Vantaði töluvert upp á grunngildin hjá okkur Hjörvar Ólafsson skrifar 5. mars 2019 09:45 Dagný Brynjarsdóttir í leiknum í gær. vísir/getty Íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu var kippt niður á jörðina þegar liðið mætti Skotlandi í vináttulandsleik á Algarve-mótinu á Portúgal í gær. Lokatölur í leiknum urðu 4-1 Skotlandi í vil en skoska liðið hafði 2-0 forystu í hálfleik. Það var Sara Björk Gunnarsdóttir sem skoraði mark íslenska liðsins með góðu skoti eftir fínan undirbúning frá Svövu Rós Guðmundsdóttur sem fékk tækifæri í framlínu íslenska liðsins í leiknum. Jón Þór Hauksson og Ian David Jeffs gerðu sex breytingar á byrjunarliði sínu frá jafntef linu við Kanada í fyrsta leik mótsins. Þá gerðu þeir sömuleiðis sex skiptingar í leiknum, tvær í hálfleik og fjórar í seinni hálfleik. Þeir hyggjast halda áfram að skipta mínútum milli leikmannahópsins, eins og planið var fyrir ferðina, í leiknum um sæti á mótinu á morgun. „Við vorum bara ekki að spila vel sem lið í þessum leik. Frammistaðan var bara eins og úrslitin gefa til kynna. Við náðum ekki að kalla fram þau einkenni sem hafa einkennt liðið undanfarin ár. Það er grimmd í návígjum, varnarskipulag og þá vörðumst við illa í föstum leikatriðum,“ sagði Jón Þór í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. „Við erum svo að freista þess að halda boltanum betur innan liðsins og vera hugrakkari í að spila boltanum út úr erfiðum stöðum. Það gekk ekki nógu vel í þessum leik og við vorum að missa boltann klaufalega trekk í trekk og senda hann til þeirra jafnvel þótt við værum ekki undir pressu. Þær refsuðu nokkrum sinnum fyrir þau mistök,“ sagði Jón Þór enn fremur um spilamennsku íslenska liðsins í leiknum. „Það er meðvituð stefna bæði hjá yngri landsliðum og A-landsliðinu að vera betri í því að spila boltanum á milli línanna og þora að fá boltann í erfiðum stöðum og leysa á annan hátt en að beita löngum sendingum. Við hvikum ekkert frá þeirri stefnu þrátt fyrir að hafa tapað illa í þessum leik og það hafi gengið brösuglega í þetta skiptið. Nú er bara að bretta upp ermar og halda áfram að vinna í því að koma leikmönnum út úr skelinni og bæta þær í því að losa pressu með þeim hætti sem við viljum innleiða. Það er gömul saga og ný hjá íslenskum landsliðum að þetta er vandamál og við hyggjumst tækla vandamálið í staðinn fyrir að fela það,“ segir hann um lærdóminn sem liðið tekur af leiknum. „Þetta var einnig þörf áminning fyrir okkur að ef að við erum ekki með grunnatriðin á hreinu þá fer illa. Það er ekki nóg að ætla að bæta sóknarleikinn og vinna leiki út frá því að spila boltanum vel á milli sín. Það þarf alltaf að berjast, spila skipulagðan varnarleik og vera fastar fyrir í návígi alls staðar á vellinum ef vel á að fara,“ sagði Jón Þór enn fremur um það sem hann tekur út úr leiknum. Margrét Lára Viðarsdóttir lék sinn fyrsta landsleik í tæp tvö ár og Dagný Brynjarsdóttir spilaði aftur í tíu mínútur eftir að hafa verið fjarverandi frá haustinu 2017. Jón Þór segir að þessir leikmenn séu töluvert frá sínu besta formi en jákvætt sé að undankeppni EM 2021 hefjist ekki fyrr en næsta haust. „Við bindum vonir við það að Dagný komist á skrið á undirbúningstímabilinu í Bandaríkjunum og leiki stórt hlutverk hjá Portland Thorns í framhaldinu. Sömuleiðis vonum við að Margrét Lára standi sig vel með Val í sumar. Þær eru báðar mikilvægar í okkar framtíðarplönum og það væri óskandi að þær væru komnar í sitt besta form þegar undankeppnin hefst um mánaðamótin ágúst og september síðar á þessu ári,“ segir þjálfarinn um framhaldið. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Fyrsta tap stelpnanna undir stjórn Jóns Þórs var skellur á móti Skotum Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu steinlá 4-1 á móti Skotum í öðrum leik sínum i Algarve-bikarnum í dag. 4. mars 2019 15:58 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Agla María snýr aftur í landsliðið Bein útsending: Þorsteinn tilkynnir hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu var kippt niður á jörðina þegar liðið mætti Skotlandi í vináttulandsleik á Algarve-mótinu á Portúgal í gær. Lokatölur í leiknum urðu 4-1 Skotlandi í vil en skoska liðið hafði 2-0 forystu í hálfleik. Það var Sara Björk Gunnarsdóttir sem skoraði mark íslenska liðsins með góðu skoti eftir fínan undirbúning frá Svövu Rós Guðmundsdóttur sem fékk tækifæri í framlínu íslenska liðsins í leiknum. Jón Þór Hauksson og Ian David Jeffs gerðu sex breytingar á byrjunarliði sínu frá jafntef linu við Kanada í fyrsta leik mótsins. Þá gerðu þeir sömuleiðis sex skiptingar í leiknum, tvær í hálfleik og fjórar í seinni hálfleik. Þeir hyggjast halda áfram að skipta mínútum milli leikmannahópsins, eins og planið var fyrir ferðina, í leiknum um sæti á mótinu á morgun. „Við vorum bara ekki að spila vel sem lið í þessum leik. Frammistaðan var bara eins og úrslitin gefa til kynna. Við náðum ekki að kalla fram þau einkenni sem hafa einkennt liðið undanfarin ár. Það er grimmd í návígjum, varnarskipulag og þá vörðumst við illa í föstum leikatriðum,“ sagði Jón Þór í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. „Við erum svo að freista þess að halda boltanum betur innan liðsins og vera hugrakkari í að spila boltanum út úr erfiðum stöðum. Það gekk ekki nógu vel í þessum leik og við vorum að missa boltann klaufalega trekk í trekk og senda hann til þeirra jafnvel þótt við værum ekki undir pressu. Þær refsuðu nokkrum sinnum fyrir þau mistök,“ sagði Jón Þór enn fremur um spilamennsku íslenska liðsins í leiknum. „Það er meðvituð stefna bæði hjá yngri landsliðum og A-landsliðinu að vera betri í því að spila boltanum á milli línanna og þora að fá boltann í erfiðum stöðum og leysa á annan hátt en að beita löngum sendingum. Við hvikum ekkert frá þeirri stefnu þrátt fyrir að hafa tapað illa í þessum leik og það hafi gengið brösuglega í þetta skiptið. Nú er bara að bretta upp ermar og halda áfram að vinna í því að koma leikmönnum út úr skelinni og bæta þær í því að losa pressu með þeim hætti sem við viljum innleiða. Það er gömul saga og ný hjá íslenskum landsliðum að þetta er vandamál og við hyggjumst tækla vandamálið í staðinn fyrir að fela það,“ segir hann um lærdóminn sem liðið tekur af leiknum. „Þetta var einnig þörf áminning fyrir okkur að ef að við erum ekki með grunnatriðin á hreinu þá fer illa. Það er ekki nóg að ætla að bæta sóknarleikinn og vinna leiki út frá því að spila boltanum vel á milli sín. Það þarf alltaf að berjast, spila skipulagðan varnarleik og vera fastar fyrir í návígi alls staðar á vellinum ef vel á að fara,“ sagði Jón Þór enn fremur um það sem hann tekur út úr leiknum. Margrét Lára Viðarsdóttir lék sinn fyrsta landsleik í tæp tvö ár og Dagný Brynjarsdóttir spilaði aftur í tíu mínútur eftir að hafa verið fjarverandi frá haustinu 2017. Jón Þór segir að þessir leikmenn séu töluvert frá sínu besta formi en jákvætt sé að undankeppni EM 2021 hefjist ekki fyrr en næsta haust. „Við bindum vonir við það að Dagný komist á skrið á undirbúningstímabilinu í Bandaríkjunum og leiki stórt hlutverk hjá Portland Thorns í framhaldinu. Sömuleiðis vonum við að Margrét Lára standi sig vel með Val í sumar. Þær eru báðar mikilvægar í okkar framtíðarplönum og það væri óskandi að þær væru komnar í sitt besta form þegar undankeppnin hefst um mánaðamótin ágúst og september síðar á þessu ári,“ segir þjálfarinn um framhaldið.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Fyrsta tap stelpnanna undir stjórn Jóns Þórs var skellur á móti Skotum Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu steinlá 4-1 á móti Skotum í öðrum leik sínum i Algarve-bikarnum í dag. 4. mars 2019 15:58 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Agla María snýr aftur í landsliðið Bein útsending: Þorsteinn tilkynnir hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjá meira
Fyrsta tap stelpnanna undir stjórn Jóns Þórs var skellur á móti Skotum Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu steinlá 4-1 á móti Skotum í öðrum leik sínum i Algarve-bikarnum í dag. 4. mars 2019 15:58
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn