Bjóða milljón dali fyrir son Osama bin Laden Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. mars 2019 07:22 Ekki er vitað hvar Hamza bin Laden er niðurkominn. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna Bandaríkjastjórn hefur sett eina milljón bandaríkjadala til höfuðs Hamza bin Laden. Hann er sonur hryðjuverkaleiðtogans Osama bin Laden sem sagður er hafa skipulagt árásirnar á Bandaríkin þann 11. september 2001. Talið er að sonurinn haldi til í landamærahéruðum Afganistans og Pakistans og óttast menn að hann sé að verða nýr leiðtogi al-Kaída samtakanna. Síðustu misserin hefur Hamza sent frá sér myndbönd og hljóðupptökur þar sem hann hvetur fylgjendur sína til að gera árásir á Bandaríkin og bandamenn þeirra, til að hefna fyrir morðið á Osama bin Laden. Sérsveit bandaríska hersins drap Osama í Pakistan árið 2011 en sonur hans Hamza er talinn vera þrítugur. Bandarísk stjórnvöld skilgreindu Hamza sem hryðjuverkmann fyrir tveimur árum. Hann er talinn hafa gifst dóttur Mohammed Atta, eins árásarmannanna sem rændi farþegaþotu og flaug henni á Tvíburaturnana árið 2001. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir að bréf sem fundust í fórum Osama bin Laden, þegar hendur voru hafðar í hári hans í Abbottabad í Pakistan, bendi til að hryðjuverkaleiðtoginn hafi verið að þjálfa Hamza til að taka við af sér sem leiðtogi al-Kaída. Ekki er vitað nákvæmlega hvar Hamza er niðurkominn en talið er að hann hafi búið í Íran, Pakistan, Afganistan og Sýrland á undanförnum árum. „Hann gæti verið hvar sem er í suðurhluta Mið-Asíu,“ er haft eftir embættismanni í bandarísku utanríkisþjónustunni. Sem fyrr segir eru þó mestar líkur taldar á að Hamza sé einhvers staðar við landamæri Pakistan og Afganistan.WANTED. Up to $1 million for information on Hamza bin Laden, an emerging al-Qa'ida leader. Hamza is son of Usama bin Laden and has threatened attacks against the United States and allies. Relocation possible. Submit a tip, get paid. https://t.co/LtBVhsrwTc #RFJ pic.twitter.com/gmx5hkoSzQ— Rewards for Justice (@Rewards4Justice) February 28, 2019 Afganistan Pakistan Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira
Bandaríkjastjórn hefur sett eina milljón bandaríkjadala til höfuðs Hamza bin Laden. Hann er sonur hryðjuverkaleiðtogans Osama bin Laden sem sagður er hafa skipulagt árásirnar á Bandaríkin þann 11. september 2001. Talið er að sonurinn haldi til í landamærahéruðum Afganistans og Pakistans og óttast menn að hann sé að verða nýr leiðtogi al-Kaída samtakanna. Síðustu misserin hefur Hamza sent frá sér myndbönd og hljóðupptökur þar sem hann hvetur fylgjendur sína til að gera árásir á Bandaríkin og bandamenn þeirra, til að hefna fyrir morðið á Osama bin Laden. Sérsveit bandaríska hersins drap Osama í Pakistan árið 2011 en sonur hans Hamza er talinn vera þrítugur. Bandarísk stjórnvöld skilgreindu Hamza sem hryðjuverkmann fyrir tveimur árum. Hann er talinn hafa gifst dóttur Mohammed Atta, eins árásarmannanna sem rændi farþegaþotu og flaug henni á Tvíburaturnana árið 2001. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir að bréf sem fundust í fórum Osama bin Laden, þegar hendur voru hafðar í hári hans í Abbottabad í Pakistan, bendi til að hryðjuverkaleiðtoginn hafi verið að þjálfa Hamza til að taka við af sér sem leiðtogi al-Kaída. Ekki er vitað nákvæmlega hvar Hamza er niðurkominn en talið er að hann hafi búið í Íran, Pakistan, Afganistan og Sýrland á undanförnum árum. „Hann gæti verið hvar sem er í suðurhluta Mið-Asíu,“ er haft eftir embættismanni í bandarísku utanríkisþjónustunni. Sem fyrr segir eru þó mestar líkur taldar á að Hamza sé einhvers staðar við landamæri Pakistan og Afganistan.WANTED. Up to $1 million for information on Hamza bin Laden, an emerging al-Qa'ida leader. Hamza is son of Usama bin Laden and has threatened attacks against the United States and allies. Relocation possible. Submit a tip, get paid. https://t.co/LtBVhsrwTc #RFJ pic.twitter.com/gmx5hkoSzQ— Rewards for Justice (@Rewards4Justice) February 28, 2019
Afganistan Pakistan Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira