Auka þarf stuðning við börn sem upplifa skilnað Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 3. mars 2019 20:00 Um 66 prósent barna sem rætt er við vegna skilnaðar eða sambúðarslita foreldra þeirra, eru þegar komin með stjúpfjölskyldu þegar leysa á úr ágreiningi hjá sýslumanni, en aðeins um helmingur mála endar með sátt. Félagsráðgjafi segir biðlista eftir sáttameðferð óásættanlega því hver dagur í lífi barns skipti máli. Samkvæmt skráningu í þjóðskrá eru í kringum 100 lögskilnaðir í hverjum mánuði og hefur sú tala haldist að mestu frá því fyrstu upplýsingar voru skráðar árið 1990. Stundum þarf að leita sátta eftir skilnað eða sambúðarslit og finna lausnir í umgengi við börnin. Árið 2017 komu 320 umgengnismál inn á borð sýslumanns og þar af fóru 215 í sáttameðferð. Forsjár og lögheimilismál voru 760 og 258 af þeim enduðu í sáttameðferð. Skilnaðmálin voru 813 og 41 af þeim fór í sáttameðferð. En 58 prósent allra þeirra mála sem enda í sáttameðferð enda með sátt.Börn kvarta undan sömu hlutunum Sérfræðingur í málefnum barna hjá sýslumanni segir að auka þurfi stuðning við börn sem ganga í gegnum skilnað foreldra sinna. „Fólk er ekkert alltaf að átta sig á því þegar það er að slíta sambúð hvað mun taka við og kannski vantar ákveðin farveg í samfélaginu. Til dæmis öfluga skilnaðarráðgjöf eða að fólk gæti bara átt aðgengi að góðri ráðgjöf áður en það hefur mál hjá sýslumanni. Þá væri jafnvel hægt að leysa mjög mörg þessara mála þannig að þau verði ekki stjórnsýslumál.," segir Valgerður Halldórsdóttir, fjölskyldu- og félagsráðgjafi. Hún skimaði rúmlega fjörtíu viðtöl við börn hjá sýslumanninum í Reykjavík og ræddi við aðra sérfræðinga um hvaða skilaboð börnin eru með til fullorðna fólksins. „Það eru mörg börn að kvarta undan sömu hlutunum. Sem virðast koma upp aftur og aftur. Til dæmis óhóflegur þrýstingur foreldra. Viltu ekki vera hjá mér? Viltu ekki vera hjá mér? Svona reyna að fá barnið á sitt band. Það gerir það að verkum að börn gætu forðast foreldri sitt,“ segir hún. Valgerður bendir einnig á að fjöldi barna sé þegar komin með stjúpfjölskyldur þegar málin koma inn til sýslumanns en manneklu í embættinu jafnvel gera það að verkum að málin fái ekki nógu skjóta afgreiðslu og biðlista myndast. „Það segir sig sjálft að þessi biðlisti er ekki boðlegur neinum. Hver dagur í lífi barns er verðmætur, þannig að það að láta börn bíða í marga mánuði er ekki boðlegt heldur,“ segir hún og bendir á að aðeins séu fjögur stöðugildi sáttamanna og sérfræðinga sem eiga að þjóna öllu landinu og eingöngu ellefu fulltrúar á fjölskyldusviði sýslumanns og því ekki margar hendur að vinna verkefnin. Börn og uppeldi Stjórnsýsla Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Um 66 prósent barna sem rætt er við vegna skilnaðar eða sambúðarslita foreldra þeirra, eru þegar komin með stjúpfjölskyldu þegar leysa á úr ágreiningi hjá sýslumanni, en aðeins um helmingur mála endar með sátt. Félagsráðgjafi segir biðlista eftir sáttameðferð óásættanlega því hver dagur í lífi barns skipti máli. Samkvæmt skráningu í þjóðskrá eru í kringum 100 lögskilnaðir í hverjum mánuði og hefur sú tala haldist að mestu frá því fyrstu upplýsingar voru skráðar árið 1990. Stundum þarf að leita sátta eftir skilnað eða sambúðarslit og finna lausnir í umgengi við börnin. Árið 2017 komu 320 umgengnismál inn á borð sýslumanns og þar af fóru 215 í sáttameðferð. Forsjár og lögheimilismál voru 760 og 258 af þeim enduðu í sáttameðferð. Skilnaðmálin voru 813 og 41 af þeim fór í sáttameðferð. En 58 prósent allra þeirra mála sem enda í sáttameðferð enda með sátt.Börn kvarta undan sömu hlutunum Sérfræðingur í málefnum barna hjá sýslumanni segir að auka þurfi stuðning við börn sem ganga í gegnum skilnað foreldra sinna. „Fólk er ekkert alltaf að átta sig á því þegar það er að slíta sambúð hvað mun taka við og kannski vantar ákveðin farveg í samfélaginu. Til dæmis öfluga skilnaðarráðgjöf eða að fólk gæti bara átt aðgengi að góðri ráðgjöf áður en það hefur mál hjá sýslumanni. Þá væri jafnvel hægt að leysa mjög mörg þessara mála þannig að þau verði ekki stjórnsýslumál.," segir Valgerður Halldórsdóttir, fjölskyldu- og félagsráðgjafi. Hún skimaði rúmlega fjörtíu viðtöl við börn hjá sýslumanninum í Reykjavík og ræddi við aðra sérfræðinga um hvaða skilaboð börnin eru með til fullorðna fólksins. „Það eru mörg börn að kvarta undan sömu hlutunum. Sem virðast koma upp aftur og aftur. Til dæmis óhóflegur þrýstingur foreldra. Viltu ekki vera hjá mér? Viltu ekki vera hjá mér? Svona reyna að fá barnið á sitt band. Það gerir það að verkum að börn gætu forðast foreldri sitt,“ segir hún. Valgerður bendir einnig á að fjöldi barna sé þegar komin með stjúpfjölskyldur þegar málin koma inn til sýslumanns en manneklu í embættinu jafnvel gera það að verkum að málin fái ekki nógu skjóta afgreiðslu og biðlista myndast. „Það segir sig sjálft að þessi biðlisti er ekki boðlegur neinum. Hver dagur í lífi barns er verðmætur, þannig að það að láta börn bíða í marga mánuði er ekki boðlegt heldur,“ segir hún og bendir á að aðeins séu fjögur stöðugildi sáttamanna og sérfræðinga sem eiga að þjóna öllu landinu og eingöngu ellefu fulltrúar á fjölskyldusviði sýslumanns og því ekki margar hendur að vinna verkefnin.
Börn og uppeldi Stjórnsýsla Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira