Börnin sem hafa ekki rödd Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 14. mars 2019 07:45 Fljótlega kemur frumvarp um kynrænt sjálfræði á dagskrá Alþingis. Í drögunum sem birtust á samráðsgátt stjórnvalda var upphaflegt ákvæði um bann við óafturkræfum skurðaðgerðum á kynfærum barna látið fjúka, en í stað þess á að skipa samráðshóp um efnið. Þetta eru mikil vonbrigði, enda þýðir þetta að langt er að bíða þar til löngu tímabærar breytingar nást fram. Á meðan fremjum við mannréttindabrot á litlum börnum. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því að þegar málefni intersex fólks eru rædd, þá erum við að tala um alvöru börn og alvöru fjölskyldur. Á Íslandi dagsins í dag eru fullkomlega heilbrigð smábörn látin ganga í gegnum oft endurteknar aðgerðir á kynfærum með öllum þeim sársauka, óvissu og áhættu sem þeim fylgja. Þetta eru lítil börn sem hafa ekki rödd í samfélaginu og engar forsendur til þess að ákveða hvað er gert við þau og hvað ekki. Ég á þriggja ára dóttur. Bara það að fara í einfalda læknisskoðun finnst henni erfitt og það veldur henni vanlíðan. Ég útskýri alltaf fyrir henni að það sé nauðsynlegt, vegna þess að það er það sem foreldrar gera. Við útskýrum fyrir börnunum okkar að þau inngrip sem þau þurfa að þola séu mikilvæg og að þeim muni líða betur á eftir. Börnin okkar treysta okkur og við treystum því jafnframt að börnin okkar séu ekki látin þjást að óþörfu. Lítil börn sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni, t.d. óræð ytri kynfæri, eru látin ganga í gegnum ónauðsynlegar skurðaðgerðir hér á landi. Þau þjást að óþörfu. Eins og fram hefur komið í skýrslu Amnesty International um stöðu intersex fólks á Íslandi er stór hluti þessara aðgerða fyrst og fremst gerður á grundvelli félagslegra hugmynda um það hvernig líkamar eiga að líta út. Inngripin snúast m.ö.o. ekki um líkamlegt heilbrigði, heldur að láta börn passa inn í kynjakassa samfélagsins. Tekin er ákvörðun um það hvoru kyninu barnið á að tilheyra og líkama þess síðan breytt til samræmis við það, löngu áður en barnið sjálft getur haft nokkuð um málið að segja. Þetta er gert þrátt fyrir að flest intersex fólk sé fullkomlega heilbrigt. Þegar intersex fólk glímir við heilsufarsvandamál sem krefjast læknisfræðilegra inngripa er á sama tíma gjarnan gripið til róttækra inngripa sem ekki er hægt að rökstyðja á grundvelli heilsufars. Börn eiga að hafa frelsi til þess að fá að taka upplýsta ákvörðun um eigin líkama. Það þarf ekki sérfræðing í hinsegin málefnum til þess að átta sig á því að mögulega er verið að gera breytingar á líkama barna sem þeim mun ekki hugnast í framtíðinni, en til eru fjölmörg dæmi um að kynvitund barna passi ekki við það kyn sem er valið. Þessar skurðaðgerðir geta beðið. Á meðan íslensk stjórnvöld draga lappirnar í málefnum fólks með ódæmigerð kyneinkenni samþykkti Evrópuþingið þingsályktun á dögunum þar sem ónauðsynleg inngrip í líkama intersex fólks eru fordæmd. Þeim tilmælum var jafnframt beint til aðildarríkja Evrópusambandsins að smíða lög til verndar þessum hópi. Frumvarp um kynrænt sjálfræði, eins og það lítur út núna, tryggir rétt fullorðinna til líkamlegrar friðhelgi en því miður ekki hinn sama rétt barna. Barna sem ekki geta tjáð sig um þau inngrip sem þau sæta. Ef stjórnvöld vilja endilega efna til víðtæks samráðs um löggjöf til verndar intersex fólki blasir við að best væri að banna öll óþörf og óafturkræf inngrip í líkama barna á meðan samráðinu stendur. Það er það minnsta sem við getum gert. Intersex fólk er fólk sem fæðist með ódæmigerð kyneinkenni en þessi breytileiki getur verið af ýmsum toga. Við bendum foreldrum intersex barna eða foreldrum sem telja sig eiga intersex barn á að alltaf er hægt að hafa samband við Intersex Ísland og Samtökin ´78 og leita ráðgjafar. Þið eruð ekki ein. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Fljótlega kemur frumvarp um kynrænt sjálfræði á dagskrá Alþingis. Í drögunum sem birtust á samráðsgátt stjórnvalda var upphaflegt ákvæði um bann við óafturkræfum skurðaðgerðum á kynfærum barna látið fjúka, en í stað þess á að skipa samráðshóp um efnið. Þetta eru mikil vonbrigði, enda þýðir þetta að langt er að bíða þar til löngu tímabærar breytingar nást fram. Á meðan fremjum við mannréttindabrot á litlum börnum. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því að þegar málefni intersex fólks eru rædd, þá erum við að tala um alvöru börn og alvöru fjölskyldur. Á Íslandi dagsins í dag eru fullkomlega heilbrigð smábörn látin ganga í gegnum oft endurteknar aðgerðir á kynfærum með öllum þeim sársauka, óvissu og áhættu sem þeim fylgja. Þetta eru lítil börn sem hafa ekki rödd í samfélaginu og engar forsendur til þess að ákveða hvað er gert við þau og hvað ekki. Ég á þriggja ára dóttur. Bara það að fara í einfalda læknisskoðun finnst henni erfitt og það veldur henni vanlíðan. Ég útskýri alltaf fyrir henni að það sé nauðsynlegt, vegna þess að það er það sem foreldrar gera. Við útskýrum fyrir börnunum okkar að þau inngrip sem þau þurfa að þola séu mikilvæg og að þeim muni líða betur á eftir. Börnin okkar treysta okkur og við treystum því jafnframt að börnin okkar séu ekki látin þjást að óþörfu. Lítil börn sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni, t.d. óræð ytri kynfæri, eru látin ganga í gegnum ónauðsynlegar skurðaðgerðir hér á landi. Þau þjást að óþörfu. Eins og fram hefur komið í skýrslu Amnesty International um stöðu intersex fólks á Íslandi er stór hluti þessara aðgerða fyrst og fremst gerður á grundvelli félagslegra hugmynda um það hvernig líkamar eiga að líta út. Inngripin snúast m.ö.o. ekki um líkamlegt heilbrigði, heldur að láta börn passa inn í kynjakassa samfélagsins. Tekin er ákvörðun um það hvoru kyninu barnið á að tilheyra og líkama þess síðan breytt til samræmis við það, löngu áður en barnið sjálft getur haft nokkuð um málið að segja. Þetta er gert þrátt fyrir að flest intersex fólk sé fullkomlega heilbrigt. Þegar intersex fólk glímir við heilsufarsvandamál sem krefjast læknisfræðilegra inngripa er á sama tíma gjarnan gripið til róttækra inngripa sem ekki er hægt að rökstyðja á grundvelli heilsufars. Börn eiga að hafa frelsi til þess að fá að taka upplýsta ákvörðun um eigin líkama. Það þarf ekki sérfræðing í hinsegin málefnum til þess að átta sig á því að mögulega er verið að gera breytingar á líkama barna sem þeim mun ekki hugnast í framtíðinni, en til eru fjölmörg dæmi um að kynvitund barna passi ekki við það kyn sem er valið. Þessar skurðaðgerðir geta beðið. Á meðan íslensk stjórnvöld draga lappirnar í málefnum fólks með ódæmigerð kyneinkenni samþykkti Evrópuþingið þingsályktun á dögunum þar sem ónauðsynleg inngrip í líkama intersex fólks eru fordæmd. Þeim tilmælum var jafnframt beint til aðildarríkja Evrópusambandsins að smíða lög til verndar þessum hópi. Frumvarp um kynrænt sjálfræði, eins og það lítur út núna, tryggir rétt fullorðinna til líkamlegrar friðhelgi en því miður ekki hinn sama rétt barna. Barna sem ekki geta tjáð sig um þau inngrip sem þau sæta. Ef stjórnvöld vilja endilega efna til víðtæks samráðs um löggjöf til verndar intersex fólki blasir við að best væri að banna öll óþörf og óafturkræf inngrip í líkama barna á meðan samráðinu stendur. Það er það minnsta sem við getum gert. Intersex fólk er fólk sem fæðist með ódæmigerð kyneinkenni en þessi breytileiki getur verið af ýmsum toga. Við bendum foreldrum intersex barna eða foreldrum sem telja sig eiga intersex barn á að alltaf er hægt að hafa samband við Intersex Ísland og Samtökin ´78 og leita ráðgjafar. Þið eruð ekki ein. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun