Finnst atriði Hatara „frekar misheppnað“ Sylvía Hall skrifar 4. mars 2019 23:53 Magnea telur atriðið missa marks með þátttöku í keppninni sjálfri. Skjáskot/RÚV Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir sumt í atriði Hatara vera á gráu svæði og telur sniðgöngu hafa verið sterkara val. Hún nefnir fasískar tilvísanir í atriði Hatara og segir þær geta vakið upp neikvæðar tilfinningar þar sem þær jaðri við að vera áminning um helförina. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld. Magnea bjó og starfaði í Jerúsalem um árabil og því vel kunnug ástandinu þar. Hún ræddi þátttöku Íslands og atriði Hatara ásamt Felix Bergssyni, fararstjóra íslenska hópsins, í þætti kvöldsins. Hún sagði atriðið jaðra við að vera ósmekklegt og tók undir grein Nínu Hjálmarsdóttur í Stundinni þar sem hún segir það hafa verið betra ef Friðrik Ómar hefði farið út fyrir Íslands hönd og „sungið um hyldýpi ástarinnar eins og ekkert sé“. Það hefði verið ákjósanlegri kostur en atriði Hatara.Sjá einnig: Gjörningur Hatara lagðist misvel í fólk og vinkona þeirra gagnrýnir þá harðlega „Ég á erfitt með að sjá húmorinn í þessu þannig ég veit ekki, Palestínumenn og Ísraelsmenn eru eins ólíkir og við þannig að ég á erfitt með að skilja þetta. Svo eru kannski einhverjir aðrir sem finnst þetta kannski bara sniðugt. Það gæti vel verið einhverjir Palestínumenn sjái pólitísk skilaboð í þessu,“ segir Magnea. Hún segir það þó langsótt. „Þetta er orðið langsótt, þetta er á íslensku, þú veist ekki. Það er verið að rífa upp gömul sár með svona táknmyndum sem að á Íslandi er enginn að tengja við en geta valdið gífurlega miklum hugrenningatengslum og jafnvel tilfinningalegum sárum í þessu viðkvæma samhengi Ísraels.“Hatari eftir sigurinn.Mynd/RÚVÓbein þátttaka í mannréttindabrotum með þátttöku í keppninni Aðspurð hver munurinn sé á þátttöku Íslands nú og árið 1999 þegar keppnin fór fram í Jerúsalem segir Magnea tíðarandann hafa breyst gríðarlega og nefnir að sniðgönguhreyfingin, BDS, hafi fyrst komið fram árið 2005. Nú sé erfiðara fyrir Ísrael að neita fyrir mannréttindabrot eftir tilkomu samfélagsmiðla þar sem yfirleitt er hægt að færa sönnur fyrir þeim fullyrðingum. Þá telur Magnea sniðgöngu hafa verið ákjósanlegasta kostinn í stöðunni þar sem það er bæði sterkasta vopnið og jafnframt það friðsælasta. „Þetta missir marks um leið og þú ert farinn að taka þátt. Það á eftir að koma í ljós hvað þeir gera, það á eftir að koma í ljós hversu hugrakki þeir verða. Þú þarft að vera svolítið hugrakkur, ef þú smánar með einhverjum hætti ríki Ísraels eða gerir eitthvað sem þeim er ekki þóknanlegt þá færðu ekkert að snúa til baka. Þú verður „persona non grata“ næstu tíu árin,“ segir Magnea. Eftir dvöl sína á svæðinu segir hún ástandið mun verra en hún hefði sjálf getað ímyndað sér og vísaði í orð Fedu Nasser, sendiherra og varafastafulltrúa Palestínu hjá Sameinuðu Þjóðunum um að það sé ekki hægt að láta eins og hernámið sé sjálfsagður hlutur. Það hafi staðið yfir í fimmtíu ár og ástandið aðeins færst til hins verra. Með þátttökunni sé Ísland í raun þátttakandi í mannréttindabrotum. „Mér finnst ríki sem eru fulltrúar lýðræðis og mannréttinda í raun vera þátttakendur í mannréttindabrotum með því að taka þátt í Eurovision í Ísrael. Það er mín skoðun eftir að hafa verið þarna í fjögur ár.“Athugasemd. Magnea var fyrir mistök kynnt til leiks í Kastljósi sem starfsmaður forsætisráðuneytisins. Hún var hins vegar ekki gestur í þættinum sem slíkur heldur sem alþjóðastjórnmálafræðingur. Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Hatari varaðir við að hafa uppi pólitískan áróður í Tel Aviv Veruleg heift meðal margra í Ísrael vegna fordæmingu Hatara á framferði Ísraelsmanna í garð Palestínu. 4. mars 2019 09:34 Telur að geti brugðið til beggja vona hjá Hatara Þetta var bara ógeðslega gaman, segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir sem óhætt er að segja að hafi blómstrað á sviði Laugardalshallar á úrslitum Söngvakeppninnar á laugardagskvöldið. 4. mars 2019 15:00 Hatari settur í „fjölmiðlafrí“ Hatari mætti ekki í Kastljós í kvöld líkt og sigurvegarar fyrri ára hafa hingað til gert. 4. mars 2019 22:22 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir sumt í atriði Hatara vera á gráu svæði og telur sniðgöngu hafa verið sterkara val. Hún nefnir fasískar tilvísanir í atriði Hatara og segir þær geta vakið upp neikvæðar tilfinningar þar sem þær jaðri við að vera áminning um helförina. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld. Magnea bjó og starfaði í Jerúsalem um árabil og því vel kunnug ástandinu þar. Hún ræddi þátttöku Íslands og atriði Hatara ásamt Felix Bergssyni, fararstjóra íslenska hópsins, í þætti kvöldsins. Hún sagði atriðið jaðra við að vera ósmekklegt og tók undir grein Nínu Hjálmarsdóttur í Stundinni þar sem hún segir það hafa verið betra ef Friðrik Ómar hefði farið út fyrir Íslands hönd og „sungið um hyldýpi ástarinnar eins og ekkert sé“. Það hefði verið ákjósanlegri kostur en atriði Hatara.Sjá einnig: Gjörningur Hatara lagðist misvel í fólk og vinkona þeirra gagnrýnir þá harðlega „Ég á erfitt með að sjá húmorinn í þessu þannig ég veit ekki, Palestínumenn og Ísraelsmenn eru eins ólíkir og við þannig að ég á erfitt með að skilja þetta. Svo eru kannski einhverjir aðrir sem finnst þetta kannski bara sniðugt. Það gæti vel verið einhverjir Palestínumenn sjái pólitísk skilaboð í þessu,“ segir Magnea. Hún segir það þó langsótt. „Þetta er orðið langsótt, þetta er á íslensku, þú veist ekki. Það er verið að rífa upp gömul sár með svona táknmyndum sem að á Íslandi er enginn að tengja við en geta valdið gífurlega miklum hugrenningatengslum og jafnvel tilfinningalegum sárum í þessu viðkvæma samhengi Ísraels.“Hatari eftir sigurinn.Mynd/RÚVÓbein þátttaka í mannréttindabrotum með þátttöku í keppninni Aðspurð hver munurinn sé á þátttöku Íslands nú og árið 1999 þegar keppnin fór fram í Jerúsalem segir Magnea tíðarandann hafa breyst gríðarlega og nefnir að sniðgönguhreyfingin, BDS, hafi fyrst komið fram árið 2005. Nú sé erfiðara fyrir Ísrael að neita fyrir mannréttindabrot eftir tilkomu samfélagsmiðla þar sem yfirleitt er hægt að færa sönnur fyrir þeim fullyrðingum. Þá telur Magnea sniðgöngu hafa verið ákjósanlegasta kostinn í stöðunni þar sem það er bæði sterkasta vopnið og jafnframt það friðsælasta. „Þetta missir marks um leið og þú ert farinn að taka þátt. Það á eftir að koma í ljós hvað þeir gera, það á eftir að koma í ljós hversu hugrakki þeir verða. Þú þarft að vera svolítið hugrakkur, ef þú smánar með einhverjum hætti ríki Ísraels eða gerir eitthvað sem þeim er ekki þóknanlegt þá færðu ekkert að snúa til baka. Þú verður „persona non grata“ næstu tíu árin,“ segir Magnea. Eftir dvöl sína á svæðinu segir hún ástandið mun verra en hún hefði sjálf getað ímyndað sér og vísaði í orð Fedu Nasser, sendiherra og varafastafulltrúa Palestínu hjá Sameinuðu Þjóðunum um að það sé ekki hægt að láta eins og hernámið sé sjálfsagður hlutur. Það hafi staðið yfir í fimmtíu ár og ástandið aðeins færst til hins verra. Með þátttökunni sé Ísland í raun þátttakandi í mannréttindabrotum. „Mér finnst ríki sem eru fulltrúar lýðræðis og mannréttinda í raun vera þátttakendur í mannréttindabrotum með því að taka þátt í Eurovision í Ísrael. Það er mín skoðun eftir að hafa verið þarna í fjögur ár.“Athugasemd. Magnea var fyrir mistök kynnt til leiks í Kastljósi sem starfsmaður forsætisráðuneytisins. Hún var hins vegar ekki gestur í þættinum sem slíkur heldur sem alþjóðastjórnmálafræðingur.
Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Hatari varaðir við að hafa uppi pólitískan áróður í Tel Aviv Veruleg heift meðal margra í Ísrael vegna fordæmingu Hatara á framferði Ísraelsmanna í garð Palestínu. 4. mars 2019 09:34 Telur að geti brugðið til beggja vona hjá Hatara Þetta var bara ógeðslega gaman, segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir sem óhætt er að segja að hafi blómstrað á sviði Laugardalshallar á úrslitum Söngvakeppninnar á laugardagskvöldið. 4. mars 2019 15:00 Hatari settur í „fjölmiðlafrí“ Hatari mætti ekki í Kastljós í kvöld líkt og sigurvegarar fyrri ára hafa hingað til gert. 4. mars 2019 22:22 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Hatari varaðir við að hafa uppi pólitískan áróður í Tel Aviv Veruleg heift meðal margra í Ísrael vegna fordæmingu Hatara á framferði Ísraelsmanna í garð Palestínu. 4. mars 2019 09:34
Telur að geti brugðið til beggja vona hjá Hatara Þetta var bara ógeðslega gaman, segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir sem óhætt er að segja að hafi blómstrað á sviði Laugardalshallar á úrslitum Söngvakeppninnar á laugardagskvöldið. 4. mars 2019 15:00
Hatari settur í „fjölmiðlafrí“ Hatari mætti ekki í Kastljós í kvöld líkt og sigurvegarar fyrri ára hafa hingað til gert. 4. mars 2019 22:22