Starfsemi stærstu hótela og rútufyrirtækja myndi lamast Heimir Már Pétursson skrifar 1. mars 2019 20:00 Starfsemi allra stærstu hótela landsins mun meira og minna lamast komi röð verkfalla starfsmanna Eflingar og VR sem félögin greindu frá í dag til framkvæmda. Verkföllin munu einnig ná til stærstu rútufyrirtækjanna sem flytja þúsundir farþega og ferðamanna á hverjum degi. Efling og VR boða sameignlegar aðgerðir með vinnustöðvun félagsmanna þeirra sem nær til nær allra starfsmanna tuttugu stærstu hótela landsins. Þar má nefna Fosshótel, Íslandshótel, Flugleiðahótel, Cabin, KEA hótelin, Holtið, 101 hótel svo nokkur séu nefnd. Starfsemi þessarra hótela mun því að öllum líkindum lamast verði að aðgerðunum. Félögin munu boða til atkvæðagreiðslu um allar aðgerðirnar í einu í næstu viku. Fyrsta verkfallið stendur yfir í sólarhring frá miðnætti hins 22. mars. Þar á eftir er boðað til tveggja sólarhringa verkfalls frá og með 28. mars og síðan kæmu þriggja daga verkföll frá og með 3. apríl, 9. apríl, 15. apríl og 23. apríl. Ef samningar hafa ekki náðst þegar þarna er komið yrði boðað til ótímabundins verkfalls frá og með verkalýðsdeginum1. maí. Þessi verkföll ná einnig til starfsmanna félaganna hjá rútufyrirtækjunum á höfuðborgarsvæðinu og hluta Suðurlands.Hér má sjá verkfallsdagana rauðmerkta á dagatali.Grafík/Stöð 2„Við erum einfaldlega nauðbeygð í aðgerðir og þá forum við í aðgerðir. Þetta er okkar helsta vopn. Til að fara í aðgerðir þurfa þær að bíta og við teljum að þær muni bíta fast í þessari atvinnugrein og hjá þessum fyrirtækjum,” segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Að auki tilkynnti Verkalýðsfélag Akraness í dag að atkvæðagreiðsla um boðun allsherjarverkfall félagsmanna fari fram dagana 29. mars til 5. apríl. Samþykki félagsmenn verkfall myndi það hefjast hinn 12. apríl. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir verkföll valda miklu tjóni í samfélaginu og draga úr getu fyrirtækja til að standa undir launahækkunum í framtíðinni. „Þannig að ég hef miklar áhyggjur af verkföllum. Verkföll mynda allra tjón í samfélaginu og það er eitthvað sem ég vil forðast í lengstu lög,” segir framkvæmdastjóri SA.Hér má sjá lista yfir þau hótel sem verða fyrir áhrifum af verkfallsaðgerðunum.Grafík/Stöð 2 Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir „Bara hin besta kjörsókn“ Yfirgnæfandi meirihluti þeirra félagsmanna Eflingar sem greiddu atkvæði féllust á að hefja verkfall meðal hreingerningafólks á hótelum þann 8. mars. 1. mars 2019 08:45 Efling stendur öðruvísi að næstu atkvæðagreiðslu um verkfall Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær 28. febrúar 2019 að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum og á 40 hótelum á félagssvæði Eflingar á tilteknum dagsetningum. 1. mars 2019 10:54 VR stefnir á fimmtán verkfallsdaga og svo allsherjarstopp þann 1. maí Stjórn VR samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2019, að boða til leynilegrar atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Aðeins starfsmenn fyrirtækja, sem verkfallið mun taka til, munu greiða atkvæði um verkfall. 1. mars 2019 10:24 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Starfsemi allra stærstu hótela landsins mun meira og minna lamast komi röð verkfalla starfsmanna Eflingar og VR sem félögin greindu frá í dag til framkvæmda. Verkföllin munu einnig ná til stærstu rútufyrirtækjanna sem flytja þúsundir farþega og ferðamanna á hverjum degi. Efling og VR boða sameignlegar aðgerðir með vinnustöðvun félagsmanna þeirra sem nær til nær allra starfsmanna tuttugu stærstu hótela landsins. Þar má nefna Fosshótel, Íslandshótel, Flugleiðahótel, Cabin, KEA hótelin, Holtið, 101 hótel svo nokkur séu nefnd. Starfsemi þessarra hótela mun því að öllum líkindum lamast verði að aðgerðunum. Félögin munu boða til atkvæðagreiðslu um allar aðgerðirnar í einu í næstu viku. Fyrsta verkfallið stendur yfir í sólarhring frá miðnætti hins 22. mars. Þar á eftir er boðað til tveggja sólarhringa verkfalls frá og með 28. mars og síðan kæmu þriggja daga verkföll frá og með 3. apríl, 9. apríl, 15. apríl og 23. apríl. Ef samningar hafa ekki náðst þegar þarna er komið yrði boðað til ótímabundins verkfalls frá og með verkalýðsdeginum1. maí. Þessi verkföll ná einnig til starfsmanna félaganna hjá rútufyrirtækjunum á höfuðborgarsvæðinu og hluta Suðurlands.Hér má sjá verkfallsdagana rauðmerkta á dagatali.Grafík/Stöð 2„Við erum einfaldlega nauðbeygð í aðgerðir og þá forum við í aðgerðir. Þetta er okkar helsta vopn. Til að fara í aðgerðir þurfa þær að bíta og við teljum að þær muni bíta fast í þessari atvinnugrein og hjá þessum fyrirtækjum,” segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Að auki tilkynnti Verkalýðsfélag Akraness í dag að atkvæðagreiðsla um boðun allsherjarverkfall félagsmanna fari fram dagana 29. mars til 5. apríl. Samþykki félagsmenn verkfall myndi það hefjast hinn 12. apríl. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir verkföll valda miklu tjóni í samfélaginu og draga úr getu fyrirtækja til að standa undir launahækkunum í framtíðinni. „Þannig að ég hef miklar áhyggjur af verkföllum. Verkföll mynda allra tjón í samfélaginu og það er eitthvað sem ég vil forðast í lengstu lög,” segir framkvæmdastjóri SA.Hér má sjá lista yfir þau hótel sem verða fyrir áhrifum af verkfallsaðgerðunum.Grafík/Stöð 2
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir „Bara hin besta kjörsókn“ Yfirgnæfandi meirihluti þeirra félagsmanna Eflingar sem greiddu atkvæði féllust á að hefja verkfall meðal hreingerningafólks á hótelum þann 8. mars. 1. mars 2019 08:45 Efling stendur öðruvísi að næstu atkvæðagreiðslu um verkfall Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær 28. febrúar 2019 að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum og á 40 hótelum á félagssvæði Eflingar á tilteknum dagsetningum. 1. mars 2019 10:54 VR stefnir á fimmtán verkfallsdaga og svo allsherjarstopp þann 1. maí Stjórn VR samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2019, að boða til leynilegrar atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Aðeins starfsmenn fyrirtækja, sem verkfallið mun taka til, munu greiða atkvæði um verkfall. 1. mars 2019 10:24 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
„Bara hin besta kjörsókn“ Yfirgnæfandi meirihluti þeirra félagsmanna Eflingar sem greiddu atkvæði féllust á að hefja verkfall meðal hreingerningafólks á hótelum þann 8. mars. 1. mars 2019 08:45
Efling stendur öðruvísi að næstu atkvæðagreiðslu um verkfall Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær 28. febrúar 2019 að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum og á 40 hótelum á félagssvæði Eflingar á tilteknum dagsetningum. 1. mars 2019 10:54
VR stefnir á fimmtán verkfallsdaga og svo allsherjarstopp þann 1. maí Stjórn VR samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2019, að boða til leynilegrar atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Aðeins starfsmenn fyrirtækja, sem verkfallið mun taka til, munu greiða atkvæði um verkfall. 1. mars 2019 10:24