Sannir íþróttamenn Haukur Örn Birgisson skrifar 19. mars 2019 08:00 Það er eitthvað spennandi við UFC-bardagakeppnina, á einhvern viðbjóðslega hráan og frumstæðan hátt. Þrátt fyrir að hafa fylgst lítillega með undanfarin ár, hef ég alltaf haft blendnar tilfinningar gagnvart þessari „íþrótt“. Ég nota gæsalappir því ég er ekki viss um að þetta sé íþrótt. Mér finnst svo margt vanta upp á, til að svo geti verið. Helst má þar nefna skort á íþróttamannslegri hegðun. Virðingin gagnvart mótherjanum og auðmýktin gagnvart keppninni sjálfri er engin. Niðurlæging mótherjans, á sérstökum blaðamannafundum fyrir keppni, virðist hluti af handritinu. Þetta er ekkert annað en kjánalegt og á ekkert skylt við framkomu í öðrum íþróttum. Allt fyrir sjónvarpsáhorf, geri ég ráð fyrir. Kannski er ég bara orðinn miðaldra. Nema hvað. Ég var að koma af fótboltamóti með syni mínum. Hann er 9 ára. Eftir að hafa tapað fyrstu fimm leikjum mótsins voru félagarnir að gera sig klára fyrir leik á móti Fjarðabyggð. Leikmenn beggja liða spjölluðu saman fyrir leikinn og ég lá á hleri. „Eruð þið ekki búnir að tapa öllum leikjunum ykkar?“ spurði einn Austfirðingurinn. „Jú,“ svöruðu mínir menn. „Þið eruð þá líklegast í neðsta sæti riðilsins, með núll stig,“ sagði annar, án nokkurra vandræða með samlagninguna. „Við erum í fjórða sæti en munum fara upp í þriðja sæti ef við vinnum ykkur,“ sagði þriðji stuttlingurinn að austan. Mínir menn þurftu ekki Austfirðingana til að átta sig á stöðunni. Þeir kipptu sér samt ekkert upp við þetta og það var fullkomin ró yfir samtalinu. Hvorki hroki né stælar. Samtalið var barnslega einlægt og virðingarvert. Hlutirnir voru ræddir eins og þeir lágu fyrir og hvorugt lið óskaði hinu slæms gengis. Þar fóru sannir íþróttamenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Skoðun Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Það er eitthvað spennandi við UFC-bardagakeppnina, á einhvern viðbjóðslega hráan og frumstæðan hátt. Þrátt fyrir að hafa fylgst lítillega með undanfarin ár, hef ég alltaf haft blendnar tilfinningar gagnvart þessari „íþrótt“. Ég nota gæsalappir því ég er ekki viss um að þetta sé íþrótt. Mér finnst svo margt vanta upp á, til að svo geti verið. Helst má þar nefna skort á íþróttamannslegri hegðun. Virðingin gagnvart mótherjanum og auðmýktin gagnvart keppninni sjálfri er engin. Niðurlæging mótherjans, á sérstökum blaðamannafundum fyrir keppni, virðist hluti af handritinu. Þetta er ekkert annað en kjánalegt og á ekkert skylt við framkomu í öðrum íþróttum. Allt fyrir sjónvarpsáhorf, geri ég ráð fyrir. Kannski er ég bara orðinn miðaldra. Nema hvað. Ég var að koma af fótboltamóti með syni mínum. Hann er 9 ára. Eftir að hafa tapað fyrstu fimm leikjum mótsins voru félagarnir að gera sig klára fyrir leik á móti Fjarðabyggð. Leikmenn beggja liða spjölluðu saman fyrir leikinn og ég lá á hleri. „Eruð þið ekki búnir að tapa öllum leikjunum ykkar?“ spurði einn Austfirðingurinn. „Jú,“ svöruðu mínir menn. „Þið eruð þá líklegast í neðsta sæti riðilsins, með núll stig,“ sagði annar, án nokkurra vandræða með samlagninguna. „Við erum í fjórða sæti en munum fara upp í þriðja sæti ef við vinnum ykkur,“ sagði þriðji stuttlingurinn að austan. Mínir menn þurftu ekki Austfirðingana til að átta sig á stöðunni. Þeir kipptu sér samt ekkert upp við þetta og það var fullkomin ró yfir samtalinu. Hvorki hroki né stælar. Samtalið var barnslega einlægt og virðingarvert. Hlutirnir voru ræddir eins og þeir lágu fyrir og hvorugt lið óskaði hinu slæms gengis. Þar fóru sannir íþróttamenn.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun