„Við töldum augljóst að þessi túlkun gæti ekki staðist“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. mars 2019 20:51 Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að fjögur af þeim sjö verkföllum sem félagsmenn Eflingar greiddu atkvæði um og hafði verið boðað til. Hið fyrsta átti að koma til framkvæmda á mánudag. Um eru að ræða svokölluð örverkföll. Vísir/vilhelm „Dómurinn komst að einróma niðurstöðu 5-0 á þremur klukkustundum að öll þessi verkföll væru ólögmæt og stæðust ekki vinnulöggjöfina.“ Þetta segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við fréttastofu um úrskurð Félagsdóms í máli SA gegn Eflingu – stéttarfélagi. Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að fjögur af þeim sjö verkföllum sem félagsmenn Eflingar greiddu atkvæði um og hafði verið boðað til væru ólögmæt. Hið fyrsta átti að koma til framkvæmda á mánudag. Um eru að ræða svokölluð örverkföll. „Við töldum augljóst að þessi túlkun gæti ekki staðist enda gengi þetta gegn þeirri meginreglu að vinnustöðvanir og verkföll byggi á því að fólk mæti ekki til vinnu og þiggi þar af leiðandi ekki laun fyrir en túlkun Eflingar var sú að fólk mætti til vinnu, myndi þiggja full laun fyrir en samt vera í verkfalli á sama tíma. Það er nú grunnurinn að þessari málshöfðun,“ segir Halldór. Aðspurður um hvernig kjaraviðræður gangi svarar Halldór því til að viðræðurnar séu á viðkvæmu stigi þrátt fyrir að margt hafi þróast í rétta átt. Ljóst er að Samtök atvinnulífsins og verkalýðsfélögin hafi skamman tíma til að ná saman áður en til hrinu verkfalla kemur. „Það er mikið í húfi að það takist að afstýra því. Verkföll eru allra tjón og valda gríðarlegu fjárhagslegu tjóni í samfélaginu og skerða getu atvinnurekenda að standa undir launahækkunum til framtíðar og það er mikilvægt að forða því. “ Halldór segir verkföll séu mikið hættuspil á þessum tímapunkti. „Það er alveg klárt að hagkerfið er að skipta mjög hratt um takt og hægja verulega á. Frá síðustu kjarasamningum hafa laun á almennum vinnumarkaði hækkað um 30% og lægstu laun í samfélaginu hafa hækkað um 40%. Það eyðist sannarlega það sem af er tekið og mér finnst mikið hættuspil að boða verkfallsaðgerðir inn í viðkvæmar kjaraviðræður ofan í kólnandi hagkerfi og á sama tíma og flugfélögin eru í kröppum dansi, eins og allir þekkja, og verulega hægir á í ferðaþjónustunni og hagkerfinu öllu,“ segir Halldór. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Félagsdómur segir örverkföll Eflingar ólögleg Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að örverkföll sem Efling hafði boðað til væru ólögleg og munu því ekki koma til framkvæmda. 15. mars 2019 18:53 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
„Dómurinn komst að einróma niðurstöðu 5-0 á þremur klukkustundum að öll þessi verkföll væru ólögmæt og stæðust ekki vinnulöggjöfina.“ Þetta segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við fréttastofu um úrskurð Félagsdóms í máli SA gegn Eflingu – stéttarfélagi. Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að fjögur af þeim sjö verkföllum sem félagsmenn Eflingar greiddu atkvæði um og hafði verið boðað til væru ólögmæt. Hið fyrsta átti að koma til framkvæmda á mánudag. Um eru að ræða svokölluð örverkföll. „Við töldum augljóst að þessi túlkun gæti ekki staðist enda gengi þetta gegn þeirri meginreglu að vinnustöðvanir og verkföll byggi á því að fólk mæti ekki til vinnu og þiggi þar af leiðandi ekki laun fyrir en túlkun Eflingar var sú að fólk mætti til vinnu, myndi þiggja full laun fyrir en samt vera í verkfalli á sama tíma. Það er nú grunnurinn að þessari málshöfðun,“ segir Halldór. Aðspurður um hvernig kjaraviðræður gangi svarar Halldór því til að viðræðurnar séu á viðkvæmu stigi þrátt fyrir að margt hafi þróast í rétta átt. Ljóst er að Samtök atvinnulífsins og verkalýðsfélögin hafi skamman tíma til að ná saman áður en til hrinu verkfalla kemur. „Það er mikið í húfi að það takist að afstýra því. Verkföll eru allra tjón og valda gríðarlegu fjárhagslegu tjóni í samfélaginu og skerða getu atvinnurekenda að standa undir launahækkunum til framtíðar og það er mikilvægt að forða því. “ Halldór segir verkföll séu mikið hættuspil á þessum tímapunkti. „Það er alveg klárt að hagkerfið er að skipta mjög hratt um takt og hægja verulega á. Frá síðustu kjarasamningum hafa laun á almennum vinnumarkaði hækkað um 30% og lægstu laun í samfélaginu hafa hækkað um 40%. Það eyðist sannarlega það sem af er tekið og mér finnst mikið hættuspil að boða verkfallsaðgerðir inn í viðkvæmar kjaraviðræður ofan í kólnandi hagkerfi og á sama tíma og flugfélögin eru í kröppum dansi, eins og allir þekkja, og verulega hægir á í ferðaþjónustunni og hagkerfinu öllu,“ segir Halldór.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Félagsdómur segir örverkföll Eflingar ólögleg Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að örverkföll sem Efling hafði boðað til væru ólögleg og munu því ekki koma til framkvæmda. 15. mars 2019 18:53 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Félagsdómur segir örverkföll Eflingar ólögleg Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að örverkföll sem Efling hafði boðað til væru ólögleg og munu því ekki koma til framkvæmda. 15. mars 2019 18:53