Ákvörðun Breta hafði úrslitaáhrif á Icelandair Birgir Olgeirsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 12. mars 2019 16:00 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group. Vísir/Jói K Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að truflunin á leiðakerfi Icelandair ætti ekki að verða mikil næstu vikurnar þó að félagið hafi ákveðið að taka allar Boeing 737 MAX 8 vélar sínar úr rekstri, þrjár talsins, um óákveðinn tíma. Fyrr í dag bönnuðu bresk flugmálayfirvöld flugvélum af gerðinni Boeing 737 MAX að fljúga í sinni lofthelgi. Bogi segir í samtali við fréttastofu að sú ákvörðun hafi haft áhrif á ákvörðun Icelandair. Í gær var félagið ekki á því að kyrrsetja vélarnar en ákvað að gera það í dag vegna ákvörðunar Breta sem gerði það að verkum að truflanir hefðu orðið á leiðakerfi félagsins hefði það haldið MAX-vélunum í rekstri. „Við ákváðum að bregðast við með því að stöðva rekstur MAX-vélanna. Við höfum ákveðið svigrúm, mikinn fjölda véla, þannig að við getum brugðist við án þess að það hafi neikvæð áhrif á leiðakerfið,“ segir Bogi. Hann efast ekki um öryggi þessara véla. „Nei alls ekki við höfum fulla trú á þessum vélum og gerum ráð fyrir að þær muni nýtast mjög vel í okkar leiðakerfi í framtíðinni.“TF-ICE vél Icelandair af gerðinni Boeing 737 MAX 8.Fréttablaðið/Anton BrinkSpurður hvað Icelandair þoli lengi að hafa þessar vélar kyrrsettar segir Bogi að félagið hafi svigrúm í sínum flota út marsmánuð. „Ef þetta breytist í mars aftur verða áhrifin ekki mikil,“ segir Bogi. Um 300 Boeing 737 MAX-vélar eru í notkun í heiminum en Bogi segir þær enn í notkun í Bandaríkjunum og ekki fyrirhugaðar breytingar þar. „Síðan veit maður aldrei hvað gerist og við erum í sambandi við flugfélög í Evrópu og Norður Ameríku og flugmálayfirvöld beggja vegna Atlantshafsins.“ Hann segir Icelandair hafa vélar upp á að hlaupa út þennan mánuð og því ætti truflunin og kostnaður ekki að verða mikill ef þetta leysist á þeim tíma. Sex MAX-vélar munu bætast við leiðakerfi Icelandair yfir háanna tímann í sumar og áætlar félagið að vera þá með þrjár MAX 9-vélar og sex MAX 8-vélar. Farþegar sem áttu bókað flug með Icelandair til London í dag áttu að fara með MAX-vél en Bogi segir þá hafa verið flutta með Boeing 757-vél og að félagið búi yfir góðum flota af 757-vélum og 767-vélum sem verða notaðar til að leysa úr stöðunni á meðan þessar aðstæður eru. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Bretar banna Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi Bresk flugmálayfirvöld hafa bannað flugvélum af gerðinni Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi. 12. mars 2019 13:43 Icelandair kyrrsetur Boeing 737 MAX 8-vélarnar Icelandair Group hefur ákveðið að taka Boeing 737 MAX 8 flugvélar sínar úr rekstri um óákveðinn tíma. Félagið er með þrjár slíkar vélar í rekstri. 12. mars 2019 14:43 Boeing ber fullt traust til 737 MAX Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa fullan skilning á þeim aðgerðum gripið hefur verið til eftir þotu Ethiopian Airlines um helgina. 12. mars 2019 15:39 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að truflunin á leiðakerfi Icelandair ætti ekki að verða mikil næstu vikurnar þó að félagið hafi ákveðið að taka allar Boeing 737 MAX 8 vélar sínar úr rekstri, þrjár talsins, um óákveðinn tíma. Fyrr í dag bönnuðu bresk flugmálayfirvöld flugvélum af gerðinni Boeing 737 MAX að fljúga í sinni lofthelgi. Bogi segir í samtali við fréttastofu að sú ákvörðun hafi haft áhrif á ákvörðun Icelandair. Í gær var félagið ekki á því að kyrrsetja vélarnar en ákvað að gera það í dag vegna ákvörðunar Breta sem gerði það að verkum að truflanir hefðu orðið á leiðakerfi félagsins hefði það haldið MAX-vélunum í rekstri. „Við ákváðum að bregðast við með því að stöðva rekstur MAX-vélanna. Við höfum ákveðið svigrúm, mikinn fjölda véla, þannig að við getum brugðist við án þess að það hafi neikvæð áhrif á leiðakerfið,“ segir Bogi. Hann efast ekki um öryggi þessara véla. „Nei alls ekki við höfum fulla trú á þessum vélum og gerum ráð fyrir að þær muni nýtast mjög vel í okkar leiðakerfi í framtíðinni.“TF-ICE vél Icelandair af gerðinni Boeing 737 MAX 8.Fréttablaðið/Anton BrinkSpurður hvað Icelandair þoli lengi að hafa þessar vélar kyrrsettar segir Bogi að félagið hafi svigrúm í sínum flota út marsmánuð. „Ef þetta breytist í mars aftur verða áhrifin ekki mikil,“ segir Bogi. Um 300 Boeing 737 MAX-vélar eru í notkun í heiminum en Bogi segir þær enn í notkun í Bandaríkjunum og ekki fyrirhugaðar breytingar þar. „Síðan veit maður aldrei hvað gerist og við erum í sambandi við flugfélög í Evrópu og Norður Ameríku og flugmálayfirvöld beggja vegna Atlantshafsins.“ Hann segir Icelandair hafa vélar upp á að hlaupa út þennan mánuð og því ætti truflunin og kostnaður ekki að verða mikill ef þetta leysist á þeim tíma. Sex MAX-vélar munu bætast við leiðakerfi Icelandair yfir háanna tímann í sumar og áætlar félagið að vera þá með þrjár MAX 9-vélar og sex MAX 8-vélar. Farþegar sem áttu bókað flug með Icelandair til London í dag áttu að fara með MAX-vél en Bogi segir þá hafa verið flutta með Boeing 757-vél og að félagið búi yfir góðum flota af 757-vélum og 767-vélum sem verða notaðar til að leysa úr stöðunni á meðan þessar aðstæður eru.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Bretar banna Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi Bresk flugmálayfirvöld hafa bannað flugvélum af gerðinni Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi. 12. mars 2019 13:43 Icelandair kyrrsetur Boeing 737 MAX 8-vélarnar Icelandair Group hefur ákveðið að taka Boeing 737 MAX 8 flugvélar sínar úr rekstri um óákveðinn tíma. Félagið er með þrjár slíkar vélar í rekstri. 12. mars 2019 14:43 Boeing ber fullt traust til 737 MAX Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa fullan skilning á þeim aðgerðum gripið hefur verið til eftir þotu Ethiopian Airlines um helgina. 12. mars 2019 15:39 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Bretar banna Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi Bresk flugmálayfirvöld hafa bannað flugvélum af gerðinni Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi. 12. mars 2019 13:43
Icelandair kyrrsetur Boeing 737 MAX 8-vélarnar Icelandair Group hefur ákveðið að taka Boeing 737 MAX 8 flugvélar sínar úr rekstri um óákveðinn tíma. Félagið er með þrjár slíkar vélar í rekstri. 12. mars 2019 14:43
Boeing ber fullt traust til 737 MAX Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa fullan skilning á þeim aðgerðum gripið hefur verið til eftir þotu Ethiopian Airlines um helgina. 12. mars 2019 15:39