Mál SA gegn Eflingu þingfest í félagsdómi í gær Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. mars 2019 13:48 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að með örverkföllum sé verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar. Málið var þingfest í gær. vísir/vilhelm Mál Samtaka atvinnulífsins gegn Eflingu var þingfest í félagsdómi í gær. Samtök atvinnulífsins hafa nú í annað sinn ákveðið að höfða mál fyrir Félagsdómi til að fá úr því skorið hvort boðuð örverkföll Eflingar séu lögmæt. Fyrstu örverkföllin hefjast 18. mars. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, kveðst sannfærður um lögmæti örverkfalla. „Við teljum að orðalag um stéttarfélög og vinnudeilur sé bara mjög skýrt en þar er kveðið á um heimildir til vinnustöðvana af einhverju eða öllu leyti og við teljum að það sé nákvæmlega það sem þessar verkfallsboðanir ganga út á,“ segir Viðar sem bætir við að það sé ekkert við verkfallsboðunina sem geti talist lögbrot. Í nýrri frétt á vefsvæði Eflingar kemur fram að boðað sé til örverkfalla „eftir langar samningaumleitanir, þar sem kröfum um framfærslulaun var hafnað. Þess í stað hafa SA dregið viðræður á langinn með áður óþekktum tillögum um vinnutímabreytingar sem hefðu leitt til niðurbrots á yfirvinnu og eðlilegum vinnutíma.“Viðar Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri Eflingar, segir boðuð verkföll í samræmi við orðalag í vinnulöggjöf.Vísir/Vilhelm„Þessi verkföll eru líka hugsuð til draga nokkrar línur í sandinn. Starfsfólki í hótelum og rútufyrirtækjum er oft gert að sinna störfum sem eru langt út fyrir þeirra starfslýsingu, eftir hentisemi yfirmanns. Þetta er stundum lýjandi, stundum hreinlega niðurlægjandi. Þess vegna ákváðu starfsmenn að hafa einfalt skilyrði í verkfallinu: Að fólk vinni aðeins samkvæmt starfslýsingu. Og að verk, eins og þrif á bílum, sem hlaðið hefur verið á strætóbílstjóra undanfarin ár, verði ekki unnin á meðan launin endurspegla ekki aukið álag.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, frakvæmdastjóri SA, segir að með boðuðum örverkföllum og vinnutruflunum sé Efling að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Efling segir vinnustöðvanir fallnar til að lágmarka tjón Framkvæmdastjóri Eflingar segir að boðaðar verkfallsaðgerðir hafi verið þróaðar í nánu samstarfi við félagsmenn. 11. mars 2019 19:45 Hyggjast kæra verkfallsaðgerðir Eflingar Samtök Atvinnulífsins ætla í dag eða á morgun að kæra tilteknar boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar fyrir félagsdómi en aðgerðirnar voru samþykktar í atkvæðagreiðslu um helgina. 11. mars 2019 06:49 „Verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar þar sem starfsfólk sinnir aðeins hluta venjubundinna starfa reyni á þolmörk vinnulöggjafarinnar. 11. mars 2019 10:05 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Mál Samtaka atvinnulífsins gegn Eflingu var þingfest í félagsdómi í gær. Samtök atvinnulífsins hafa nú í annað sinn ákveðið að höfða mál fyrir Félagsdómi til að fá úr því skorið hvort boðuð örverkföll Eflingar séu lögmæt. Fyrstu örverkföllin hefjast 18. mars. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, kveðst sannfærður um lögmæti örverkfalla. „Við teljum að orðalag um stéttarfélög og vinnudeilur sé bara mjög skýrt en þar er kveðið á um heimildir til vinnustöðvana af einhverju eða öllu leyti og við teljum að það sé nákvæmlega það sem þessar verkfallsboðanir ganga út á,“ segir Viðar sem bætir við að það sé ekkert við verkfallsboðunina sem geti talist lögbrot. Í nýrri frétt á vefsvæði Eflingar kemur fram að boðað sé til örverkfalla „eftir langar samningaumleitanir, þar sem kröfum um framfærslulaun var hafnað. Þess í stað hafa SA dregið viðræður á langinn með áður óþekktum tillögum um vinnutímabreytingar sem hefðu leitt til niðurbrots á yfirvinnu og eðlilegum vinnutíma.“Viðar Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri Eflingar, segir boðuð verkföll í samræmi við orðalag í vinnulöggjöf.Vísir/Vilhelm„Þessi verkföll eru líka hugsuð til draga nokkrar línur í sandinn. Starfsfólki í hótelum og rútufyrirtækjum er oft gert að sinna störfum sem eru langt út fyrir þeirra starfslýsingu, eftir hentisemi yfirmanns. Þetta er stundum lýjandi, stundum hreinlega niðurlægjandi. Þess vegna ákváðu starfsmenn að hafa einfalt skilyrði í verkfallinu: Að fólk vinni aðeins samkvæmt starfslýsingu. Og að verk, eins og þrif á bílum, sem hlaðið hefur verið á strætóbílstjóra undanfarin ár, verði ekki unnin á meðan launin endurspegla ekki aukið álag.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, frakvæmdastjóri SA, segir að með boðuðum örverkföllum og vinnutruflunum sé Efling að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Efling segir vinnustöðvanir fallnar til að lágmarka tjón Framkvæmdastjóri Eflingar segir að boðaðar verkfallsaðgerðir hafi verið þróaðar í nánu samstarfi við félagsmenn. 11. mars 2019 19:45 Hyggjast kæra verkfallsaðgerðir Eflingar Samtök Atvinnulífsins ætla í dag eða á morgun að kæra tilteknar boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar fyrir félagsdómi en aðgerðirnar voru samþykktar í atkvæðagreiðslu um helgina. 11. mars 2019 06:49 „Verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar þar sem starfsfólk sinnir aðeins hluta venjubundinna starfa reyni á þolmörk vinnulöggjafarinnar. 11. mars 2019 10:05 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Efling segir vinnustöðvanir fallnar til að lágmarka tjón Framkvæmdastjóri Eflingar segir að boðaðar verkfallsaðgerðir hafi verið þróaðar í nánu samstarfi við félagsmenn. 11. mars 2019 19:45
Hyggjast kæra verkfallsaðgerðir Eflingar Samtök Atvinnulífsins ætla í dag eða á morgun að kæra tilteknar boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar fyrir félagsdómi en aðgerðirnar voru samþykktar í atkvæðagreiðslu um helgina. 11. mars 2019 06:49
„Verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar þar sem starfsfólk sinnir aðeins hluta venjubundinna starfa reyni á þolmörk vinnulöggjafarinnar. 11. mars 2019 10:05