Verðhækkanir Icelandair í skugga brotthvarfs WOW eigi sér eðlilegar skýringar Birgir Olgeirsson og Jakob Bjarnar skrifa 28. mars 2019 11:15 Icelandair segist enn í harðri samkeppni þrátt fyrir að WOW air hafi hætt rekstri. 15 félög fljúgi til Íslands á veturna og 25 á sumrin. Vísir/Vilhelm Icelandair virkjaði viðbragðsáætlun hjá sér í morgun eftir að WOW air hætti allri starfsemi. Sölu- og þjónustustjóri Icelandair segir morguninn hafa verið nokkuð fjörugan í skugga þessara döpru frétta. Icelandair hafi virkjað viðbragðsáætlun og gerir allt sem í sínu valdi stendur til að aðstoða farþega og áhafnir WOW air að komast heim. „Við erum bara að bregðast við og leggjum áherslu á að koma farþegum til síns heima ef það er hægt,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, sölu- og þjónustustjóri Icelandair. Hún segir enga örtröð hafa myndast á Keflavíkurflugvelli í morgun vegna þeirra farþega áttu bókað með WOW og þurftu að verða sér úti um annað flugsæti til að komast frá landinu.Leystist mjög fljótt úr ástandinu Pressan í Keflavík sé mest á morgnanna og í eftirmiðdaginn en WOW sendi tilkynningu á alla sína farþega í nótt sem gerði það að verkum að talsvert af farþegum fórum ekki til Keflavíkur í morgun.Birna segir að ekki hafi myndast mikil örtröð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun.Vísir/Vilhelm„Við fengum heimsóknir þegar söluskrifstofan byrjaði en þetta var ekkert rosalegur fjöldi. Það var eitthvað laust í okkar ferðum og leystist mjög fljótt úr ástandinu í morgun og nú er allt með kyrrum kjörum,“ segir Birna. Björgunarfargjöld hafa verið sett í loftið fyrir þá farþega sem áttu bókað með WOW air. Alþjóðasamband flugfélaga, IATA, er með viðbragðsáætlun þegar illa fer hjá flugfélögum en þá grípa önnur flugfélög inn í og bjóða farþegum björgunarfargjöld og hagstæðari leiðir til að vinna úr málum sínum.Kvartanir bárust vegna verðhækkana Margir kvörtuðu yfir því að miðaverð hjá Icelandair hefði rokið upp eftir að WOW air hætti rekstri. Inn á Vísi berst nú fjöldi ábendinga sem snýr að óhóflegri hækkun flugmiða. Ein dæmigerð frásögn er á þá leið að ferðalangur skoðaði flug til Dublin í gær, þá kostaði það 27 þúsund með WOW en 30 þúsund með Icelandair. Í dag kostar flug þangað, það er í morgun þegar viðmælandi Vísis gáði, 102 þúsund með Icelandair. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna er staddur erlendis og var ekki til viðtals. En, samkvæmt upplýsingum frá Neytendasamtökunum bárust þeim þar ábendingar um að verð á flugfargjöldum hafi þegar tekið að hækka strax í gær.Margir óttast að verða á flugmiðum muni hækka mikið með brotthvarfi WOW af markaði. Birna Ósk segir Icelandair enn í harðri samkeppni við fjölda flugfélaga sem fljúga hingað til lands.Vísir/VilhelmBirna Ósk segir að tekjustýringakerfi Icelandair virka þannig að ódýrustu sætin séu oftast keypt fyrst og eftir því sem fyllist í vélarnar þá hækki miðaverðið. Þannig sé það hjá flestum flugfélögum. „Þetta er það sem byrjaði að gerast þegar ekki lá fyrir hvað myndi gerast. En frá því að lá fyrir að WOW hefði lagt niður starfsemi fórum við að bjóða þessi björgunargjöld. Þau eru ekki á vefnum en ef þú átt miða með WOW ferðu inn og skráir þig og við seljum þér björgunarfargjöld. Við erum ekki í stakk búin að selja þau í gegnum sjálfsafgreiðslu, við verðum að selja þau í gegnum síma.“Segjast enn í harðri samkeppni Með tilkomu WOW air á flugmarkað lækkuðu fargjöld til og frá landsins talsvert og hafa margir lýst yfir áhyggjum af því að nú muni Icelandair sæta færis og hækka flugfargjöld sín þegar helsti samkeppnisaðilinn er horfinn á braut. Birna Ósk segir Icelandair hins vegar enn standa í harðri samkeppni við önnur flugfélög sem fljúga til landsins. Fimmtán flugfélög fljúga hingað til lands á veturna og 25 á sumrin. „Við erum bara í gríðarlegri samkeppni og erum með mjög litla markaðshlutdeild á þeim mörkuðum sem við fljúgum. Við stjórnum þessu ekki. Við höldum áfram í samkeppninni þó við höfum misst einn góðan samkeppnisaðila.“ Hún á von á að það muni leysast úr þeirri stöðu sem upp er komin eftir því sem á líður vikuna. Það mun verða einhver áskorun fyrir þá sem áttu bókað með WOW air að fá bókað með öðrum flugfélögum. „Þetta á alveg að leysast þótt þetta sé afskaplega leiðinlegt.“Flestir sem áttu bókað far með WOW air eiga að geta bókað ferðir. Vísir/VilhelmÍ flestum tilfellum hægt að finna beint flug heim Víst er að þrot Wow air munu hafa tilfinnanleg áhrif á ferðalög Íslendinga. Sjöundi hver farþegi flugfélagsins er búsettur á Íslandi og á Túrista eru metið, í því ljósi, að nokkur hundruð Íslendinga séu án flugmiða. „Flugáætlun WOW síðustu vikur hefur samanstaðið af reglulegum ferðum til 16 áfangastaða í Norðu-Ameríku og Evrópu. Og eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan þá er í flestum tilfellum hægt að finna beint flug með öðrum flugfélögum heim frá sömu borg nema ef viðkomandi er staddur í Montreal eða Detroit. Í sumum tilfellum getur verið ódýrara að bóka heimferðina með millilendingu,“ segir Kristján Sigurjónsson í frétt sinni. En, Kristján hefur einmitt verið í deiglunni undanfarna daga vegna frétta sinna af stöðu mála.Eins og fram kemur í yfirlitsfrétt Vísis frá í morgun, þar sem vísað er í tilkynningu Samgöngustofu, geta farþegar átt kröfu í þrotabú Wow air, hafi þeir borgað farmiða sinn sjálfir. Hafi þeir greitt miðann með greiðslukorti sér greiðslukortafyrirtækið um að girða fyrir greiðsluna.Uppfært klukkan 11:40: Icelandair sendi yfirlýsingu vegna málsins rétt í þessu:Í morgun var tilkynnt að starfsemi flugfélagsins WOW air yrði hætt. Það eru sorgarfréttir og hugur okkar er hjá starfsmönnum WOW air. Við hjá Icelandair munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að aðstoða farþega og áhafnir WOW við að komast til síns heima.Icelandair hefur nú þegar virkjað viðbragðsáætlun og mun bjóða sérstök afsláttarfargjöld á almennu farrými til og frá ákveðnum áfangastöðum í Evrópu og Bandaríkjunum. Fast gjald til eða frá Evrópu er 60 Bandaríkjadalir aðra leiðina með tösku og 100 Bandaríkjadalir til eða frá Bandaríkjunum, fyrir utan skatta og gjöld. Þessi fargjöld verða í boði næstu tvær vikurnar fyrir farþega sem áttu bókað með WOW frá 28. mars til 11. apríl. Farþegar geta haft samband við Icelandair í gegnum síma eða samfélagsmiðla og þurfa að framvísa WOW air flugmiða við bókun.Við höfum einnig ákveðið að aðstoða áhafnir WOW air sem voru að störfum erlendis til að komast til síns heima, þeim að kostnaðarlausu.Allar upplýsingar eru aðgengilegar á sérstakri síðu sem sett hefur verið upp: www.icelandair.is/getmehomeAð gefnu tilefni er rétt að taka fram okkur hafa borist ábendingar um hækkun fargjalda í kerfunum hjá okkur. Við viljum árétta að engar verðbreytingar eru að eiga sér stað hjá Icelandair. Verð á flugmiðum miðast við eftirspurn og síðustu daga og vikur hefur verið mikil ásókn í flug hjá okkur og nú vegna þeirra afsláttarfargjalda sem við erum að bjóða farþegum WOW. Í einhverjum tilfellum eru einungis sæti á efsta farrými laus eða flug fullbókuð. Fréttir af flugi Icelandair Neytendur WOW Air Tengdar fréttir Ellefu hundruð missa vinnuna hjá WOW air Vinnumálastofnun hefur virkjað viðbragðsteymi. 28. mars 2019 10:07 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Icelandair virkjaði viðbragðsáætlun hjá sér í morgun eftir að WOW air hætti allri starfsemi. Sölu- og þjónustustjóri Icelandair segir morguninn hafa verið nokkuð fjörugan í skugga þessara döpru frétta. Icelandair hafi virkjað viðbragðsáætlun og gerir allt sem í sínu valdi stendur til að aðstoða farþega og áhafnir WOW air að komast heim. „Við erum bara að bregðast við og leggjum áherslu á að koma farþegum til síns heima ef það er hægt,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, sölu- og þjónustustjóri Icelandair. Hún segir enga örtröð hafa myndast á Keflavíkurflugvelli í morgun vegna þeirra farþega áttu bókað með WOW og þurftu að verða sér úti um annað flugsæti til að komast frá landinu.Leystist mjög fljótt úr ástandinu Pressan í Keflavík sé mest á morgnanna og í eftirmiðdaginn en WOW sendi tilkynningu á alla sína farþega í nótt sem gerði það að verkum að talsvert af farþegum fórum ekki til Keflavíkur í morgun.Birna segir að ekki hafi myndast mikil örtröð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun.Vísir/Vilhelm„Við fengum heimsóknir þegar söluskrifstofan byrjaði en þetta var ekkert rosalegur fjöldi. Það var eitthvað laust í okkar ferðum og leystist mjög fljótt úr ástandinu í morgun og nú er allt með kyrrum kjörum,“ segir Birna. Björgunarfargjöld hafa verið sett í loftið fyrir þá farþega sem áttu bókað með WOW air. Alþjóðasamband flugfélaga, IATA, er með viðbragðsáætlun þegar illa fer hjá flugfélögum en þá grípa önnur flugfélög inn í og bjóða farþegum björgunarfargjöld og hagstæðari leiðir til að vinna úr málum sínum.Kvartanir bárust vegna verðhækkana Margir kvörtuðu yfir því að miðaverð hjá Icelandair hefði rokið upp eftir að WOW air hætti rekstri. Inn á Vísi berst nú fjöldi ábendinga sem snýr að óhóflegri hækkun flugmiða. Ein dæmigerð frásögn er á þá leið að ferðalangur skoðaði flug til Dublin í gær, þá kostaði það 27 þúsund með WOW en 30 þúsund með Icelandair. Í dag kostar flug þangað, það er í morgun þegar viðmælandi Vísis gáði, 102 þúsund með Icelandair. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna er staddur erlendis og var ekki til viðtals. En, samkvæmt upplýsingum frá Neytendasamtökunum bárust þeim þar ábendingar um að verð á flugfargjöldum hafi þegar tekið að hækka strax í gær.Margir óttast að verða á flugmiðum muni hækka mikið með brotthvarfi WOW af markaði. Birna Ósk segir Icelandair enn í harðri samkeppni við fjölda flugfélaga sem fljúga hingað til lands.Vísir/VilhelmBirna Ósk segir að tekjustýringakerfi Icelandair virka þannig að ódýrustu sætin séu oftast keypt fyrst og eftir því sem fyllist í vélarnar þá hækki miðaverðið. Þannig sé það hjá flestum flugfélögum. „Þetta er það sem byrjaði að gerast þegar ekki lá fyrir hvað myndi gerast. En frá því að lá fyrir að WOW hefði lagt niður starfsemi fórum við að bjóða þessi björgunargjöld. Þau eru ekki á vefnum en ef þú átt miða með WOW ferðu inn og skráir þig og við seljum þér björgunarfargjöld. Við erum ekki í stakk búin að selja þau í gegnum sjálfsafgreiðslu, við verðum að selja þau í gegnum síma.“Segjast enn í harðri samkeppni Með tilkomu WOW air á flugmarkað lækkuðu fargjöld til og frá landsins talsvert og hafa margir lýst yfir áhyggjum af því að nú muni Icelandair sæta færis og hækka flugfargjöld sín þegar helsti samkeppnisaðilinn er horfinn á braut. Birna Ósk segir Icelandair hins vegar enn standa í harðri samkeppni við önnur flugfélög sem fljúga til landsins. Fimmtán flugfélög fljúga hingað til lands á veturna og 25 á sumrin. „Við erum bara í gríðarlegri samkeppni og erum með mjög litla markaðshlutdeild á þeim mörkuðum sem við fljúgum. Við stjórnum þessu ekki. Við höldum áfram í samkeppninni þó við höfum misst einn góðan samkeppnisaðila.“ Hún á von á að það muni leysast úr þeirri stöðu sem upp er komin eftir því sem á líður vikuna. Það mun verða einhver áskorun fyrir þá sem áttu bókað með WOW air að fá bókað með öðrum flugfélögum. „Þetta á alveg að leysast þótt þetta sé afskaplega leiðinlegt.“Flestir sem áttu bókað far með WOW air eiga að geta bókað ferðir. Vísir/VilhelmÍ flestum tilfellum hægt að finna beint flug heim Víst er að þrot Wow air munu hafa tilfinnanleg áhrif á ferðalög Íslendinga. Sjöundi hver farþegi flugfélagsins er búsettur á Íslandi og á Túrista eru metið, í því ljósi, að nokkur hundruð Íslendinga séu án flugmiða. „Flugáætlun WOW síðustu vikur hefur samanstaðið af reglulegum ferðum til 16 áfangastaða í Norðu-Ameríku og Evrópu. Og eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan þá er í flestum tilfellum hægt að finna beint flug með öðrum flugfélögum heim frá sömu borg nema ef viðkomandi er staddur í Montreal eða Detroit. Í sumum tilfellum getur verið ódýrara að bóka heimferðina með millilendingu,“ segir Kristján Sigurjónsson í frétt sinni. En, Kristján hefur einmitt verið í deiglunni undanfarna daga vegna frétta sinna af stöðu mála.Eins og fram kemur í yfirlitsfrétt Vísis frá í morgun, þar sem vísað er í tilkynningu Samgöngustofu, geta farþegar átt kröfu í þrotabú Wow air, hafi þeir borgað farmiða sinn sjálfir. Hafi þeir greitt miðann með greiðslukorti sér greiðslukortafyrirtækið um að girða fyrir greiðsluna.Uppfært klukkan 11:40: Icelandair sendi yfirlýsingu vegna málsins rétt í þessu:Í morgun var tilkynnt að starfsemi flugfélagsins WOW air yrði hætt. Það eru sorgarfréttir og hugur okkar er hjá starfsmönnum WOW air. Við hjá Icelandair munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að aðstoða farþega og áhafnir WOW við að komast til síns heima.Icelandair hefur nú þegar virkjað viðbragðsáætlun og mun bjóða sérstök afsláttarfargjöld á almennu farrými til og frá ákveðnum áfangastöðum í Evrópu og Bandaríkjunum. Fast gjald til eða frá Evrópu er 60 Bandaríkjadalir aðra leiðina með tösku og 100 Bandaríkjadalir til eða frá Bandaríkjunum, fyrir utan skatta og gjöld. Þessi fargjöld verða í boði næstu tvær vikurnar fyrir farþega sem áttu bókað með WOW frá 28. mars til 11. apríl. Farþegar geta haft samband við Icelandair í gegnum síma eða samfélagsmiðla og þurfa að framvísa WOW air flugmiða við bókun.Við höfum einnig ákveðið að aðstoða áhafnir WOW air sem voru að störfum erlendis til að komast til síns heima, þeim að kostnaðarlausu.Allar upplýsingar eru aðgengilegar á sérstakri síðu sem sett hefur verið upp: www.icelandair.is/getmehomeAð gefnu tilefni er rétt að taka fram okkur hafa borist ábendingar um hækkun fargjalda í kerfunum hjá okkur. Við viljum árétta að engar verðbreytingar eru að eiga sér stað hjá Icelandair. Verð á flugmiðum miðast við eftirspurn og síðustu daga og vikur hefur verið mikil ásókn í flug hjá okkur og nú vegna þeirra afsláttarfargjalda sem við erum að bjóða farþegum WOW. Í einhverjum tilfellum eru einungis sæti á efsta farrými laus eða flug fullbókuð.
Fréttir af flugi Icelandair Neytendur WOW Air Tengdar fréttir Ellefu hundruð missa vinnuna hjá WOW air Vinnumálastofnun hefur virkjað viðbragðsteymi. 28. mars 2019 10:07 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Ellefu hundruð missa vinnuna hjá WOW air Vinnumálastofnun hefur virkjað viðbragðsteymi. 28. mars 2019 10:07