Meðlimir Sigur Rósar ákærðir fyrir skattsvik Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. mars 2019 14:26 Um ár er síðan greint var frá því að meðlimir Sigur Rósar væru grunaðir um skattsvik. Vísir/GETTY Fjórir meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa verið ákærðir fyrir skattsvik, þeir Jón Þór Birgisson, Kjartan Sveinsson, Georg Holm og Orri Páll Dýrason. Þetta staðfestir Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, í samtali við Vísi en fyrst var greint frá málinu á vef RÚV. Rúmt ár er síðan fjölmiðlar greindu fyrst frá því að meðlimir Sigur Rósar væru grunaðir um skattsvik. Þá höfðu eignir þriggja þeirra, það er þeirra Jóns Þórs, Georgs og Orra Páls, verið kyrrsettar af sýslumanninnum á höfuðborgarsvæðinu. Í frétt RÚV segir að tónlistarmennirnir séu ákærðir fyrir að telja ekki fram tekjur eða arðgreiðslur. Þeir Jón Þór, Georg og Orri Páll eru ákærðir fyrir meiriháttar skattalagabrot fyrir að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2011 til og með 2014. Kjartan, sem hætti í Sigur Rós árið 2013, er ákærður fyrir að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum árin 2012 og 2014. Þegar fyrst var greint frá rannsókn skattrannsóknarstjóra vegna gruns um skattsvik meðlima Sigur Rósar ræddi fréttastofa við Georg Holm, bassaleikara sveitarinnar. Hann sagði málið eintómt klúður og verið væri að vinna í því laga það sem fór úrskeiðis í uppgjöri hans og þeirra Orra Páls og Jóns Þórs við skattayfirvöld. Sagði hann þremenningana hafa treyst því að endurskoðendur sem unnu fyrir þá hafi verið að vinna vinnuna sína. „Þetta er allt bara eintómt klúður. Við treystum náttúrulega fólki sem við erum að vinna með og þetta fór kannski ekki eins og það átti að vera, vinnubrögð voru kannski ekki alveg rétt og við erum búnir að vera að vinna í því að laga það undanfarið,“ sagði Georg. Í yfirlýsingu sem Sigur Rós sendi frá sér síðar sama dag og greint var frá málinu sagði að hljómsveitin hefði ekkert að fela og að hún hefði veitt skattrannsóknarstjóra allar þær upplýsingar til að greiða úr þeim málum sem þar væru til rannsóknar. Þá væri ekki ágreiningur um það af hálfu hljómsveitarinnar að framtalsgerð og skattskil hljómsveitarinnar hafi að hluta til ekki verið í réttu horfi á tímabilinu 2010 til 2014. Hefði hljómsveitin fullan skilning á rannsókn skattrannsóknarstjóra en þætti miður að ákveðið hefði verið að krefjast kyrrsetningar á eignum þeirra. „Sérstaklega vegna þess að frá upphafi hafa meðlimir hljómsveitarinnar verið samstarfsfúsir við rannsókn málsins, veitt embættinu allar þær upplýsingar sem óskað hefur verið eftir og að engin þörf hafi verið á kyrrsetningu eigna meðlima Sigur Rósar. Þetta er í samræmi við skoðun lögfræðinga Sigur Rósar hjá LOGOS lögmannsþjónustu,“ sagði í yfirlýsingu hljómsveitarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Sigur Rós Tónlist Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir Meðlimir Sigur Rósar stefna tollstjóra Þeir Georg Holm, Jón Þór Birgisson og Orri Páll Dýrason, meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rós, hafa stefnt tollstjóra. 16. maí 2018 10:54 Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn á skattamálum Sigur Rósar Ákvörðun um hvort ákært verður í málinu liggur ekki fyrir. 27. febrúar 2019 15:09 Landsréttur staðfestir kyrrsetningu á eignum Sigur Rósar Hafa eignir þeirra sætt kyrrsetningu frá því í desember í fyrra. 27. ágúst 2018 16:54 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
Fjórir meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa verið ákærðir fyrir skattsvik, þeir Jón Þór Birgisson, Kjartan Sveinsson, Georg Holm og Orri Páll Dýrason. Þetta staðfestir Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, í samtali við Vísi en fyrst var greint frá málinu á vef RÚV. Rúmt ár er síðan fjölmiðlar greindu fyrst frá því að meðlimir Sigur Rósar væru grunaðir um skattsvik. Þá höfðu eignir þriggja þeirra, það er þeirra Jóns Þórs, Georgs og Orra Páls, verið kyrrsettar af sýslumanninnum á höfuðborgarsvæðinu. Í frétt RÚV segir að tónlistarmennirnir séu ákærðir fyrir að telja ekki fram tekjur eða arðgreiðslur. Þeir Jón Þór, Georg og Orri Páll eru ákærðir fyrir meiriháttar skattalagabrot fyrir að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2011 til og með 2014. Kjartan, sem hætti í Sigur Rós árið 2013, er ákærður fyrir að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum árin 2012 og 2014. Þegar fyrst var greint frá rannsókn skattrannsóknarstjóra vegna gruns um skattsvik meðlima Sigur Rósar ræddi fréttastofa við Georg Holm, bassaleikara sveitarinnar. Hann sagði málið eintómt klúður og verið væri að vinna í því laga það sem fór úrskeiðis í uppgjöri hans og þeirra Orra Páls og Jóns Þórs við skattayfirvöld. Sagði hann þremenningana hafa treyst því að endurskoðendur sem unnu fyrir þá hafi verið að vinna vinnuna sína. „Þetta er allt bara eintómt klúður. Við treystum náttúrulega fólki sem við erum að vinna með og þetta fór kannski ekki eins og það átti að vera, vinnubrögð voru kannski ekki alveg rétt og við erum búnir að vera að vinna í því að laga það undanfarið,“ sagði Georg. Í yfirlýsingu sem Sigur Rós sendi frá sér síðar sama dag og greint var frá málinu sagði að hljómsveitin hefði ekkert að fela og að hún hefði veitt skattrannsóknarstjóra allar þær upplýsingar til að greiða úr þeim málum sem þar væru til rannsóknar. Þá væri ekki ágreiningur um það af hálfu hljómsveitarinnar að framtalsgerð og skattskil hljómsveitarinnar hafi að hluta til ekki verið í réttu horfi á tímabilinu 2010 til 2014. Hefði hljómsveitin fullan skilning á rannsókn skattrannsóknarstjóra en þætti miður að ákveðið hefði verið að krefjast kyrrsetningar á eignum þeirra. „Sérstaklega vegna þess að frá upphafi hafa meðlimir hljómsveitarinnar verið samstarfsfúsir við rannsókn málsins, veitt embættinu allar þær upplýsingar sem óskað hefur verið eftir og að engin þörf hafi verið á kyrrsetningu eigna meðlima Sigur Rósar. Þetta er í samræmi við skoðun lögfræðinga Sigur Rósar hjá LOGOS lögmannsþjónustu,“ sagði í yfirlýsingu hljómsveitarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Sigur Rós Tónlist Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir Meðlimir Sigur Rósar stefna tollstjóra Þeir Georg Holm, Jón Þór Birgisson og Orri Páll Dýrason, meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rós, hafa stefnt tollstjóra. 16. maí 2018 10:54 Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn á skattamálum Sigur Rósar Ákvörðun um hvort ákært verður í málinu liggur ekki fyrir. 27. febrúar 2019 15:09 Landsréttur staðfestir kyrrsetningu á eignum Sigur Rósar Hafa eignir þeirra sætt kyrrsetningu frá því í desember í fyrra. 27. ágúst 2018 16:54 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
Meðlimir Sigur Rósar stefna tollstjóra Þeir Georg Holm, Jón Þór Birgisson og Orri Páll Dýrason, meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rós, hafa stefnt tollstjóra. 16. maí 2018 10:54
Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn á skattamálum Sigur Rósar Ákvörðun um hvort ákært verður í málinu liggur ekki fyrir. 27. febrúar 2019 15:09
Landsréttur staðfestir kyrrsetningu á eignum Sigur Rósar Hafa eignir þeirra sætt kyrrsetningu frá því í desember í fyrra. 27. ágúst 2018 16:54