Stóra verkefnið að „bjarga háönn ferðaþjónustunnar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. mars 2019 12:36 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að allir sem eigi í hlut þurfi að vinna saman að því að draga úr áfallinu. Vísir/Vilhelm Stóra verkefnið sem framundan er felst í því að bjarga háönn ferðaþjónustunnar sem Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að hefjist í byrjun sumars og standi fram í september. Stjórnvöld verði að skoða hvort það sé eitthvað sem þau geti gert til að draga úr því áfalli sem endalok WOW air gæti þýtt fyrir ferðaþjónustufyrirtækin í landinu. Þetta segir Jóhannes sem var gestur í Bítinu í morgun til að ræða um stöðuna í ferðaþjónustugeiranum eftir að fréttir tóku að spyrjast af því að WOW air væri hætt starfsemi. Jóhannes segir að árstíðasveiflan sé ennþá mjög mikil í ferðaþjónustunni. Fyrirtækin lifi í raun allt árið um kring á þeim tekjum sem þau afla sér yfir sumarmánuðina. „Afkoma ferðaþjónustunnar á árinu og afkoma fyrirtækjanna - hvernig þeim gengur að lifa af árið og hvernig þau verða undirbúin fyrir næsta ár - veltur þá á því hvort það tekst að bjarga háönninni eins og hægt er þannig að við missum ekki hér fjöldann niður um það mikið sem þessar svörtustu spár hafa verið að sýna,“ segir Jóhannes sem telur að það sé gerlegt en það muni þó ekki verða að veruleika nema með sameiginlegu átaki allra sem eiga í hlut. Jóhannes segir að útlitið hafi verið dökkt um skeið og því hafi það ekki komið honum neitt mikið á óvart að svona hafi farið að lokum fyrir WOW air. Hann segir að nú sé þó komin niðurstaða í málið og brýnt að vinna úr þeirri stöðu sem upp er komin. „Við vitum það að nú þegar eru fjölmörg fyrirtæki farin að fá fyrirspurnir frá sínum viðskiptavinum um hvað þetta þýði og nú náttúrulega skiptir öllu máli að hve miklu leyti, önnur flugfélög Icelandair og önnur flugfélög sem hingað fljúga, munu stíga inn í þetta rými sem myndast á markaðnum. Það þarf að koma strandaglópum til síns heima.“ Jóhannes segir Icelandair hafa stigið myndarlega inn í málið en bætir við að ríkisstjórnin þurfi að skoða hvort það sé eitthvað sem hún geti gert til að koma ferðaþjónustunni aftur í rétt horf sem allra fyrst svo áfallið verði sem minnst. Bítið Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 WOW air stöðvar allt flug Allt flug WOW air til og frá landinu í dag hefur verið stöðvað. 28. mars 2019 06:09 Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Stóra verkefnið sem framundan er felst í því að bjarga háönn ferðaþjónustunnar sem Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að hefjist í byrjun sumars og standi fram í september. Stjórnvöld verði að skoða hvort það sé eitthvað sem þau geti gert til að draga úr því áfalli sem endalok WOW air gæti þýtt fyrir ferðaþjónustufyrirtækin í landinu. Þetta segir Jóhannes sem var gestur í Bítinu í morgun til að ræða um stöðuna í ferðaþjónustugeiranum eftir að fréttir tóku að spyrjast af því að WOW air væri hætt starfsemi. Jóhannes segir að árstíðasveiflan sé ennþá mjög mikil í ferðaþjónustunni. Fyrirtækin lifi í raun allt árið um kring á þeim tekjum sem þau afla sér yfir sumarmánuðina. „Afkoma ferðaþjónustunnar á árinu og afkoma fyrirtækjanna - hvernig þeim gengur að lifa af árið og hvernig þau verða undirbúin fyrir næsta ár - veltur þá á því hvort það tekst að bjarga háönninni eins og hægt er þannig að við missum ekki hér fjöldann niður um það mikið sem þessar svörtustu spár hafa verið að sýna,“ segir Jóhannes sem telur að það sé gerlegt en það muni þó ekki verða að veruleika nema með sameiginlegu átaki allra sem eiga í hlut. Jóhannes segir að útlitið hafi verið dökkt um skeið og því hafi það ekki komið honum neitt mikið á óvart að svona hafi farið að lokum fyrir WOW air. Hann segir að nú sé þó komin niðurstaða í málið og brýnt að vinna úr þeirri stöðu sem upp er komin. „Við vitum það að nú þegar eru fjölmörg fyrirtæki farin að fá fyrirspurnir frá sínum viðskiptavinum um hvað þetta þýði og nú náttúrulega skiptir öllu máli að hve miklu leyti, önnur flugfélög Icelandair og önnur flugfélög sem hingað fljúga, munu stíga inn í þetta rými sem myndast á markaðnum. Það þarf að koma strandaglópum til síns heima.“ Jóhannes segir Icelandair hafa stigið myndarlega inn í málið en bætir við að ríkisstjórnin þurfi að skoða hvort það sé eitthvað sem hún geti gert til að koma ferðaþjónustunni aftur í rétt horf sem allra fyrst svo áfallið verði sem minnst.
Bítið Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 WOW air stöðvar allt flug Allt flug WOW air til og frá landinu í dag hefur verið stöðvað. 28. mars 2019 06:09 Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
WOW air stöðvar allt flug Allt flug WOW air til og frá landinu í dag hefur verið stöðvað. 28. mars 2019 06:09
Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08