Formaður VR hefði viljað sjá afdráttarlausari niðurstöðu Sveinn Arnarsson skrifar 13. mars 2019 07:15 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að á brattann hafi verið að sækja í félaginu. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Verkfallsaðgerðir VR voru samþykktar í gær með mjög naumum meirihluta. Af þeim 578 einstaklingum sem greiddu atkvæði vildu 302 eða 52,3 prósent fara í verkfallsaðgerðir. Formaður VR segir þetta naumt og hann hefði viljað sjá meira afgerandi niðurstöður. Verkfallsaðgerðir félagsmanna munu dreifast frá 22. mars til 1. maí næstkomandi en þá mun ótímabundið verkfall hefjast. Í fyrstu atrennu munu aðgerðirnar leggjast á ferðaþjónustu- og rútufyrirtæki. „Þessi vinnustöðvun á að beinast að breiðu bökunum. Hins vegar er alveg ljóst að rútufyrirtæki hér á landi hafa verið að tapa fjármunum á síðustu árum,“ segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line. „Ástæður þess eru einfaldar, sterkt gengi krónunnar hefur gert okkur lífið leitt, laun voru hækkuð með kjarasamningum árið 2015 og svo var greininni gert að greiða virðisaukaskatt ári seinna. Allt þetta hefur gert það að verkum að rútufyrirtæki geta einfaldlega ekki greitt hærri laun en nú er gert.“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir þetta vilja félagsmanna. Umræðan í samfélaginu hafi verið óvægin gegn verkalýðsforystunni. „Þetta var tæpt og við vissum að það voru skiptar skoðanir innan okkar félags um það hvort ætti að fara í aðgerðir. Félagsmenn okkar eru afar ólíkir samanborið við Eflingu til að mynda. Við vorum búnir að ræða við okkar félagsmenn og fundum að það var líka á brattann að sækja. Einnig var orðræðan óvægin í okkar garð, bæði hjá leiðarahöfundum stóru blaðanna og öflugum hagsmunahópum og öflum í samfélaginu,“ segir Ragnar. Að sögn Ragnars hefði hann viljað að úrslit kosninganna sýndu afdráttarlausari niðurstöðu en telur lýðræðislegast að fara í aðgerðir. „Ég hefði viljað sjá meira afgerandi afstöðu í þessari kosningu en lýðræðið er þannig að við förum eftir vilja félagsmanna. Nú förum við í þessar framkvæmdir og vonumst til að viðsemjendur okkar séu tilbúnir til þess að semja við okkur,“ bætir Ragnar við. „Þetta mun koma sér illa fyrir greinina í heild sinni. Þetta mun hafa alvarlegar afleiðingar og skaða hana. Og það er í sjálfu sér mjög áhugavert að fara í svo stórar aðgerðir með svo naumum meirihluta,“ segir Þórir. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira
Verkfallsaðgerðir VR voru samþykktar í gær með mjög naumum meirihluta. Af þeim 578 einstaklingum sem greiddu atkvæði vildu 302 eða 52,3 prósent fara í verkfallsaðgerðir. Formaður VR segir þetta naumt og hann hefði viljað sjá meira afgerandi niðurstöður. Verkfallsaðgerðir félagsmanna munu dreifast frá 22. mars til 1. maí næstkomandi en þá mun ótímabundið verkfall hefjast. Í fyrstu atrennu munu aðgerðirnar leggjast á ferðaþjónustu- og rútufyrirtæki. „Þessi vinnustöðvun á að beinast að breiðu bökunum. Hins vegar er alveg ljóst að rútufyrirtæki hér á landi hafa verið að tapa fjármunum á síðustu árum,“ segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line. „Ástæður þess eru einfaldar, sterkt gengi krónunnar hefur gert okkur lífið leitt, laun voru hækkuð með kjarasamningum árið 2015 og svo var greininni gert að greiða virðisaukaskatt ári seinna. Allt þetta hefur gert það að verkum að rútufyrirtæki geta einfaldlega ekki greitt hærri laun en nú er gert.“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir þetta vilja félagsmanna. Umræðan í samfélaginu hafi verið óvægin gegn verkalýðsforystunni. „Þetta var tæpt og við vissum að það voru skiptar skoðanir innan okkar félags um það hvort ætti að fara í aðgerðir. Félagsmenn okkar eru afar ólíkir samanborið við Eflingu til að mynda. Við vorum búnir að ræða við okkar félagsmenn og fundum að það var líka á brattann að sækja. Einnig var orðræðan óvægin í okkar garð, bæði hjá leiðarahöfundum stóru blaðanna og öflugum hagsmunahópum og öflum í samfélaginu,“ segir Ragnar. Að sögn Ragnars hefði hann viljað að úrslit kosninganna sýndu afdráttarlausari niðurstöðu en telur lýðræðislegast að fara í aðgerðir. „Ég hefði viljað sjá meira afgerandi afstöðu í þessari kosningu en lýðræðið er þannig að við förum eftir vilja félagsmanna. Nú förum við í þessar framkvæmdir og vonumst til að viðsemjendur okkar séu tilbúnir til þess að semja við okkur,“ bætir Ragnar við. „Þetta mun koma sér illa fyrir greinina í heild sinni. Þetta mun hafa alvarlegar afleiðingar og skaða hana. Og það er í sjálfu sér mjög áhugavert að fara í svo stórar aðgerðir með svo naumum meirihluta,“ segir Þórir.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira