Vigdís óttast geislun af mastri á Úlfarsfelli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. mars 2019 08:00 Mjög vinsæl gönguleið er upp á Úlfarsfell. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, vill að fjarskiptabúnaður sem settur hafi verið upp í óleyfi á Úlfarsfelli „verði fjarlægður tafarlaust“. Borgarráð tók fyrir á fimmtudag tillögu borgarinnar og fyrirtækisins Sýnar að deiliskipulagi fyrir 1,3 hektara svæði á toppi Úlfarsfells vegna 50 metra hás fjarskiptamasturs fyrir loftnet og tækniskýli með útsýnispalli. Vigdís Hauksdóttir bókaði að Miðflokkurinn legðist alfarið gegn þessum framkvæmdum „á einum vinsælasta útsýnisstað borgarinnar“. Að sögn Vigdísar hefur Reykjavíkurborg gengið hart fram í málinu og þvert gegn vilja íbúa Úlfarsárdals, Grafarholts sem og íbúa borgarinnar almennt. „Að reisa 50 metra hátt stálmastur hlaðið tækjabúnaði sem sendir frá sér slíka geislun að búnaðurinn var tekinn niður í Kópavogi vegna nálægðar við íbúahverfi er forkastanlegt. Að ætla sér að færa vandann yfir á íbúa Reykjavíkur er ekki lausn. Það er ósvífni,“ bókaði Vigdís. Um væri að ræða hagsmuni einkafyrirtækis en ekki íbúa. „Þessari aðför verður að ljúka hér og sú gríðarlega andstaða sem fram kemur í aðsendum athugasemdum í kjölfar auglýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir verði virt,“ segir áfram í bókun Vigdísar. Borgarráðsfulltrúar meirihluta flokka Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna bókuðu hins vegar að mikið hafi farið fyrir hræðsluáróðri og rangfærslum í tengslum við málið. „Er slíkum dylgjum og rangfærslum vísað á bug,“ bókaði meirihlutinn og kvað staðreyndir tala sínu máli. Toppur Úlfarsfells sé góð staðsetning fyrir umræddan búnað og Skipulagsstofnun segi áætlanir um útsýnispall og notkun náttúrulegs efnis mikilvæga áherslu á útivistargildi svæðisins. „Þá skal ítrekað að rannsóknir sýna að geislun frá mastri af þessu tagi eru langt undir öllum viðmiðunarmörkum og af þeim stafar engin heilsufarsógn,“ bókuðu meirihlutafulltrúarnir og sögðust „fagna því að loks verði fullnægjandi útvarps- og fjarskiptaþjónusta á höfuðborgarsvæðinu tryggð með nýju mastri“. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins en lögðu fram bókun ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins: „Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að vernda græn svæði eins og kostur er og hlúa að útivistarsvæðum. Úlfarsfellið er eitt mest vaxandi göngusvæði borgarbúa og aðdráttarafl útivistarfólks.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, vill að fjarskiptabúnaður sem settur hafi verið upp í óleyfi á Úlfarsfelli „verði fjarlægður tafarlaust“. Borgarráð tók fyrir á fimmtudag tillögu borgarinnar og fyrirtækisins Sýnar að deiliskipulagi fyrir 1,3 hektara svæði á toppi Úlfarsfells vegna 50 metra hás fjarskiptamasturs fyrir loftnet og tækniskýli með útsýnispalli. Vigdís Hauksdóttir bókaði að Miðflokkurinn legðist alfarið gegn þessum framkvæmdum „á einum vinsælasta útsýnisstað borgarinnar“. Að sögn Vigdísar hefur Reykjavíkurborg gengið hart fram í málinu og þvert gegn vilja íbúa Úlfarsárdals, Grafarholts sem og íbúa borgarinnar almennt. „Að reisa 50 metra hátt stálmastur hlaðið tækjabúnaði sem sendir frá sér slíka geislun að búnaðurinn var tekinn niður í Kópavogi vegna nálægðar við íbúahverfi er forkastanlegt. Að ætla sér að færa vandann yfir á íbúa Reykjavíkur er ekki lausn. Það er ósvífni,“ bókaði Vigdís. Um væri að ræða hagsmuni einkafyrirtækis en ekki íbúa. „Þessari aðför verður að ljúka hér og sú gríðarlega andstaða sem fram kemur í aðsendum athugasemdum í kjölfar auglýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir verði virt,“ segir áfram í bókun Vigdísar. Borgarráðsfulltrúar meirihluta flokka Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna bókuðu hins vegar að mikið hafi farið fyrir hræðsluáróðri og rangfærslum í tengslum við málið. „Er slíkum dylgjum og rangfærslum vísað á bug,“ bókaði meirihlutinn og kvað staðreyndir tala sínu máli. Toppur Úlfarsfells sé góð staðsetning fyrir umræddan búnað og Skipulagsstofnun segi áætlanir um útsýnispall og notkun náttúrulegs efnis mikilvæga áherslu á útivistargildi svæðisins. „Þá skal ítrekað að rannsóknir sýna að geislun frá mastri af þessu tagi eru langt undir öllum viðmiðunarmörkum og af þeim stafar engin heilsufarsógn,“ bókuðu meirihlutafulltrúarnir og sögðust „fagna því að loks verði fullnægjandi útvarps- og fjarskiptaþjónusta á höfuðborgarsvæðinu tryggð með nýju mastri“. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins en lögðu fram bókun ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins: „Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að vernda græn svæði eins og kostur er og hlúa að útivistarsvæðum. Úlfarsfellið er eitt mest vaxandi göngusvæði borgarbúa og aðdráttarafl útivistarfólks.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent