Landsvirkjun útvegar forstjóranum bifreið samkvæmt starfskjörum hans og eru hlunnindin metin samkvæmt reglum Ríkisskattstjóra. Í fyrra var ákveðið að skipta út 13 ára gömlum Land Cruiser 100 sem forstjórinn hafði til afnota og fékk Hörður í staðinn nýjan Audi Q7 e-tron dísil/rafmagnstvinnlúxusjeppa. Kaupverð hans var 10,6 milljónir í desember 2017 og gamli jeppinn seldur á rúmar fjórar milljónir á móti. Kostnaður Landsvirkjunar við skiptin nam því tæpum 6,6 milljónum samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu.

Hins vegar má sjá í ársreikningnum að samtala launa og hlunninda hækkaði milli ára. Þau svör fengust hjá Landsvirkjun að þessa hækkun milli ára mætti rekja til hærri bifreiðahlunninda forstjórans vegna nýja bílsins og einhvers gengismunar, en Landsvirkjun gerir upp í dollurum.
Grunnlaun forstjóra Landsvirkjunar eru því eftir sem áður 3.207.294 krónur frá því í júlí 2017 þegar stjórnin taldi sig þurfa að efna ráðningarsamning Harðar og hækka launin.