Tæp vika er nú liðin frá því að fréttir bárust af því að leikarinn Luke Perry, sem var ein helsta stjarna Beverly Hills þáttanna, lést 52 ára að aldri. Perry andaðist í faðmi fjölskyldu sinnar eftir að hafa heilablóðfall nokkrum dögum áður.
Leikarinn Ian Ziering, sem fór með hlutverk Steve í þáttunum, minnist Allan í færslu á Instagram þar sem hann segist miður sín að hafa misst annan leikara úr leikarahópi „90210“.
„Ég var þeirrar ánægju aðnjótandi að starfa með Jed milli 94 og 99. Hann lék Rush Sanders, föður Steve. Frábær maður til að starfa með, hans verður saknað,“ skrifar Ziering.
So sad to hear we've lost another 90210 castmate. I had the pleasure of working with Jed Allan from 94 to 99. He played Rush Sanders, Steve's father. Such a great guy to work with, he will be missed. #ripjedallanView this post on Instagram
A post shared by Ian Ziering (@ianziering) on Mar 10, 2019 at 10:15am PDT