Samningsvilji en langt í land Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 28. mars 2019 06:00 Samingaviðræður við borð ríkissáttasemjara. Fréttablaðið/Anton Brink „Það er enn langt í land,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, þrátt fyrir nýjan tón sem sleginn var hjá ríkissáttasemjara í gærkvöldi. Verkföllum sem hefjast áttu á miðnætti í gærkvöldi og standa í tvo daga var aflýst. Viðar segir að ef boðaðar verkfallsaðgerðir skili auknum samningsvilja og nýjum umræðugrundvelli, sé eðlilegt að aðgerðum sé slegið á frest til að ræða saman. Næstu aðgerðir VR og Eflingar hefjast að óbreyttu í næstu viku, og byrja á mánudag er strætóbílstjórar hjá Almenningsvögnum Kynnisferða leggja niður störf á háannatímum á morgnana og síðdegis. Þær aðgerðir munu að óbreyttu standa alla virka daga í apríl. „Það hefur myndast grundvöllur fyrir gerð kjarasamnings og við munum láta á það reyna á næstu dögum,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Já ég skynja það þannig,“ segir Halldór inntur eftir því hvort hann finni aukinn samningsvilja hjá öllum félögunum. Aðspurður um samráð við bakland samningsaðila segir Halldór að unnið verði við borð ríkissáttasemjara á næstu dögum. „Við munum byrja á að útfæra þetta á vettvangi ríkissáttasemjara.“Halldór segir vinnu síðustu vikna munu nýtast í ferlinu næstu daga. „Aðalatriðið er að létta þeirri óvissu sem legið hefur eins og mara yfir samfélaginu öllu; sama hvort við lítum til loðnubrests eða tvísýnnar stöðu flugfélaga, stöðu hjá heimilum og stjórnendum fyrirtækja,“ segir Halldór. Fundum hjá ríkissáttasemjara var frestað tvívegis í upphafi vikunnar vegna óvissu um flugfélagið WOW. „Það má alveg hrósa stjórnvöldum fyrir þann vilja sem þau hafa sýnt til að liðka fyrir samningum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Rætt hafi verið bæði formlega og óformlega við stjórnvöld meðan á viðræðunum hefur staðið. Þeirra aðkoma kunni enn að ráða úrslitum en margt fleira þurfi að smella saman. Verkfallsaðgerðir Eflingar og VR hafa haft töluverð áhrif á þau fyrirtæki sem þær hafa náð til en samkvæmt útreikningum Samtaka ferðaþjónustunnar hefur hver dagur í verkfalli kostað umrædd fyrirtæki um 250 milljónir. Efling og VR höfðu boðað herta verkfallsvörslu vegna verkfalla sem nú hefur verið aflýst, bæði til að bregðast við við verkfallsbrotum og til að auka áhrif aðgerðanna. Þrátt fyrir að verkföllum í dag og á morgun hafi verið aflýst, standa aðrar boðaðar aðgerðir þangað til annað kemur í ljós. Viðar segir aðgerðaáætlun félaganna þaulskipulagða og árangursríka. „Það er ekki bara hert verkfallsvarsla sem hefur áhrif heldur einnig sú stigvaxandi pressa sem er í aðgerðunum. Við byrjuðum í verkfalli í einn dag. Verkföllin sem áttu að hefjast í dag áttu að standa í tvo daga. Boðað verkfall á þriðjudag er í þrjá daga,“ segir Viðar Þorsteinsson. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföllum aflýst Tveggja sólarhringa löngum verkfalli um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. 27. mars 2019 18:45 „Verkfallsvopnið, það bítur“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telur að verkfall sem félagsmenn Eflingar og VR fóru í í síðustu viku og boðuð verkföll sem áttu að hefjast á miðnætti hafi gert það að verkum að nú sé kominn umræðugrundvöllur við Samtök atvinnulífsins sem lokið geti með gerð kjarasamnings. 27. mars 2019 19:50 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
„Það er enn langt í land,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, þrátt fyrir nýjan tón sem sleginn var hjá ríkissáttasemjara í gærkvöldi. Verkföllum sem hefjast áttu á miðnætti í gærkvöldi og standa í tvo daga var aflýst. Viðar segir að ef boðaðar verkfallsaðgerðir skili auknum samningsvilja og nýjum umræðugrundvelli, sé eðlilegt að aðgerðum sé slegið á frest til að ræða saman. Næstu aðgerðir VR og Eflingar hefjast að óbreyttu í næstu viku, og byrja á mánudag er strætóbílstjórar hjá Almenningsvögnum Kynnisferða leggja niður störf á háannatímum á morgnana og síðdegis. Þær aðgerðir munu að óbreyttu standa alla virka daga í apríl. „Það hefur myndast grundvöllur fyrir gerð kjarasamnings og við munum láta á það reyna á næstu dögum,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Já ég skynja það þannig,“ segir Halldór inntur eftir því hvort hann finni aukinn samningsvilja hjá öllum félögunum. Aðspurður um samráð við bakland samningsaðila segir Halldór að unnið verði við borð ríkissáttasemjara á næstu dögum. „Við munum byrja á að útfæra þetta á vettvangi ríkissáttasemjara.“Halldór segir vinnu síðustu vikna munu nýtast í ferlinu næstu daga. „Aðalatriðið er að létta þeirri óvissu sem legið hefur eins og mara yfir samfélaginu öllu; sama hvort við lítum til loðnubrests eða tvísýnnar stöðu flugfélaga, stöðu hjá heimilum og stjórnendum fyrirtækja,“ segir Halldór. Fundum hjá ríkissáttasemjara var frestað tvívegis í upphafi vikunnar vegna óvissu um flugfélagið WOW. „Það má alveg hrósa stjórnvöldum fyrir þann vilja sem þau hafa sýnt til að liðka fyrir samningum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Rætt hafi verið bæði formlega og óformlega við stjórnvöld meðan á viðræðunum hefur staðið. Þeirra aðkoma kunni enn að ráða úrslitum en margt fleira þurfi að smella saman. Verkfallsaðgerðir Eflingar og VR hafa haft töluverð áhrif á þau fyrirtæki sem þær hafa náð til en samkvæmt útreikningum Samtaka ferðaþjónustunnar hefur hver dagur í verkfalli kostað umrædd fyrirtæki um 250 milljónir. Efling og VR höfðu boðað herta verkfallsvörslu vegna verkfalla sem nú hefur verið aflýst, bæði til að bregðast við við verkfallsbrotum og til að auka áhrif aðgerðanna. Þrátt fyrir að verkföllum í dag og á morgun hafi verið aflýst, standa aðrar boðaðar aðgerðir þangað til annað kemur í ljós. Viðar segir aðgerðaáætlun félaganna þaulskipulagða og árangursríka. „Það er ekki bara hert verkfallsvarsla sem hefur áhrif heldur einnig sú stigvaxandi pressa sem er í aðgerðunum. Við byrjuðum í verkfalli í einn dag. Verkföllin sem áttu að hefjast í dag áttu að standa í tvo daga. Boðað verkfall á þriðjudag er í þrjá daga,“ segir Viðar Þorsteinsson.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföllum aflýst Tveggja sólarhringa löngum verkfalli um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. 27. mars 2019 18:45 „Verkfallsvopnið, það bítur“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telur að verkfall sem félagsmenn Eflingar og VR fóru í í síðustu viku og boðuð verkföll sem áttu að hefjast á miðnætti hafi gert það að verkum að nú sé kominn umræðugrundvöllur við Samtök atvinnulífsins sem lokið geti með gerð kjarasamnings. 27. mars 2019 19:50 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Verkföllum aflýst Tveggja sólarhringa löngum verkfalli um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. 27. mars 2019 18:45
„Verkfallsvopnið, það bítur“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telur að verkfall sem félagsmenn Eflingar og VR fóru í í síðustu viku og boðuð verkföll sem áttu að hefjast á miðnætti hafi gert það að verkum að nú sé kominn umræðugrundvöllur við Samtök atvinnulífsins sem lokið geti með gerð kjarasamnings. 27. mars 2019 19:50
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent