Ræða róttækar breytingar á Meistaradeildinni á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2019 12:00 Cristiano Ronaldo með Meistaradeildarbikarinn sem hann hefur unnið fimm sinnum eftir að keppnin tók upp núverandi fyrirkomulag. Vísir/Getty Miklar breytingar gætu verið í farvatninu í Meistaradeildinni í fótbolta ef að róttækar breytingar verða samþykktar á hugmyndafundi UEFA og stærstu félaganna í Evrópu sem fer fram á morgun. Breytingarnar sem yrðu ekki teknar upp fyrr en árið 2024 myndu meðal annars hafa mikil áhrif á leiki í ensku úrvalsdeildinni og öðrum toppdeildum í Evrópu. Það gæti líka orðið enn fjarlægari draumur fyrir íslensk félög að komast í Meistaradeildina ef þær verða samþykktar. Fundurinn fer fram í Nyon í Sviss og þar munu menn leggja fram hugmyndir um framtíðarfyrirkomulag Meistaradeildarinnar.WallStreetJournal hefur aflað sér upplýsinga um þessar tillögur og samkvæmt heimildum þeirra snýr ein þeirra að taka upp lokaðra kerfi þar sem lið falla og vinna sér sæti í Meistaradeildinni.Champions League proposals could see introduction of weekend matches and relegation @Tom_Morgshttps://t.co/lFcZmGFLdE — Telegraph Football (@TeleFootball) March 18, 2019Með því yrði mjög erfitt fyrir minni liðin að komast í Meistaradeildina og stærstu félögin væru um leið nánast með öruggt sæti. Önnur tillaga snýr að því að færa leiki í Meistaradeildinni frá miðri viku yfir á helgarnar. Deildarkeppnir landanna hafa átt helgarnar hingað til en Meistaradeildina sækist í söluvænni leiktíma á föstudögum, laugardögum og sunnudögun. Öflugustu stuðningsmennirnir fyrir þessum breytingum eru sögð vera lið utan Englands. Þar snýst þetta aðallega um tekjur. Liðið í neðsta sæti í ensku úrvalsdeildinni fær sem dæmi meiri tekjur í gegnum verðlaunafé og sjónvarptekjur en meistararnir í Frakklandi. Möguleg súperdeild bestu liða Evrópu hefur líka verið á teikniborðinu þar sem RealMadrid hefur verið í fararbroddi. Bestu liðin myndu þá losna undan hrömmum UEFA. Þær hugmyndir hafa aftur á móti fengið hörð viðbrögð frá GianniInfantino, forseta FIFA, sem hótaði því að ef af þessu yrði þá fengju leikmenn liða eins og Arsenal, Chelsea, Liverpool, ManchesterCity og ManchesterUnited ekki að taka þátt í heimsmeistarakeppninni. Menn þurfa því að stíga varlega til jarðar í þessum málum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira
Miklar breytingar gætu verið í farvatninu í Meistaradeildinni í fótbolta ef að róttækar breytingar verða samþykktar á hugmyndafundi UEFA og stærstu félaganna í Evrópu sem fer fram á morgun. Breytingarnar sem yrðu ekki teknar upp fyrr en árið 2024 myndu meðal annars hafa mikil áhrif á leiki í ensku úrvalsdeildinni og öðrum toppdeildum í Evrópu. Það gæti líka orðið enn fjarlægari draumur fyrir íslensk félög að komast í Meistaradeildina ef þær verða samþykktar. Fundurinn fer fram í Nyon í Sviss og þar munu menn leggja fram hugmyndir um framtíðarfyrirkomulag Meistaradeildarinnar.WallStreetJournal hefur aflað sér upplýsinga um þessar tillögur og samkvæmt heimildum þeirra snýr ein þeirra að taka upp lokaðra kerfi þar sem lið falla og vinna sér sæti í Meistaradeildinni.Champions League proposals could see introduction of weekend matches and relegation @Tom_Morgshttps://t.co/lFcZmGFLdE — Telegraph Football (@TeleFootball) March 18, 2019Með því yrði mjög erfitt fyrir minni liðin að komast í Meistaradeildina og stærstu félögin væru um leið nánast með öruggt sæti. Önnur tillaga snýr að því að færa leiki í Meistaradeildinni frá miðri viku yfir á helgarnar. Deildarkeppnir landanna hafa átt helgarnar hingað til en Meistaradeildina sækist í söluvænni leiktíma á föstudögum, laugardögum og sunnudögun. Öflugustu stuðningsmennirnir fyrir þessum breytingum eru sögð vera lið utan Englands. Þar snýst þetta aðallega um tekjur. Liðið í neðsta sæti í ensku úrvalsdeildinni fær sem dæmi meiri tekjur í gegnum verðlaunafé og sjónvarptekjur en meistararnir í Frakklandi. Möguleg súperdeild bestu liða Evrópu hefur líka verið á teikniborðinu þar sem RealMadrid hefur verið í fararbroddi. Bestu liðin myndu þá losna undan hrömmum UEFA. Þær hugmyndir hafa aftur á móti fengið hörð viðbrögð frá GianniInfantino, forseta FIFA, sem hótaði því að ef af þessu yrði þá fengju leikmenn liða eins og Arsenal, Chelsea, Liverpool, ManchesterCity og ManchesterUnited ekki að taka þátt í heimsmeistarakeppninni. Menn þurfa því að stíga varlega til jarðar í þessum málum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira