Meistararnir í Golden State réðu ekki við heitasta lið NBA-deildarinnar í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2019 07:30 Stephen Curry allt annað en sáttur eftir að dæmd var villa á hann í leiknum í nótt. AP//Eric Gay Denver Nuggets varð í nótt annað lið í Vesturdeildinni á eftir Golden State Warriors til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Golden State tapaði á sama tíma á móti San Antonio Spurs. Tveir framtíðarmenn voru með þrennu í svakalegum framlengdum leik milli Dallas Mavericks og New Orleans Pelicans.#GoSpursGo@DeMar_DeRozan tallies 26 PTS, 9 REB & 8 AST in the @spurs 9th straight win! pic.twitter.com/ZIVA14mIb4 — NBA (@NBA) March 19, 2019DeMar DeRozan skoraði 26 stig og LaMarcus Aldridge var með 23 stig og 13 fráköst þegar San Anontio Spurs vann 111-105 sigur á meisturum Golden State Warriors. Þetta var níundi sigurleikur Spurs liðsins í röð. San Anontio Spurs komst fyrir vikið upp í fimmta sætið í Vesturdeildinni en þar hjálpaði að Oklahoma City Thunder tapaði á sama tíma fyrir Miami Heat. Stephen Curry byrjaði rólega en skoraði 25 stig og Kevin Durant var með 24 stig. Warriors-liðið er nú við hlið Denver Nuggets í toppsæti Vesturdeildarinnar. Golden State byrjaði leikinn illa þar sem Curry og Klay Thompson klikkuðu saman á ellefu fyrstu skotunum. Warriors kom sér aftur inn í leikinn en heimamenn höfðu betur. „Þetta er heitasta liðið í NBA-deildinni í dag og augljóslega vel þjálfað. Þeir tóku réttari ákvarðanir en við og voru betur þjálfaðir. Þeir áttu skilið að vinna,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State eftir leikinn. „Strákarnir eru að spila betur. Við erum að reyna að bæta okkur í varnarleiknum. Samskiptin eru betri og nú er bara runninn upp sigurtíminn. Ég held að allir finni það,“ sagði LaMarcus Aldridge hjá Spurs.21 PTS, 13 REB, 7 AST@nuggets 4th straight W Clinch #NBAPlayoffs berth Nikola Jokic leads DEN to victory in Boston! #MileHighBasketballpic.twitter.com/QXX5djOMyD — NBA (@NBA) March 19, 2019Nikola Jokic var með 21 stig og 13 fráköst þegar Denver Nuggets vann 114-105 endurkomusigur á útivelli á móti Boston Celtics en með honum tryggði Denver-liðið sér sæti í úrslitakeppninni. Will Barton var með 20 stig fyrir Denver sem verður með í úrslitakeppninni í fyrsta sinn síðan á 2012-13 tímabilinu. Þetta var fjórði sigur liðsins í röð. Kyrie Irving var stigahæstur hjá Boston með 30 stig en Al Horford var með 20 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar.19 PTS | 10 REB | 11 AST@elfrid joins Russell Westbrook (4x), Oscar Robertson (3x), Wilt Chamberlain (2x) & Michael Jordan as the only players in @NBAHistory to record 5 straight triple-doubles! #DoItBigpic.twitter.com/jhBPqzwsjJ — NBA (@NBA) March 19, 2019The @dallasmavs tribute to the No. 6 scorer on the #NBA all-time scoring list, @swish41! #MFFLpic.twitter.com/UyW9XMNZdL — NBA (@NBA) March 19, 2019Dirk Nowitzki komst upp fyrir Wilt Chamberlain og upp í sjötta sætið yfir stigahæstu leikmenn NBA-sögunnar en náði ekki að gera nóg til að hann menn í Dallas Mavericks lönduðu sigri á móti New Orleans Pelicans. Pelíkanarnir unnu 129-125 eftir framlengdan leik þar sem Elfrid Payton var með þrennu í fimmta leiknum í röð. Payton var með 19 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst í nótt.29 PTS | 13 REB | 10 AST With his 5th triple-double of the season tonight, @luka7doncic set the @dallasmavs record for most triple-doubles by a rookie! #MFFLpic.twitter.com/SRsNdS59fY — NBA (@NBA) March 19, 2019Elfrid Payton var ekki eini maðurinn með þrennu því slóvenski nýliðinn Luka Doncic skilaði 29 stigum, 13 fráköstum og 10 stoðsendingum í leiknum. Mikilvægasti maðurinn var þó kannski Julius Randle sem skoraði 11 af 30 stigum á síðustu 3:29 í venjulegum leiktíma þegar New Orleans Pelicans tókst að koma leiknum í framlengingu.Combining for 51 PTS off the bench... @Goran_Dragic (26 PTS) & @DwyaneWade (25 PTS) lead the @MiamiHEAT to the road W! #HeatCulturepic.twitter.com/rL4ITnt9gS — NBA (@NBA) March 19, 2019Goran Dragic og Dwyane Wade halda áfram að koma öflugir inn af bekknum en þeir voru atkvæðamestir í sigri Miami Heat á Oklahoma City Thunder. Goran Dragic var með 26 stig og 11 stoðsendingar og Dwyane Wade skoraði 25 stig. Það hjálpaði Miami liðinu að Thunder lék án Russell Westbrook. Paul George var stigahæstur hjá OKC með 31 stig.Jeremy Lin skoraði 20 stig þegar Toronto Raptors vann 128-92 sigur á New York Knicks og Fred VanVleet bætti við 13 stigum og 12 stoðsendingum. Toronto varð hins vegar fyrir miklu áfalli í leiknum þegar bakvörðurinn Kyle Lowry meiddist illa á ökkla. Lowry var þá kominn með 15 stig og 8 stoðsendingar á 26 mínútunum. Kyle Lowry hefur verið slæmur í vinstri ökklanum en meiddi sig nú á þeim hægri. Toronto náði með þessum sigri að vinna 50 leiki fjórða tímabilið í röð.30 PTS & a season-high 15 ASTS for @Dame_Lillard in the @trailblazers home W! #RipCitypic.twitter.com/ya1WcUnueB — NBA (@NBA) March 19, 2019Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Indiana Pacers 106-98 Phoenix Suns - Chicago Bulls 101-116 Dallas Mavericks - New Orleans Pelicans 125-129 (110-110) Oklahoma City Thunder - Miami Heat 107-116 San Antonio Spurs - Golden State Warriors 111-105 Boston Celtics - Denver Nuggets 105-114 Toronto Raptors - New York Knicks 128-92 Cleveland Cavaliers - Detroit Pistons 126-119 Washington Wizards - Utah Jazz 95-116 NBA Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Fleiri fréttir Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Sjá meira
Denver Nuggets varð í nótt annað lið í Vesturdeildinni á eftir Golden State Warriors til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Golden State tapaði á sama tíma á móti San Antonio Spurs. Tveir framtíðarmenn voru með þrennu í svakalegum framlengdum leik milli Dallas Mavericks og New Orleans Pelicans.#GoSpursGo@DeMar_DeRozan tallies 26 PTS, 9 REB & 8 AST in the @spurs 9th straight win! pic.twitter.com/ZIVA14mIb4 — NBA (@NBA) March 19, 2019DeMar DeRozan skoraði 26 stig og LaMarcus Aldridge var með 23 stig og 13 fráköst þegar San Anontio Spurs vann 111-105 sigur á meisturum Golden State Warriors. Þetta var níundi sigurleikur Spurs liðsins í röð. San Anontio Spurs komst fyrir vikið upp í fimmta sætið í Vesturdeildinni en þar hjálpaði að Oklahoma City Thunder tapaði á sama tíma fyrir Miami Heat. Stephen Curry byrjaði rólega en skoraði 25 stig og Kevin Durant var með 24 stig. Warriors-liðið er nú við hlið Denver Nuggets í toppsæti Vesturdeildarinnar. Golden State byrjaði leikinn illa þar sem Curry og Klay Thompson klikkuðu saman á ellefu fyrstu skotunum. Warriors kom sér aftur inn í leikinn en heimamenn höfðu betur. „Þetta er heitasta liðið í NBA-deildinni í dag og augljóslega vel þjálfað. Þeir tóku réttari ákvarðanir en við og voru betur þjálfaðir. Þeir áttu skilið að vinna,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State eftir leikinn. „Strákarnir eru að spila betur. Við erum að reyna að bæta okkur í varnarleiknum. Samskiptin eru betri og nú er bara runninn upp sigurtíminn. Ég held að allir finni það,“ sagði LaMarcus Aldridge hjá Spurs.21 PTS, 13 REB, 7 AST@nuggets 4th straight W Clinch #NBAPlayoffs berth Nikola Jokic leads DEN to victory in Boston! #MileHighBasketballpic.twitter.com/QXX5djOMyD — NBA (@NBA) March 19, 2019Nikola Jokic var með 21 stig og 13 fráköst þegar Denver Nuggets vann 114-105 endurkomusigur á útivelli á móti Boston Celtics en með honum tryggði Denver-liðið sér sæti í úrslitakeppninni. Will Barton var með 20 stig fyrir Denver sem verður með í úrslitakeppninni í fyrsta sinn síðan á 2012-13 tímabilinu. Þetta var fjórði sigur liðsins í röð. Kyrie Irving var stigahæstur hjá Boston með 30 stig en Al Horford var með 20 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar.19 PTS | 10 REB | 11 AST@elfrid joins Russell Westbrook (4x), Oscar Robertson (3x), Wilt Chamberlain (2x) & Michael Jordan as the only players in @NBAHistory to record 5 straight triple-doubles! #DoItBigpic.twitter.com/jhBPqzwsjJ — NBA (@NBA) March 19, 2019The @dallasmavs tribute to the No. 6 scorer on the #NBA all-time scoring list, @swish41! #MFFLpic.twitter.com/UyW9XMNZdL — NBA (@NBA) March 19, 2019Dirk Nowitzki komst upp fyrir Wilt Chamberlain og upp í sjötta sætið yfir stigahæstu leikmenn NBA-sögunnar en náði ekki að gera nóg til að hann menn í Dallas Mavericks lönduðu sigri á móti New Orleans Pelicans. Pelíkanarnir unnu 129-125 eftir framlengdan leik þar sem Elfrid Payton var með þrennu í fimmta leiknum í röð. Payton var með 19 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst í nótt.29 PTS | 13 REB | 10 AST With his 5th triple-double of the season tonight, @luka7doncic set the @dallasmavs record for most triple-doubles by a rookie! #MFFLpic.twitter.com/SRsNdS59fY — NBA (@NBA) March 19, 2019Elfrid Payton var ekki eini maðurinn með þrennu því slóvenski nýliðinn Luka Doncic skilaði 29 stigum, 13 fráköstum og 10 stoðsendingum í leiknum. Mikilvægasti maðurinn var þó kannski Julius Randle sem skoraði 11 af 30 stigum á síðustu 3:29 í venjulegum leiktíma þegar New Orleans Pelicans tókst að koma leiknum í framlengingu.Combining for 51 PTS off the bench... @Goran_Dragic (26 PTS) & @DwyaneWade (25 PTS) lead the @MiamiHEAT to the road W! #HeatCulturepic.twitter.com/rL4ITnt9gS — NBA (@NBA) March 19, 2019Goran Dragic og Dwyane Wade halda áfram að koma öflugir inn af bekknum en þeir voru atkvæðamestir í sigri Miami Heat á Oklahoma City Thunder. Goran Dragic var með 26 stig og 11 stoðsendingar og Dwyane Wade skoraði 25 stig. Það hjálpaði Miami liðinu að Thunder lék án Russell Westbrook. Paul George var stigahæstur hjá OKC með 31 stig.Jeremy Lin skoraði 20 stig þegar Toronto Raptors vann 128-92 sigur á New York Knicks og Fred VanVleet bætti við 13 stigum og 12 stoðsendingum. Toronto varð hins vegar fyrir miklu áfalli í leiknum þegar bakvörðurinn Kyle Lowry meiddist illa á ökkla. Lowry var þá kominn með 15 stig og 8 stoðsendingar á 26 mínútunum. Kyle Lowry hefur verið slæmur í vinstri ökklanum en meiddi sig nú á þeim hægri. Toronto náði með þessum sigri að vinna 50 leiki fjórða tímabilið í röð.30 PTS & a season-high 15 ASTS for @Dame_Lillard in the @trailblazers home W! #RipCitypic.twitter.com/ya1WcUnueB — NBA (@NBA) March 19, 2019Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Indiana Pacers 106-98 Phoenix Suns - Chicago Bulls 101-116 Dallas Mavericks - New Orleans Pelicans 125-129 (110-110) Oklahoma City Thunder - Miami Heat 107-116 San Antonio Spurs - Golden State Warriors 111-105 Boston Celtics - Denver Nuggets 105-114 Toronto Raptors - New York Knicks 128-92 Cleveland Cavaliers - Detroit Pistons 126-119 Washington Wizards - Utah Jazz 95-116
NBA Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Fleiri fréttir Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Sjá meira