabili í NBA-deildinni og hefur það fyrir sið að skiptast á treyjum við leikmann í liði mótherjanna eftir hvern leik. Wade hefur öðlast mikla virðingu á sínum ferli í NBA og á marga góða kunningja meðal bestu leikmanna deildarinnar. Wade hefur skipt um treyjur við menn eins og LeBron James, Stephen Curry og Ben Simmons og það vilja margir komast yfir treyju þessa frábæra leikmanns.Kevin Huerter grew up idolizing D-Wade, so Wade pulled him aside for a jersey swap after the game pic.twitter.com/3Wz0m6aqlr — Bleacher Report (@BleacherReport) March 5, 2019 Dwyane Wade var að mæta Atlanta Hawks í þriðja sinn á tímabilinu í nótt og hafði áður skipt um treyjur við þá Vince Carter og Trae Young. Vince Carter er goðsögn í deildinni og Trae Young er einn af bestu nýliðum ársins. Það kom flestum á óvart þegar Dwyane Wade fór til hins lítt þekkta Kevin Huerter í leikslok. Kevin Huerter er tvítugur á sínu fyrsta ári í NBA-deildinni. Atlanta Hawks valdi hann númer nítján í nýliðavalinu síðasta sumar. Kevin Huerter er með 9,4 stig, 3,2 fráköst og 2,7 stoðsendingar að meðaltali á 27,2 mínútum í vetur. Hann er 201 sentímetra skotbakvörður. Dwyane Wade ákvað að verðlauna leikmann sem var með Wade sjálfan sem fyrirmynd og spilaði meira að segja í sama númeri og hann. „Hann var vanur að spila í mínum skóm. Hann spilar í númer þrjú vegna mín. Hann horfði upp til mín. Ég vissi því að ætlaði að koma honum á óvart í síðasta skiptið sem ég spilaði á móti honum,“ sagði Dwyane Wade. Dwyane Wade skoraði 23 stig á 31 mínútu í leiknum og var einnig með 5 stoðsendingar og 2 varin. Kevin Huerter skoraði 13 stig á 24 mínútum.
NBA Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Sjá meira