„Þetta er bara verkefni sem þarf að takast á við og verður leyst“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. mars 2019 16:45 Forsætisráðherra hefur fulla trú á að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýskipaður dómsmálaráðherra, muni standa sig vel í embættinu. Vísir/stöð 2 „Þetta er bara verkefni sem þarf að takast á við og verður leyst,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, um Landsdómsmálið svokallaða og þau stóru verkefni sem bíða ríkisstjórnarinnar eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði að skipan dómara við Landsrétt hefði verið ólögmæt. Þetta segir Katrín rétt áður en hún hélt til fundar ríkisráðsins að Bessastöðum þar sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar-og nýsköpunarmála tekur við embætti dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Katrín segist vera ánægð með hina nýju ráðstöfun og treystir Þórdísi til að standa sig vel. „Ég held að Þórdís muni bara valda þessu verkefni vel eins og öðrum þeim verkefnum sem hún heldur utan um og að þetta verði bara farsæl ráðstöfun.“ Þegar Katrín er spurð hvort það stæði til að Sigríður taki við embættinu að nýju svarar hún: „Eins og fram hefur komið þá segir hún af sér, hættir eða stígur til hliðar - eða hvaða orð sem fólki finnst heppilegast að nota um það - til þess að það sé hægt að leiða þau mál sem eru uppi sem er auðvitað stóra málið í þessu öllu saman þar er að segja viðbrögð stjórnvalda við úrskurði Mannréttindadómstóls Evrópu. Að það skapist vinnufriður um þau mál og að það verði hægt að leiða þau til lykta með farsælum hætti. Og það er allsendis óvíst hve langan tíma það mun taka. Það er auðvitað stóra viðfangsefnið sem blasir við íslenskum stjórnvöldum að leysa úr þeim málum.“ Katrín segir að hún hafi kallað til sérfræðinga til að veita sér ráðgjöf í málinu. „Ég mun að sjálfsögðu vinna það með nýjum dómsmálaráðherra sem ber ábyrgð á því hvernig þessum málum verður lent þannig að ég hef engar áhyggjur af því. Þetta er bara verkefni sem þarf að takast á við og verður leyst.“ Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mættur til fundar Formaður flokksins ræðir við þingmenn um ráðherraskipan. 14. mars 2019 14:29 Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30 Litið svo á að Þórdís verði dómsmálaráðherra í nokkrar vikur Þórdís segist ekki líta á dómsmálaráðuneytið sem sitt framtíðarráðuneyti. 14. mars 2019 16:07 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
„Þetta er bara verkefni sem þarf að takast á við og verður leyst,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, um Landsdómsmálið svokallaða og þau stóru verkefni sem bíða ríkisstjórnarinnar eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði að skipan dómara við Landsrétt hefði verið ólögmæt. Þetta segir Katrín rétt áður en hún hélt til fundar ríkisráðsins að Bessastöðum þar sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar-og nýsköpunarmála tekur við embætti dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Katrín segist vera ánægð með hina nýju ráðstöfun og treystir Þórdísi til að standa sig vel. „Ég held að Þórdís muni bara valda þessu verkefni vel eins og öðrum þeim verkefnum sem hún heldur utan um og að þetta verði bara farsæl ráðstöfun.“ Þegar Katrín er spurð hvort það stæði til að Sigríður taki við embættinu að nýju svarar hún: „Eins og fram hefur komið þá segir hún af sér, hættir eða stígur til hliðar - eða hvaða orð sem fólki finnst heppilegast að nota um það - til þess að það sé hægt að leiða þau mál sem eru uppi sem er auðvitað stóra málið í þessu öllu saman þar er að segja viðbrögð stjórnvalda við úrskurði Mannréttindadómstóls Evrópu. Að það skapist vinnufriður um þau mál og að það verði hægt að leiða þau til lykta með farsælum hætti. Og það er allsendis óvíst hve langan tíma það mun taka. Það er auðvitað stóra viðfangsefnið sem blasir við íslenskum stjórnvöldum að leysa úr þeim málum.“ Katrín segir að hún hafi kallað til sérfræðinga til að veita sér ráðgjöf í málinu. „Ég mun að sjálfsögðu vinna það með nýjum dómsmálaráðherra sem ber ábyrgð á því hvernig þessum málum verður lent þannig að ég hef engar áhyggjur af því. Þetta er bara verkefni sem þarf að takast á við og verður leyst.“
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mættur til fundar Formaður flokksins ræðir við þingmenn um ráðherraskipan. 14. mars 2019 14:29 Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30 Litið svo á að Þórdís verði dómsmálaráðherra í nokkrar vikur Þórdís segist ekki líta á dómsmálaráðuneytið sem sitt framtíðarráðuneyti. 14. mars 2019 16:07 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mættur til fundar Formaður flokksins ræðir við þingmenn um ráðherraskipan. 14. mars 2019 14:29
Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30
Litið svo á að Þórdís verði dómsmálaráðherra í nokkrar vikur Þórdís segist ekki líta á dómsmálaráðuneytið sem sitt framtíðarráðuneyti. 14. mars 2019 16:07