„Markaðurinn virðist túlka að það séu meiri líkur nú en áður á að samningar gangi ekki eftir“ Birgir Olgeirsson skrifar 1. mars 2019 11:12 WOW og Indigo funduðu stíft í gær en á meðan styrktist gengi Icelandair. V'isir Íslenski hlutabréfamarkaðurinn virðist líta svo á að samningaviðræður WOW Air og Indigo Partners gangi illa sé litið til gengisstyrkingar Icelandair. Þetta segir Snorri Jakobsson, forstöðumaður greiningadeildar Capacent. Gengi í hlutabréfum flugfélagsins Icelandair hækkaði um 7,52 prósent í gær á meðan samninganefnd flugfélagsins WOW Air fundaði stíft með fulltrúum bandaríska fjárfestingasjóðsins Indigo Partners í höfuðstöðvum WOW á Höfðatorgi í gær.Snorri Jakobsson, forstöðumaður hjá Capacent.Í gærkvöldi sendi WOW Air frá sér tilkynningu þess efnis að ekki hefði náðst að ganga frá endanlegu samkomulagi um kaup sjóðsins á stórum hlut í WOW Air en viðræðum verður framhaldið og er vonast til að þeim verði lokið fyrir föstudaginn 29. mars. Gengi í hlutabréfum Icelandair hefur hækkað um 5,5 prósent það sem af er degi en Snorri segir í samtali við Vísi að hann eigi erfitt með að draga einhverjar ályktanir af því hvernig þessar viðræður í raun ganga. Snorri segir hins vegar að ef horft sé til markaðarins þá virðist hann líta svo á að samningaviðræður WOW Air og Indigo gangi illa. „Flestir túlka að þetta gangi ekki eins vel og af er látið. Þú sérð viðbrögðin á markaði. Icelandair er að hækka og því virðist markaðurinn túlka að það séu vandræði á þessum samningaviðræðum og minni líkur á að samningar gangi ekki eftir. Þannig er markaðurinn að túlka það, en ég sjálfur treysti mér ekki til annars en að benda á viðbrögð á markaði og hvað þau segja,“ segir Snorri í samtali við Vísi. Hann segir tvær sviðsmyndir í gangi fyrir Icelandair, annars vegar að Icelandair takist ekki að snúa við rekstri félagsins og þá sé mikil hætta á að það verði í verulegum rekstrarvandræðum eftir tvö ár. Sjá einnig: Icelandair tapaði 6,6 milljörðum í fyrraSkúli Mogensen, forstjóri WOW Air, í bílakjallara Höfðatorgs þar sem hann sagðist alltaf vongóður í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í gærkvöldi.Stöð 2Verðmatsgengi Capacent á Icelandair er tólf og miðast við að flugfélagið takist að snúa við rekstrinum og líkurnar á því aukast ef WOW Air hættir rekstri. Þess vegna gæti gengi á markaði endurspeglað gang samningaviðræðnanna. Gengi Icelandair á markaði er langt undir verðmatsgengi sem miðar við þá sviðsmynd Capacent að Icelandair nái að snúa við rekstrinum. Á móti kemur er gengi Icelandair á markaði töluvert hærra sé miðað við svartsýnu spána, að Icelandair nái ekki að snúa við rekstrinum og lenda í vandræðum eftir tvö ár. „Markaðurinn virðist túlka að það séu meiri líkur nú en áður á að samningar gangi ekki eftir og WOW muni hætta starfsemi, það kemur þá það fram í verði Icelandair.“ Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Stefnir í tíu prósenta samdrátt á flugsætum í sumar Icelandair áformar að auka sætaframboð sitt yfir sumartímann um 14% í ár frá því sem var í fyrra. Áætlanir gera ráð fyrir að framboð sæta hjá WOW air dragist saman um 44%. 18. febrúar 2019 14:42 Skúli segist alltaf vera vongóður Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi Wow air, segist alltaf vera vongóður aðspurður um hvort takist að sigla kaupum Indigo Partners á stórum hlut í Wow Air í heimahöfn fyrr en síðar. 28. febrúar 2019 23:34 Wow air og Indigo ekki náð samkomulagi en viðræður halda áfram Wow air og Indigo Partners hafa ekki gengið frá endanlegu samkomulagi um kaup bandaríska félagsins á stórum hlut í Wow air. Viðræður munu halda áfram og vonast er til að þeim verði lokið fyrir 29. mars. 28. febrúar 2019 22:51 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Íslenski hlutabréfamarkaðurinn virðist líta svo á að samningaviðræður WOW Air og Indigo Partners gangi illa sé litið til gengisstyrkingar Icelandair. Þetta segir Snorri Jakobsson, forstöðumaður greiningadeildar Capacent. Gengi í hlutabréfum flugfélagsins Icelandair hækkaði um 7,52 prósent í gær á meðan samninganefnd flugfélagsins WOW Air fundaði stíft með fulltrúum bandaríska fjárfestingasjóðsins Indigo Partners í höfuðstöðvum WOW á Höfðatorgi í gær.Snorri Jakobsson, forstöðumaður hjá Capacent.Í gærkvöldi sendi WOW Air frá sér tilkynningu þess efnis að ekki hefði náðst að ganga frá endanlegu samkomulagi um kaup sjóðsins á stórum hlut í WOW Air en viðræðum verður framhaldið og er vonast til að þeim verði lokið fyrir föstudaginn 29. mars. Gengi í hlutabréfum Icelandair hefur hækkað um 5,5 prósent það sem af er degi en Snorri segir í samtali við Vísi að hann eigi erfitt með að draga einhverjar ályktanir af því hvernig þessar viðræður í raun ganga. Snorri segir hins vegar að ef horft sé til markaðarins þá virðist hann líta svo á að samningaviðræður WOW Air og Indigo gangi illa. „Flestir túlka að þetta gangi ekki eins vel og af er látið. Þú sérð viðbrögðin á markaði. Icelandair er að hækka og því virðist markaðurinn túlka að það séu vandræði á þessum samningaviðræðum og minni líkur á að samningar gangi ekki eftir. Þannig er markaðurinn að túlka það, en ég sjálfur treysti mér ekki til annars en að benda á viðbrögð á markaði og hvað þau segja,“ segir Snorri í samtali við Vísi. Hann segir tvær sviðsmyndir í gangi fyrir Icelandair, annars vegar að Icelandair takist ekki að snúa við rekstri félagsins og þá sé mikil hætta á að það verði í verulegum rekstrarvandræðum eftir tvö ár. Sjá einnig: Icelandair tapaði 6,6 milljörðum í fyrraSkúli Mogensen, forstjóri WOW Air, í bílakjallara Höfðatorgs þar sem hann sagðist alltaf vongóður í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í gærkvöldi.Stöð 2Verðmatsgengi Capacent á Icelandair er tólf og miðast við að flugfélagið takist að snúa við rekstrinum og líkurnar á því aukast ef WOW Air hættir rekstri. Þess vegna gæti gengi á markaði endurspeglað gang samningaviðræðnanna. Gengi Icelandair á markaði er langt undir verðmatsgengi sem miðar við þá sviðsmynd Capacent að Icelandair nái að snúa við rekstrinum. Á móti kemur er gengi Icelandair á markaði töluvert hærra sé miðað við svartsýnu spána, að Icelandair nái ekki að snúa við rekstrinum og lenda í vandræðum eftir tvö ár. „Markaðurinn virðist túlka að það séu meiri líkur nú en áður á að samningar gangi ekki eftir og WOW muni hætta starfsemi, það kemur þá það fram í verði Icelandair.“
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Stefnir í tíu prósenta samdrátt á flugsætum í sumar Icelandair áformar að auka sætaframboð sitt yfir sumartímann um 14% í ár frá því sem var í fyrra. Áætlanir gera ráð fyrir að framboð sæta hjá WOW air dragist saman um 44%. 18. febrúar 2019 14:42 Skúli segist alltaf vera vongóður Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi Wow air, segist alltaf vera vongóður aðspurður um hvort takist að sigla kaupum Indigo Partners á stórum hlut í Wow Air í heimahöfn fyrr en síðar. 28. febrúar 2019 23:34 Wow air og Indigo ekki náð samkomulagi en viðræður halda áfram Wow air og Indigo Partners hafa ekki gengið frá endanlegu samkomulagi um kaup bandaríska félagsins á stórum hlut í Wow air. Viðræður munu halda áfram og vonast er til að þeim verði lokið fyrir 29. mars. 28. febrúar 2019 22:51 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Stefnir í tíu prósenta samdrátt á flugsætum í sumar Icelandair áformar að auka sætaframboð sitt yfir sumartímann um 14% í ár frá því sem var í fyrra. Áætlanir gera ráð fyrir að framboð sæta hjá WOW air dragist saman um 44%. 18. febrúar 2019 14:42
Skúli segist alltaf vera vongóður Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi Wow air, segist alltaf vera vongóður aðspurður um hvort takist að sigla kaupum Indigo Partners á stórum hlut í Wow Air í heimahöfn fyrr en síðar. 28. febrúar 2019 23:34
Wow air og Indigo ekki náð samkomulagi en viðræður halda áfram Wow air og Indigo Partners hafa ekki gengið frá endanlegu samkomulagi um kaup bandaríska félagsins á stórum hlut í Wow air. Viðræður munu halda áfram og vonast er til að þeim verði lokið fyrir 29. mars. 28. febrúar 2019 22:51