Áhætta í boði Alþingis Gunnlaugur Stefánsson skrifar 15. mars 2019 07:15 Alþingi fjallar nú um frumvarp til laga um fiskeldi. Við fyrstu umræðu málsins varð nokkrum þingmönnum tíðrætt um að koma áhættumatinu þannig fyrir að trufli sem minnst útþenslu laxeldis í opnum sjókvíum í eigu norskra eldisrisa. Þess vegna fannst þeim betra að ráðherra ráði frekar matinu heldur en Hafrannsóknastofnun með vísindafólki sínu eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Svo lofuðu viðkomandi þingmenn vistvæna eldisframleiðslu, sögðu laxinn þyngjast um eitt kíló fyrir hvert sem hann æti, en gleymdu að til þess að framleiða fóðurkílóið þarf a.m.k. fjögur af villtum sjávarfiski. En hæst bar þó hugmyndir sömu þingmanna um að horft yrði til „mótvægisaðgerða“ við áhættumatið svo laxeldið fengi nú enn meira svigrúm til að vaxa. Mótvægisaðgerð var t.d. lýst þannig á Alþingi, að myndavélar yrðu settar ofan í árnar sem mynduðu alla göngulaxa og svo yrðu kafarar tilbúnir á bakkanum til að skella sér út í hylinn og tína upp óvelkomna fiska. Víst geta þingmenn hrifist af hugmyndum ævintýra, sérstaklega ef fjársterkir og útlenskir eldisrisar eiga hlut að máli og þrýsta á með afli sínu. En laxeldi í opnum sjókvíum með norskum stofni skaðar villta laxastofna. Engin tækni girðir fyrir það eins og reynslan af eldinu í nágrannalöndunum staðfestir. Margar laxveiðiár eru hreinlega ónýtar vegna erfðablöndunar, lúsafárs og sjúkdóma í Noregi. Það er sú áhætta sem Alþingi stendur núna frammi fyrir vegna íslenskra laxveiðiáa, að þingmenn fórni villtum laxastofnum fyrir eldið. Það er engin tilviljun, að opið sjókvíaeldi hefur nýlega verið bannað af umhverfishæstarétti Svíþjóðar, einnig í Washington ríki og Alaska. Þá er óheimilt í Noregi að nota aðflutta stofna í eldinu, en hér á landi er leyft að nota frjóan norskan stofn í opnu sjókvíaeldi. Í ljósi dýrkeyptrar reynslu stríða Norðmenn við að endurskoða sína búskaparhætti í eldinu, færa upp á land eða í lokuð kerfi og jafnvel langt út á rúmsjó. En á Íslandi erum við á byrjunarreit og leyfum norskum eldisrisum að fara sínu fram og þróa eldi í opnum kvíum þar sem skammtímagróði ræður för. Frumvarpið ber þess vitni. Engin framtíðarsýn með hvötum til að fara í öruggara og umhverfisvænna eldi, eftirlitskerfið gatslitið, flókið og þungt í vöfum, enginn sætir ábyrgð gagnvart skaða sem eldið veldur og ekki er gert ráð fyrir neinum ábyrgum viðbrögðum t.d. fyrir fólkið í byggðunum, ef allt fer á versta veg – eins og alltaf hefur gerst í laxeldi á Íslandi. Vonarneisti er þó í áhættumatinu sem gæti hægt á óafturkræfum skaða fyrir lífríkið. Matið verður því að hvíla á vísindalegum forsendum þar sem villti laxinn njóti vafans með ýtrustu varkárni í fyrirrúmi á forræði Hafrannsóknastofnunar. Þar mega ævintýri „mótvægisaðgerða“ ekki rugla í ríminu – og þó að norskir eldisrisar heimti að græða meira. Áhættumatið má aldrei verða að bitbeini á pólitísku markaðstorgi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skoðun Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Alþingi fjallar nú um frumvarp til laga um fiskeldi. Við fyrstu umræðu málsins varð nokkrum þingmönnum tíðrætt um að koma áhættumatinu þannig fyrir að trufli sem minnst útþenslu laxeldis í opnum sjókvíum í eigu norskra eldisrisa. Þess vegna fannst þeim betra að ráðherra ráði frekar matinu heldur en Hafrannsóknastofnun með vísindafólki sínu eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Svo lofuðu viðkomandi þingmenn vistvæna eldisframleiðslu, sögðu laxinn þyngjast um eitt kíló fyrir hvert sem hann æti, en gleymdu að til þess að framleiða fóðurkílóið þarf a.m.k. fjögur af villtum sjávarfiski. En hæst bar þó hugmyndir sömu þingmanna um að horft yrði til „mótvægisaðgerða“ við áhættumatið svo laxeldið fengi nú enn meira svigrúm til að vaxa. Mótvægisaðgerð var t.d. lýst þannig á Alþingi, að myndavélar yrðu settar ofan í árnar sem mynduðu alla göngulaxa og svo yrðu kafarar tilbúnir á bakkanum til að skella sér út í hylinn og tína upp óvelkomna fiska. Víst geta þingmenn hrifist af hugmyndum ævintýra, sérstaklega ef fjársterkir og útlenskir eldisrisar eiga hlut að máli og þrýsta á með afli sínu. En laxeldi í opnum sjókvíum með norskum stofni skaðar villta laxastofna. Engin tækni girðir fyrir það eins og reynslan af eldinu í nágrannalöndunum staðfestir. Margar laxveiðiár eru hreinlega ónýtar vegna erfðablöndunar, lúsafárs og sjúkdóma í Noregi. Það er sú áhætta sem Alþingi stendur núna frammi fyrir vegna íslenskra laxveiðiáa, að þingmenn fórni villtum laxastofnum fyrir eldið. Það er engin tilviljun, að opið sjókvíaeldi hefur nýlega verið bannað af umhverfishæstarétti Svíþjóðar, einnig í Washington ríki og Alaska. Þá er óheimilt í Noregi að nota aðflutta stofna í eldinu, en hér á landi er leyft að nota frjóan norskan stofn í opnu sjókvíaeldi. Í ljósi dýrkeyptrar reynslu stríða Norðmenn við að endurskoða sína búskaparhætti í eldinu, færa upp á land eða í lokuð kerfi og jafnvel langt út á rúmsjó. En á Íslandi erum við á byrjunarreit og leyfum norskum eldisrisum að fara sínu fram og þróa eldi í opnum kvíum þar sem skammtímagróði ræður för. Frumvarpið ber þess vitni. Engin framtíðarsýn með hvötum til að fara í öruggara og umhverfisvænna eldi, eftirlitskerfið gatslitið, flókið og þungt í vöfum, enginn sætir ábyrgð gagnvart skaða sem eldið veldur og ekki er gert ráð fyrir neinum ábyrgum viðbrögðum t.d. fyrir fólkið í byggðunum, ef allt fer á versta veg – eins og alltaf hefur gerst í laxeldi á Íslandi. Vonarneisti er þó í áhættumatinu sem gæti hægt á óafturkræfum skaða fyrir lífríkið. Matið verður því að hvíla á vísindalegum forsendum þar sem villti laxinn njóti vafans með ýtrustu varkárni í fyrirrúmi á forræði Hafrannsóknastofnunar. Þar mega ævintýri „mótvægisaðgerða“ ekki rugla í ríminu – og þó að norskir eldisrisar heimti að græða meira. Áhættumatið má aldrei verða að bitbeini á pólitísku markaðstorgi.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun