
Kærleiksríkur heimsfriður
Þegar útlit var fyrir að leikmenn hefðu róast lagðist Artest upp á borð stigavarðanna í ögrandi afslöppunarstellingu. Þá varð einum áhorfandanum á sú skyssa að kasta drykkjarmáli í framherjann og skipti þá engum togum að Artest rauk upp í áhorfendapalla, sneri niður áhorfandann og lamdi hann hressilega með stuðningi liðsfélaga sinna. Ólætin héldu áfram nokkrar mínútur þar sem Artest slóst við áhorfendur og á endanum var leikurinn flautaður af.
Eins og gefur að skilja fékk Artest langt keppnisbann og flæmdist frá Indiana.
En eftir því sem leið á ferilinn fór hann að hugsa ráð sitt betur og svo fór að hann uppgötvaði búddisma og snerist til trúar á ástina og byrjaði að stunda kærleikshugleiðslu. Það gekk meira að segja svo langt að eitt árið mætti hann til leiks sem nýr maður með nýtt nafn. Nú var hann ekki lengur vandræðabarnið Ron Artest—heldur hafði hann breytt nafninu sínu í Metta World Peace.
Nafnið er komið til af ákveðinni tegund hugleiðslu sem margir Búddistar iðka. Hugleiðslan felst í því að iðkandinn hugsar af kærleika til alls konar fólks, venslafólks og óskyldra, og reynir að senda þeim hlýja og jákvæða strauma.
Það mun hafa sannast í rannsóknum að þessi tegund hugleiðslu, svokölluð Metta hugleiðsla, hafi sérstaklega jákvæð áhrif á fólkið sem iðkar hana. Hugleiðandinn sendir sína jákvæðu strauma í ýmsar áttir; oftast til velgjörðarmanns, vinar, sjálfs sín, hlutlauss aðila, til allra lifandi vera og meira að segja til óvinar síns. Reyndar kalla búddistarnir það yfirleitt ekki óvini heldur segja manni að senda kærleikann til manneskju sem er manni óþægur ljár í þúfu eða veldur manni almennt leiðindum og vandræðum.
Tökum dæmi um hvernig þetta gæti virkað. Ef fyrrverandi utanríkisráðherra hefði sest afsíðis í Alþingishúsinu daginn sem hann endaði á Klausturbarnum, stillt niðurteljarann á símanum á nokkrar mínútur og hugsað kærleiksríkar hugsanir til sín sjálfs, vinar síns (til dæmis Bergþórs), velgjörðarmanns (til dæmis Sigmundar Davíðs), ótengds aðila (til dæmis Báru á barnum) og svo til óvinar síns (Lilju Alfreðsdóttur) þá hefði hann getað farið með eftirfarandi kveðju til þeirra allra: Ég óska þér visku, innri friðar og lausnar frá þjáningu. Ef hann hefði byrjað daginn svona, þá er alls ekki víst að hann hefði verið stemmdur til þess að tala eins og hann gerði síðar um kvöldið.
Og ef allir hinir þingmennirnir sem andmunkarnir töluðu svona illa um í Klaustrinu hefðu sest niður í nokkrar mínútur þegar þeir fréttu af leiðindunum og fylleríisrausinu og hugsað til þeirra kærleiksríkar hugsanir—að þeim öðlist viska, innri friður og lausn frá þjáningu—þá er alls ekki víst að þeir hefði orðið svona ofsalega reiðir, sárir og grimmir í hefndarþorsta sínum og réttlátri reiði.
Auðvitað sjá allir hversu fáránleg þessi hugarleikfimi er. Hvers konar samfélag væri það nú ef fólk væri alltaf að senda kærleiksríkar hugsanir hvert til annars? Ætlumst við ekki til þess að þingmenn þjóðarinnar hafi bein í nefinu, og svari hverjum kinnhesti með krepptum hnefa?
En þó er það líklega þannig að það krefst meira hugrekkis að fyrirgefa heldur en að hefna. Þetta getur Metta World Peace vitnað um. Honum leið miklu betur eftir að hafa tamið sér hin kærleiksríku fræði búddískrar yfirvegunar og hætt að vera alltaf svona reiður út í heiminn. Svona almennt séð, að minnsta kosti.
Það liðu nefnilega ekki nema nokkrir mánuðir frá því Ron Artest skipti um nafn þangað til hann var dæmdur í sjö leikja bann fyrir að gefa James Harden harkalegt olnbogaskot í andlitið. Allur þessi kærleikur er góðra gjalda verður, en virkar greinilega ekki alltaf—jafnvel þótt maður hafi gengið svo langt að breyta nafni sínu.
En það hefur að minnsta kosti verið fyndið svar þegar Harden var spurður út í hver hafði gefið honum glóðaraugað: „Það var Kærleiksríkur Heimsfriður.“
Skoðun

Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík?
Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar

„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu
Sigurður Sigurðsson skrifar

Látið okkur í friði
Vilhjálmur Árnason skrifar

Gefðu fimmu!
Ágúst Arnar Þráinsson skrifar

Allar hendur á dekk!
Oddný G. Harðardóttir skrifar

Engin sátt án sannmælis
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Að finna rétt veiðigjald...
Bolli Héðinsson skrifar

Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti?
Carmen Maja Valencia skrifar

Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga!
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar

Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt?
Davíð Bergmann skrifar

Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Og hvað svo?
Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar

Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu
Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Sannleikurinn í tengdamömmumálinu
Ólöf Björnsdóttir skrifar

Hann breytti öllu – og gerði það með háði
Jónas Sen skrifar

Ekki fylla höfnina af grjóti
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Lengri útivistartími barna
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það?
Ingibjörg Isaksen skrifar

Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Flugan í ídýfunni
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar

Að mennta til lífs, ekki prófa
Sandra Sigurðardóttir skrifar

Það er kominn tími til...
Birgir Rúnar Davíðsson skrifar

Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Er píptest rót alls ills?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vertu bandamaður kæri bróðir!
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Frá frammistöðuvæðingu til farsældar
Helga Þórey Júlíudóttir skrifar

Ísland á að verja með íslenskum lögum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði
Logi Einarsson skrifar