Fyrirliði Kvennó í skýjunum eftir sigurinn: „Sagan um kvótastelpuna sem veit ekki neitt er ekki sönn“ Sylvía Hall skrifar 17. mars 2019 22:00 Kvennaskólinn fagnaði innilega á föstudaginn eftir að sigurinn var í höfn. RÚV Fjóla Ósk Guðmannsdóttir varð á föstudag fyrsta stelpan í sögu Gettu betur til þess að vinna keppnina tvisvar og var liðið í ár það fyrsta sem sigrar með tvo kvenkyns liðsmenn. Hún segir liðið vera himinlifandi með sigurinn enda var keppnin æsispennandi. „Við erum svona öll hægt og rólega að koma niður á jörðina aftur,“ segir Fjóla Ósk glöð í bragði í samtali við Vísi en Fjóla tryggði liðinu sigur gegn Menntaskólanum í Reykjavík á föstudagskvöld eftir vísbendingaspurningu. Hún hefur verið hluti af Gettu betur-liði Kvennaskólans síðastliðin þrjú ár og vann keppnina síðast árið 2017 þegar Kvennaskólinn mætti Menntaskólanum við Hamrahlíð í úrslitum keppninnar en laut í lægra haldi fyrir Fjölbrautaskólinn í Garðabæ í fyrra. Fjóla hefur því alltaf keppt til úrslita í Gettu betur og má því segja að hún eigi glæstan keppnisferil að baki sem lauk með sætum sigri og hljóðnema í hönd en Fjóla útskrifast í vor.Skiptir ekki máli hvort maður komist inn á kynjakvóta eða ekki Fjóla keppti fyrst árið 2017, þá nýnemi í skólanum. Það var þriðja keppnistímabilið sem notast var við kynjakvóta og þurftu því lið í keppninni að vera bæði skipuð stelpum og strákum en lengi vel heyrði það til undantekninga að stelpur tækju þátt í Gettu betur. Aðspurð segist Fjóla hafa fundið fyrir einhverri umræðu fyrsta árið sem hún var í liðinu en það hafi fljótlega breyst. Hún segir það ekki skipta neinu máli hvort stelpur komist inn vegna kynjakvóta eða ekki þar sem allir hafi það að markmiði að standa sig vel. „Ég veit ekki um neina stelpu sem hefur tekið þátt í Gettu betur og fyllt upp í staðalmyndina sem kvótastelpan er. Allar þær stelpur sem hafa komist í liðin, með eða án kvóta, tóku forprófið með það að markmiði að komast í liðið og standa sig vel. Ég held að við allar með tölu höfum gert nákvæmlega það,“ segir Fjóla og bætir við að þær hugmyndir sem fólk hafði um „kvótastelpurnar“ svokölluðu ættu sér enga stoð í raunveruleikanum. „Sagan um kvótastelpuna sem veit ekki neitt er bara ekki sönn – allir sem hafa horft á Gettu betur vita það.“Fjóla ásamt liðsmönnum Kvennó og Þorkeli Má Júlíussyni, þjálfara liðsins.AðsendMikið stress en rosalega gaman Í Facebook-færslu sem Fjóla birti í gær segir hún að þátttaka í Gettu betur hafi verið fjarlægur draumur áður en hún byrjaði í Kvennó og það væri eitthvað sem hún taldi sig aldrei geta gert. Í dag gengur hún frá borði með tvo sigra ásamt því að hafa tryggt síðasta sigurinn. „Þetta var sturlun,“ segir Fjóla þegar hún er spurð hvernig tilfinningin hefði verið að tryggja liðinu sigur. Líkt og áður sagði svaraði Fjóla vísbendingaspurningu rétt í annarri tilraun og sótti þannig síðustu tvö stig kvöldsins. Hún segir mikið stress fylgja því að keppa en fyrst og fremst sé það rosalega gaman, sérstaklega þegar vel gengur. Þrátt fyrir að enginn rígur hafi verið á milli liðsmanna Kvennó og MR hafi það þó verið sætt að sigra skólann, enda er MR þekktur fyrir gott gengi í keppninni. „MR hefur það orðspor að vera góð í Gettu betur og svona en við sigruðum þau líka í fyrra,“ segir Fjóla létt í lokin. Jafnréttismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Kvennó vann Gettu betur Aðeins munaði einu stigi á Kvennó og MR. 15. mars 2019 21:01 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Fjóla Ósk Guðmannsdóttir varð á föstudag fyrsta stelpan í sögu Gettu betur til þess að vinna keppnina tvisvar og var liðið í ár það fyrsta sem sigrar með tvo kvenkyns liðsmenn. Hún segir liðið vera himinlifandi með sigurinn enda var keppnin æsispennandi. „Við erum svona öll hægt og rólega að koma niður á jörðina aftur,“ segir Fjóla Ósk glöð í bragði í samtali við Vísi en Fjóla tryggði liðinu sigur gegn Menntaskólanum í Reykjavík á föstudagskvöld eftir vísbendingaspurningu. Hún hefur verið hluti af Gettu betur-liði Kvennaskólans síðastliðin þrjú ár og vann keppnina síðast árið 2017 þegar Kvennaskólinn mætti Menntaskólanum við Hamrahlíð í úrslitum keppninnar en laut í lægra haldi fyrir Fjölbrautaskólinn í Garðabæ í fyrra. Fjóla hefur því alltaf keppt til úrslita í Gettu betur og má því segja að hún eigi glæstan keppnisferil að baki sem lauk með sætum sigri og hljóðnema í hönd en Fjóla útskrifast í vor.Skiptir ekki máli hvort maður komist inn á kynjakvóta eða ekki Fjóla keppti fyrst árið 2017, þá nýnemi í skólanum. Það var þriðja keppnistímabilið sem notast var við kynjakvóta og þurftu því lið í keppninni að vera bæði skipuð stelpum og strákum en lengi vel heyrði það til undantekninga að stelpur tækju þátt í Gettu betur. Aðspurð segist Fjóla hafa fundið fyrir einhverri umræðu fyrsta árið sem hún var í liðinu en það hafi fljótlega breyst. Hún segir það ekki skipta neinu máli hvort stelpur komist inn vegna kynjakvóta eða ekki þar sem allir hafi það að markmiði að standa sig vel. „Ég veit ekki um neina stelpu sem hefur tekið þátt í Gettu betur og fyllt upp í staðalmyndina sem kvótastelpan er. Allar þær stelpur sem hafa komist í liðin, með eða án kvóta, tóku forprófið með það að markmiði að komast í liðið og standa sig vel. Ég held að við allar með tölu höfum gert nákvæmlega það,“ segir Fjóla og bætir við að þær hugmyndir sem fólk hafði um „kvótastelpurnar“ svokölluðu ættu sér enga stoð í raunveruleikanum. „Sagan um kvótastelpuna sem veit ekki neitt er bara ekki sönn – allir sem hafa horft á Gettu betur vita það.“Fjóla ásamt liðsmönnum Kvennó og Þorkeli Má Júlíussyni, þjálfara liðsins.AðsendMikið stress en rosalega gaman Í Facebook-færslu sem Fjóla birti í gær segir hún að þátttaka í Gettu betur hafi verið fjarlægur draumur áður en hún byrjaði í Kvennó og það væri eitthvað sem hún taldi sig aldrei geta gert. Í dag gengur hún frá borði með tvo sigra ásamt því að hafa tryggt síðasta sigurinn. „Þetta var sturlun,“ segir Fjóla þegar hún er spurð hvernig tilfinningin hefði verið að tryggja liðinu sigur. Líkt og áður sagði svaraði Fjóla vísbendingaspurningu rétt í annarri tilraun og sótti þannig síðustu tvö stig kvöldsins. Hún segir mikið stress fylgja því að keppa en fyrst og fremst sé það rosalega gaman, sérstaklega þegar vel gengur. Þrátt fyrir að enginn rígur hafi verið á milli liðsmanna Kvennó og MR hafi það þó verið sætt að sigra skólann, enda er MR þekktur fyrir gott gengi í keppninni. „MR hefur það orðspor að vera góð í Gettu betur og svona en við sigruðum þau líka í fyrra,“ segir Fjóla létt í lokin.
Jafnréttismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Kvennó vann Gettu betur Aðeins munaði einu stigi á Kvennó og MR. 15. mars 2019 21:01 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira