Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, væntir þess að niðurstaða Félagsdóms liggi fyrir á sunnudag að því er fram kemur í frétt RÚV.
SA hafa nú í annað sinn ákveðið að höfða mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu til að fá úr því skorið hvort örverkföll Eflingar séu lögmæt. Málið var þingfest í fyrradag.
Fyrstu aðgerðir sem Efling hefur boðað hefjast mánudaginn 18. mars næstkomandi.
Væntir niðurstöðu Félagsdóms á sunnudag

Tengdar fréttir

Segir félagsmenn vilja sækja fram af fullum þunga gagnvart SA
Hörður segir að til standi að boða til félagsfundar í lok mars þar sem greitt verður atkvæði um verkfallsaðgerðir. Ef félagsmenn sammælast um að leggja niður störf hefjast verkföll um miðjan apríl.

Verkfallsboðunin ákall um að SA komi með raunhæft tilboð
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vonar að viðsemjendur komi með myndarlegra tilboð en verið hefur að borðinu til að ekki þurfi að koma til verkfalla sem hefur verið boðað til og samþykkt í atkvæðagreiðslu.

Mál SA gegn Eflingu þingfest í félagsdómi í gær
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að með örverkföllum sé verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar. Málið var þingfest í gær.