Börn og uppeldi

Fréttamynd

Skjánotkun for­eldra - tímarnir breytast og tengslin með?

Ég hef lengi velt því fyrir mér hvernig það hafi verið að ala upp barn fyrir tíð skjátækja. Ég gerist ekki svo einfaldur að halda því fram að grasið hafi verið mikið grænna á þeim tíma því eflaust voru áskoranir foreldra/forráðamanna flóknar.

Skoðun
Fréttamynd

Ekkert annað hús­næði komi til greina

Barna- og menntamálaráðherra segir algjört neyðarástand ríkja í málum meðferðarrýma ungmenna. Neyðarvistun barna sé óásættanleg og algjört neyðarúrræði þar sem ekkert annað húsnæði komi til greina.

Innlent
Fréttamynd

Dúabíllinn og kraftur sköpunar

Í dag rifjum við upp einstaka sögu Leikfangasmiðjunnar Öldu og Dúabílsins – táknmynd framtakssemi, sköpunarkrafts og vonar. Þetta er saga um litla leikfangasmiðju á Þingeyri, stofnaða árið 1985 af bjartsýnum hugsjónamönnum sem trúðu á eigin hugmyndir og kraft lítillar en samheldinnar byggðar. Þetta er líka saga um börn – börnin sem léku sér við Dúa, börnin sem hönnuðu hann og börnin sem verða framtíð okkar allra.

Skoðun
Fréttamynd

Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla

Steinn Jóhannsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir fjölda aðgerða til skoðunar til að bregðast við því ástandi sem uppi er komið í Breiðholtsskóla en þar lýsa foreldrar því að börn þeirra þori ekki að mæta í skólann af ótta við fámennan hóp drengja sem halda árangi í heljargreipum.

Innlent
Fréttamynd

Verk­föll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitar­fé­laga

Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga fundaði nú fyrir hádegi með ríkissáttasemjara. Formaður samninganefndarinnar segir yfirvofandi verkföll ekki liðka fyrir samningsvilja en væntir þess að funda með samninganefnd Kennarasambandsins í vikunni sem kemur.

Innlent
Fréttamynd

One way Ticket á Litla-Hraun í fram­tíðinni!

Kannski orðið tímabært að koma með nýja nálgun. Dettur í hug prógramm eins og YOT „youth offending team“, learning by doing. Annars erum við að búa til uppskrift að því sem Svíarnir eru að díla við í dag eftir nokkur ár. Eins ætla ég að koma með hugmynd sem er ekki mín uppfinning heldur sá ég hana í Danmörku 1995 þegar lögreglumenn voru með svona gaura í tilsjón. PUK (politest ungdomsklub)

Skoðun
Fréttamynd

Móðirin ó­sátt við veru sonarins í Hvíta húsinu

Tónlistarkonan Grimes hefur lýst yfir óánægju með að Elon Musk hafi farið með fjögurra ára son þeirra í Hvíta húsið í gær þegar Donald Trump skrifaði undir forsetatilskipun sem jók völd DOGE, sparnaðastofnunar Musk.

Lífið
Fréttamynd

Hvernig talar þú um netöryggi við barnið þitt?

Í síðustu viku birtist grein með fyrirsögninni ,,Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn“ þar sem vísað var í útvarpsviðtal við verkefnastýru ofbeldis- og kynheilbrigðismála hjá Barnaheillum sem sagði að á Íslandi væru miklu fleiri fullorðnir tilbúnir að eiga í kynferðislegum samskiptum við börn en við áttum okkur á. Þessi samskipti fara reglulega fram á netinu. Í viðtalinu kom fram mikilvægi þess að fræða foreldra en fullorðnir hefðu ,,sofið á verðinum“ varðandi eftirlit við netnotkun barna.

Skoðun
Fréttamynd

Sorg barna - Verndandi þættir

Þeir uppalendur sem ég hef hitt sem eru að ala upp barn eftir einhvers konar missi eiga það sameiginlegt að óttast að missirinn hafi hamlandi og niðurbrjótandi áhrif á barnið þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég er búin að sætta mig við að ég mun lík­lega aldrei fá nein svör“

„Ég var bara ungabarn þegar mamma neyddist til að halda mér niðri öskurgrátandi á meðan læknir tók úr mér blóðprufu, svo þú gætir fengið staðfestingu hvort ég væri „þitt blóð“. Með þessum orðum hófst bréf sem Magdalena Katrín Sveinsdóttir tók tíu ár í að skrifa, og birti loks á facebook nú á dögunum. Bréfið var stílað á afskiptalaust foreldri, en hún hefur ekki séð blóðföður sinn í fimmtán ár.

Lífið
Fréttamynd

Hver er á­byrgð barna?

Í umræðunni um skjá- og samfélagsmiðlanotkun barna erum við fullorðnu einstaklingarnir oft dugleg að benda á hvert annað og varpa ábyrgðinni frá okkur. Foreldrar þurfa að taka sig á, skólar verða að vera símalausir, og stjórnvöld þurfa að setja miðlæg lög um símanotkun í skólum og hærra aldurstakmark á samfélagsmiðla.

Skoðun
Fréttamynd

Vígðu bleikan bekk við skólann

Bleikur bekkur var vígður í Verzlunarskóla Íslands í morgun til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, sem lést eftir stunguárás á menningarnótt. Bryndís Klara hefði orðið átján ára í gær og voru að því tilefni styrkir veittir úr minningarsjóði hennar í fyrsta sinn.

Innlent
Fréttamynd

Hlut­verk í fjöl­skyldum

Þegar barn missir foreldri eða forráðamann er öryggi barnsins eðlilega ógnað. Kvíði barna í kjölfar foreldramissis snýr oft og tíðum að þeim ótta að missa hitt foreldri sitt líka eða aðra nákomna. Eldri börn og unglingar sýna þennan kvíða oftar á praktískari hátt heldur en yngri börn og áhyggjur af fjármálum og þeirra eigin afkomu eru algengar.

Skoðun
Fréttamynd

Svefn - ein dýr­mætasta gjöfin sem þú getur gefið barninu þínu

Á nýju ári skapast oft tækifæri til að fara yfir það gamla sem er liðið, velta fyrir sér hvað hafi gengið vel og hvað má bæta á komandi ári og í þeim efnum er algengt að almenn heilsuefling komi við sögu. Heilsa er ekki bara eitthvað eitt, heldur margir áhrifaþættir sem koma saman.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­víst hve­nær fundað verður aftur

Enginn fundur hefur enn verið boðaður í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga en verkföll skella á að óbreyttu eftir viku. Ríkissáttasemjari segir óvíst hvenær fundað verður aftur.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er ein­hver samfélagsmiðlasýki“

Sérfræðingur í forvörnum segir mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín um hætturnar sem fylgt geta tálbeituaðferðum. Myndbönd sem sýna ungmenni ganga í skrokk á meintum barnaníðingum eru í dreifingu á samfélagsmiðlum.

Innlent
Fréttamynd

„Ég get horft í augun á ykkur“

Þriggja barna faðir segist vel geta horft í augun á kennurum barna sinna og sagst gera það sem hann telji réttast til að verja hagsmuni barna sinna. Formaður Félags leikskólakennara sagðist í gær efast um að foreldrar, sem hafa stefnt Kennarasambandi Íslands, gætu horft í augu kennara barna sinna.

Innlent
Fréttamynd

Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið

Foreldrar 60 barna sem eru eða voru á leikskólanum Maríuborg í Grafarholti hafa sent borgarráði Reykjavíkur bréf þar sem þess er krafist að leikskólastjóra Maríuborgar verði vikið frá störfum. Skrifstofustjóri leikskólahluta fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir borgina hafa unnið lengi að lausn málsins.

Innlent